Ég myndi skammast mín í ykkar sporum Ágúst Ólafur

Ég skal byrja á því að játa að ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í 30 ár. Ég reyndi líka að koma að því að stofna til nýs framboðs sem gekk ekki.

Til að nota atkvæðisréttinn minn kaus ég Samfylkinguna sem ætlað mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, enda hafði Samfylkingin lofað að koma þeim flokki úr stjórn og verið býsna stóryrt í þá veru. Mér leist vel á Jóhönnu Sigurðardóttur, Katrínu Júlíusdóttur og Ágúst Ólaf og kaus þess vegna flokkinn.

Jóhanna hefur að vísu staðið sig eins og hægt er að ætlast til, enda nýtur hún almenns trausts. Það er bara ekki nóg til að lyfta heilli ónýtri ríkisstjórn sem teymd er áfram af yfirformanni Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddssyni.

Katrín og Ágúst Ólafur, sem ég batt talsverðar vonir við, hafa verið algerlega áhrifalaus í þessu efni. Ég hef sett mig í þeirra spor við núverandi aðstæður. Bankarnir og ríkið er gjaldþrota, stór hluti þjóðarinnar er að verða bæði gjaldþrota og atvinnulaus og allt gerist þetta á ykkar vakt. Það er vægt að segja að ég myndi skammast mín í ykkar sporum, Ágúst Ólafur og Katrín. Þið hafið verið niðurlægð af íhaldinu niður í skítinn. Hvenær á að gera eitthvað í því?


mbl.is Kom á óvart að Davíð upplýsti ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264901

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband