Við hin eigum að skammast okkar fyrir skapleysið

Margir eru fullir vandlætingar yfir því að þessi skríll sé með ólæti við þinghúsið og ráðherrabústaðinn. Ég skal sjálfur játa að hafa ekki mætt á mótmælafundi og skammast mín fyrir það. Ég hins vegar styð málstaðinn heilshugar eins og ég tel að þorri þjóðarinnar geri það óhikað þó við drullumst ekki til að mæta á staðinn og mótmæla eins og fólk með skap og skoðun.

Mótmælin undanfarið eru smámál miðað við tilefnið sem er líklega stærsta einstaka skemmdarverk Íslandssögunnar. Byltingar hafa verið framkvæmdar af minna tilefni í sögunni.


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá sem ekki er í tilvistarkreppu - hugsar ekki

Þetta er náttúrulega bara mín skoðun. Ég er búinn að fara marga hringi í stóru tilvistarspurningunni.

Ég fer aldrei að sofa án þess að velta fyrir mér stóru spurningunni: Í hvaða tilgangi lifir maður? Hvað er manni ætlað? Er manni ætlað yfirhöfuð eitthvert hlutverk? Er þetta bara tilviljunartilvera? Ef ekki á maður þá að lifa til góðs eða ills? Erum við forrit í stórri tölvu? Hver eða hvað stjórnar þessari tilveru?

Eftir allar pælingarnar finnst mér tilveran of stórkostleg til að vera tilviljunarkennt stjórnleysi alheims sem verður til í Stóra-hvelli. Ég get samt ekki upplýst sjálfan mig og því síður aðra um tilganginn. Hann er okkur í hulinn þrátt fyrir góðan vilja að finna skýringar á þessu öllu.

Skv. ofansögðu er mér hins vegar alveg ljóst að tilveran er ekkert í ætt við Guð, Jesú og Biblíuna og því miður er allur sá söngur í mínum huga argasta bullkenning frá upphafi til enda. Trúfræði kristninnar stenst enga rökfræði og Guði kristinna manna er skv. hinni helgu bók lýst sem barnalegum, hefnigjörnum, mistækum, frekum, dómgreindarlausum og þversagnakenndum. Hann fellur á fyrstu spurningunni: Ef hann er almáttugur, af hverju skapaði hann þá manninn ófullkominn? Hvaða tilgangi þjónaði það? Erum við kannski bara leikföngin hans?

Nú myndi einhver vilja kalla mig trúlausan, en svo er ekki. Ég trúi því að líf okkar og tilvera hafi tilgang. Ég bara veit ekki hver hann er. Ég ætla samt að veðja á það að reyna lifa til góðs og tel að sá vilji sé flestum blásinn í brjóst við fæðingu. Kærleikurinn er okkur innbyggður og er því ekki nein séreign kristinna manna.

Af ofangreindum ástæðum tel ég að samfélagið eigi ekki að kosta trúariðkun fólks. Hún á að vera einkamál og kostuð eingöngu með frjálsum framlögum einstaklinga til sjálfbærra trúfélaga, ef fólk vill sameinast um trúarskoðanir. Þess vegna á ríkið að leggja af stuðning við þjóðkirkjuna og spara samfélaginu þar með milljarða sem verja má í að annað hvort lækka skatta eða bæta alvöru samfélagsþjónustu eins og t.d. heilbrigðis-, félags, mennta- og tryggingamál.

Ríkið á ekki að borga fyrir áhugamál fólks, heldur ekki trúaráhugamál.


mbl.is Pitt í tilvistarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur brást trúnaði ríkisstjórnar - þar með er hún endanlega ónýt

Össur veit fullkomlega að það á að ríkja trúnaður á ríkisstjórnarfundum. Þetta hefur maður vitað í nokkur ár.

Ég lít svo á að Össur hafi brotið þarna grundvallarreglu sem ekki verði bakkað út úr. Nú getur hann ekki leyft sér að bregða fyrir sig trúnaðarskyldu við ríkisstjórn þegar hann er spurður. Hann verður aldrei trúverðugur hér eftir með að velja frá hverju má kjafta og hverju ekki.

Hér skiptir engu máli hvort maður er ánægður eða ekki með þessa uppljóstrun Össurar, trúnaðurinn fæst ekki aftur innan þessarar ríkisstjórnar.

Sitji stjórnin ennþá eftir þetta má af því ráða hversu prinsipp-laust þetta fólk er. Þá er þeim orðið allt leyfilegt. 


mbl.is Bókunin frá Össuri komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rolling Stones og Bob Dylan með Like a rolling stone

Líklega er þetta fílíngurinn sem Stóns-aðdáandi Íslands nr. 1 er að elta til útlanda.

Bob Dylan samdi lagið Like a rolling stone árið 1965. Lagið var ekki með tilvísun í hljómsveitina. Hugmyndin kemur úr lagi Hank Williams - Lost Highway. Því er haldið fram að rolling stone sé slanguryrði yfir þá flækinga sem stálust með lestum. Þegar þeir hentu sér af lestum á ferð urðu þeir að rúlla í lendingu til að meiða sig síður í fallinu.

Stónsararnir krákuðu þó ekki lagið fyrr en árið 1995 á plötunni Stripped.

Tónlistartímaritið Rolling Stone útnefndi þetta besta lag allra tíma á lista sem þeir gáfu út í nóvember 2004. Kemur það okkur á óvart?

Hér hafa þeir fengið höfundinn með sér á svið í Brasilíu árið 1998. Þetta er ágætis helgarnammi fyrir Stóns og Dylan aðdáendur. Meira að segja í prýðilegum gæðum. 


Verður heiti Sjálfstæðisflokksins bara bölvuð lygi?

Nú er það síðasta sem var jákvætt við Sjálfstæðisflokkinn að gufa upp og það var að vernda sjálfstæði þessa lands og falið í heiti hans. Það tók hvorki meira né minna en 682 ár (1262-1944) að endurheimta það að fullu. Sjálfstæðisflokknum ber skylda til að skipta um heiti ef þeir vilja ganga í ESB, það hlýtur að vera hægt að ætlast til að heiti flokks sé ekki bölvuð lygi.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera. Fyrrverandi formaður hans (sem samt er ennþá yfirformaður) heldur flokknum í heljargreipum og sleppir hvergi takinu. Geir Haarde hefur aldrei verið neitt nema að nafninu til og er að vakna upp við að uppgötva þá staðreynd fyrst núna. Það er bara of seint fyrir hann að ætla sína manndóm þegar búið er að sólunda öllu í vitleysu. Hann á að leita sér að öðru starfi sem hæfir honum. Hann er bara ekki leiðtogi, það sjá allir sem það vilja.

Nú vantar nýjan jafnaðarmannaflokk þeirra sem vilja standa utan ESB. Þetta verður aðalmál næstu kosninga. 


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun hann vinna Siv Friðleifsdóttur?

Ég ætla að vera alveg hreinskilinn: Ég hef litla trú á því að ærlegur maður geti unnið með bæjarstjóranum í Kópavogi. Það hefur lengi verið vond lykt á bæjarskrifstofunum þar.

Trúlega er Páli Magnússyni otað fram af flokkseigendafélagi flokksins (S-hópnum) og það verður því fróðlegt að sjá hvort eini vitlegi formannskandídat flokksins muni treysta sér til að etja kappi við hann og það er Siv Friðleifsdóttir.

Fyrir okkur sem tilheyrum ekki Framsóknarflokknum verður fróðlegt að sjá niðurstöðu á vali þeirra á næsta formanni.


mbl.is Páll býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsæll og áhrifamikill lukkunnar maður genginn

Það er söknuður af tónlistarmanni sem fékk að taka þátt í og vera með vinsælustu hljómsveitum landsins á sinni tíð. Tónlistin hans gaf manni góðar stundir og veitti mikinn innblástur á yngri árum.

Það blasir við flestum að Rúnar hafi verið mjög vinsæll og verið í flestu tilliti lukkunnar maður í persónulegu lífi.

Ég votta ástvinum hans samúð mína. Verk hans lifa. 


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég myndi skammast mín í ykkar sporum Ágúst Ólafur

Ég skal byrja á því að játa að ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í 30 ár. Ég reyndi líka að koma að því að stofna til nýs framboðs sem gekk ekki.

Til að nota atkvæðisréttinn minn kaus ég Samfylkinguna sem ætlað mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, enda hafði Samfylkingin lofað að koma þeim flokki úr stjórn og verið býsna stóryrt í þá veru. Mér leist vel á Jóhönnu Sigurðardóttur, Katrínu Júlíusdóttur og Ágúst Ólaf og kaus þess vegna flokkinn.

Jóhanna hefur að vísu staðið sig eins og hægt er að ætlast til, enda nýtur hún almenns trausts. Það er bara ekki nóg til að lyfta heilli ónýtri ríkisstjórn sem teymd er áfram af yfirformanni Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddssyni.

Katrín og Ágúst Ólafur, sem ég batt talsverðar vonir við, hafa verið algerlega áhrifalaus í þessu efni. Ég hef sett mig í þeirra spor við núverandi aðstæður. Bankarnir og ríkið er gjaldþrota, stór hluti þjóðarinnar er að verða bæði gjaldþrota og atvinnulaus og allt gerist þetta á ykkar vakt. Það er vægt að segja að ég myndi skammast mín í ykkar sporum, Ágúst Ólafur og Katrín. Þið hafið verið niðurlægð af íhaldinu niður í skítinn. Hvenær á að gera eitthvað í því?


mbl.is Kom á óvart að Davíð upplýsti ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu ósvífið má þetta verða áður en menn missa alla þolinmæði?

Hversu lengi er hægt að halda úti þessu rugli í Davíð Oddssyni? Hversu lengi getur Samfylkingin látið þetta dómgreindarleysi bankastjórans viðgangast.

Ég biðst fyrirfram afsökunar á þessari setningu: Var skynsemi sumra skilin eftir á skurðarborðinu í New York?

Hvernig væri að skaplausa liðið í Samfylkingunni færi að segja sig frá þessari ótrúlegu ríkisstjórn, þau eru búinn að vera valdalausar strengjabrúður í höndum Seðlabankastjórans ásamt Geir Haarde og eru ekki farinn að fatta það ennþá!

Davíð hótar að fara í pólitíkina aftur? Hann fór aldrei úr pólitíkinni til að byrja með. Leyfið honum að sprikla í atkvæðaveiðum ef honum sýnist svo. Það verður alltaf einhver hópur manna sem fylgir svona einræðisherra og besservisser, tökum því bara eins og menn. Þegar á reynir verður hann fyrir vonbrigðum, hann verður aldrei stjarna stjórnmálanna aftur og treður sér bara í ruslatunnu sögunnar með því.


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmennið var trúlega ekki meira en 50 manns!

Morgunblaðinu hefur ekki hugnast að fjalla um mótmælin á Austurvelli sem fjölmenni þegar þar hafa verið hundruð manna að mótmæla og alltaf vanmetið þar fjölda mótmælenda og talað gjarnan um "nokkur hundruð".

Nú kemur allt í einu annað hljóð í Moggann þegar fyrrum blaðamaður þess, dæmdur þjófur, heldur fund og halda því blákalt fram að 80 manns séu fjölmenni.

Þetta er er kannski að bera í bakkafullan lækinn: Getur einhver talið fleiri en 50 manns á þessari mynd af öllum fundinum?

Áróðurinn í þessu blaði er skiljanlegur, en af hverju þarf hann að vera hlægilegur?

 

Fundur Árna
 

 


 


mbl.is Fjölmenni á fundi hjá Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin ræður bara einn starfsmann - og þá á ofurlaunum

Ef ég man þetta rétt þá ræður stjórn Ríkisútvarpsins bara einn starfsmann og það er útvarpsstjórinn og hann er á ofurlaunum miðað við ábyrgð starfsins.

Það er fróðlegt að heyra menntamálaráðherra taka undir að launin hans séu of há en treysta samt stjórninni sem ekki getur ráðið eina starfsmanninn sem heyrir undir hana öðruvísi en á ofurlaunum.

Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hvað stjórnmálamenn fái lengi að tala þvert á allar staðreyndir og jafnvel þvert á eigin málflutning eins og Þorgerður Katrín gerir hér. Fréttamaðurinn hefði líklega þjarmað betur að henni ef ekki væri um að ræða samsetninguna Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn. 


mbl.is Launin kannski of há
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhagsgat Íslands svo stórt að við förum tvisvar í röð á hausinn?

Ég velti því alvarlega fyrir mér að fjárhagsstaða Íslands sé í raun svo slæm að við munum ekki bara horfa upp á eitt gjaldþrot heldur tvö þegar á reynir.

Lán frá IMF og fleirum muni ekki duga til að gera upp krónu- og jöklabréfin sem hljóta að þurfa að komast "heim" aftur í formi gjaldeyris. Ef þetta væri ekki raunin væri að sjálfsögðu ekki þörf á 18% stýrivöxtum eða hvað? Það sé jafnvel ljóst í dag að seinna gjaldþrot þjóðarinnar sé ekki langt undan. Hver vill taka að sér að sannfæra mig um annað?

Örvæntingin sem skín úr öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er að verða þjóðinni nokkuð augljós. Hún ræður ekki við neitt en manni finnst orðið skrýtið að hún skuli enn sitja með allt niður um sig. Það er líka orðið flestum ljóst að það sé að styttast í veru þeirra í ríkisstjórn. Til viðbótar því að verkefnin eru bara leiðindi á leiðindi ofan geta þau sem best hætt áður en nokkrar breytingar verða á eftirlaunalögunum og farið bara á feitan lífeyri og fylgst með öðrum reyna að bjarga þjóðinni.


mbl.is Tvöfaldur gjaldeyrismarkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að stinga dúsu upp í erlenda kröfuhafa?

Það er með ólíkindum hversu dómgreindarlaus þessi ríkisstjórn er í efnahagsmálum. Hvernig dettur henni í hug að bjóða erlendum kröfuhöfum "hlut" í nýju bönkunum?

Fyrst stela þeir eignum bankanna með fádæma óheiðarlegum og vitlausum neyðarlögum og svo á að "skila" einhverjum hluta af þýfinu til baka í þeirri hugsun að vinna sér eitthvert "traust" aftur og þá í þeim tilgangi að fá aftur lán. - Hverjum dettur í hug að erlendir bankar (nú "erlendir kröfuhafar") vilji lána aftur til þeirra sem stela?

Það er yfirleitt ekki til vinsælda fallið að vera stóryrtur en ég ætla að leyfa mér að spyrja: Hvaða helvítis fávita datt þessi vitleysa í hug?


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Told you so! - Hefði hann viljað þetta í alvöru hefði hann sett lög eins og áður

Beiðni um launalækkun til kjararáðs var bara sýndarmennska til að gera sig huggulegri fyrir þeirri alþýðu manna sem sér ekki fram á að framfleyta sér með yfirvofandi gjaldþrotum og atvinnuleysi.

Geir vissi sjálfur allan tímann að hann yrði að setja enn ein lögin til að breyta þessu, en kýs af augljósum ástæðum að gera það ekki. Hann vill nefnilega ekkert í neinni alvöru lækka launin sín eða frúarinnar sem er í feitum nefndarstörfum fyrir ríkið sem enginn veit enn hversu mikið er borgað fyrir.

Þessi sýndarmennska var allan tímann augljós og niðurstaðan fyrirfram ljós. 

Það er í lagi minna á að sóðalegu eftirlaunalögin voru sett árið 2003. Þau eru enn í gildi. Þau munu draga lappirnar í þessu mál endalaust líkt og fyrri daginn.  


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265521

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband