Fjölmennið var trúlega ekki meira en 50 manns!

Morgunblaðinu hefur ekki hugnast að fjalla um mótmælin á Austurvelli sem fjölmenni þegar þar hafa verið hundruð manna að mótmæla og alltaf vanmetið þar fjölda mótmælenda og talað gjarnan um "nokkur hundruð".

Nú kemur allt í einu annað hljóð í Moggann þegar fyrrum blaðamaður þess, dæmdur þjófur, heldur fund og halda því blákalt fram að 80 manns séu fjölmenni.

Þetta er er kannski að bera í bakkafullan lækinn: Getur einhver talið fleiri en 50 manns á þessari mynd af öllum fundinum?

Áróðurinn í þessu blaði er skiljanlegur, en af hverju þarf hann að vera hlægilegur?

 

Fundur Árna
 

 


 


mbl.is Fjölmenni á fundi hjá Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theodór Bender

Þetta er frábært framtak hjá Árna, að ná 80 manns í litlum bæ eins og Þorlákshöfn er bara nokkuð vel af sér vikið. Árni á heiður skilinn fyrir þetta, og mættu fleiri alþingismenn fara að hans fordæmi og tala við kjósendur sína á jafn opinskáan hátt og Árni gerir. 

Ég veit ekki hvaða  mogga þú hefur verið að lesa en þar hefur ekki vantað umfjöllun um þessi mótmæli á Austurvelli.

Þú verður að rökstiðja þessa fullyrðingu þína betur að Morgunblaðið sé með áróður.

Fyrir hverju þá?

Ekki rekur Morgunblaðið áróður fyrir sjálfstæðisflokkin og því síður ríkisstjórnina.

Er þá áróðurinn fyrir Árna og hans stefnumálum?

Það að Árni hafi verið dæmdur á sínum tíma kemur þessu máli bara ekkert við og óskiljanlegt að þú sért að tala um það í þessu samhengi.

Theodór Bender, 4.12.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Theodór, það eru ekki 80 manns, það er stórlega ofmetið og því hrein lygi eins og sést á myndinni.

Ég les Moggann á hverjum degi og á auðvelt með að sjá áróðurinn í honum eftir 45 ára lestur sem uppalinn Sjálfstæðismaður. Ef þú hefur ekki skynjað tengsl Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins í gegnum tíðina ertu ekki vel upplýstur. Þetta hefur aldrei dulist nokkrum heilvita manni.

Árni er lýðskrumari og hefur verið dæmdur fyrir þjófnað, meinsæri, yfirhylmingu, skjalafals og það endurspeglar persónuna. Hann er auk þess með þekkta athyglissýki og þetta er góð leið til að fá útrás fyrir hana.  Persóna stjórnmálamanna og gjörðir þeirra í gegnum tíðina kemur okkur við vegna þess að allt endurspeglast þetta í verkum þeirra og dómgreind. Þeir eru opinberar persónur og við eigum rétt á því að hafa skoðun á þeim því þannig gerum við upp með okkur hverja við viljum kjósa. Ég vil kjósa heiðarlegt fólk á þing, Árni telst því miður ekki meðal þess.

Bjartsýni þessara fundarmanna er því miður í ætt við hegðun strúta, við erum ekki byrjuð að fást þá erfiðleika sem framundan eru.

Það eina jákvæða sem ég sé við þennan fund er að tala saman um að gefast ekki upp. 

Haukur Nikulásson, 4.12.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Theodór Bender

Ég er ekki sammál þér að mogginn sé með áróður fyrir Sjálfstæðisflokinn, ekki undanfarin nokkur ár. Það er hinsvegar alveg hárrétt hjá þér að tengslin hafa verið mikil í gegnum tíðina en það hefur verið að breytast mjög hratt síðustu árin.  Mætti jafnvel segja að frá síðustu alþingiskosningum hafi Morgunblaðið verið í mjög harðri stjórnarandstöðu.

Það að Árni sé eitthvað af þessum hlutum sem þú taldir upp er þessum ágæta fundi óviðkomandi.

Það er þannig að þú mátt hafa allar þær skoðanir á stjórnmálamönnum sem þér sýnist, þú kýst einmitt fólk á alþingi á 4 ára fresti sem eru gæddar þeim mannkostum sem þér þykir mikilvægastar, og getur sleppt því að kjósa Árna ef þér býður svo við að horfa.

Nú er ég engin  sérstakur stuðnongsmaður Árna en mér þykir þetta gott framtak hjá honum, það má vel vera að þetta sé mest auglýsingamennska hjá honum en þetta gerir sitt gagn.

Við skulum ekki gera lítið úr bjartsýni fundarmanna, það er einmitt það sem við þurfum bjartsýni þó að það sé rétt að miklir erfiðleikar eru framundan.

ég er hjartanlega sammála að við megum ekki gefast upp og við verðum að standa saman til að sigrast á þessum erfiðleikum.

Snúum bökum saman, verkefnin eru næg.

Theodór Bender, 4.12.2008 kl. 11:31

4 identicon

Sæll Haukur.

Í auglýsingu Árna um fundina kemur fram að leitast verður við því að tala hlutina upp en ekki niður. Þú fellur þannig því miður í þann pitt að tala hlutina niður.

Ég get staðfest það, þar sem ég var á fundinum í Þorlákshöfn í gærkvöldi og sést meira að segja á myndinni, að það voru 80 manns á fundinum. Maður þarf að vera eitthvað verulega tregur til að telja 50 manns á þessari mynd. En ég ætla ekki að þvarga við þig um fjölda fundarmanna. Svona var þetta bara.

Það má segja að hlutfallega hafi jafn margir mætt á fundinn hjá Árna í Þorlákshöfn (80/2000) og hafa mætt á Austurvöll undanfarna laugardaga (5000/120.000) Sem er nokkuð gott.

Takturinn í fundarhöldunum er hins vegar allt annar. Bjartsýni og baráttugleði einkenndi fund Árna í Þorlákshöfn en bölmóður og svartsýni hefur einkennt fundina á Austurvelli.

Maður þarf að vera eitthvað verulega tregur til að átta sig ekki á hvorum fundinum þú hefur verið.

Skapti Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:06

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skapti, ég taldi alla sjáanlega hausa á myndinni og reiknaði auk þess með viðbót m.v. að sumir væru á bak við aðra. Ég kemst ekki yfir 50 í þessu dæmi.

Ég ætla ekki að rökræða bjartsýni eða svartsýni, ég kalla það réttsýni að sjá stöðuna eins og hún er en ekki hvorki betri né verri. Ég minni þig á að forsætisráðherra Árna Johnsen sagði lengi vel að það væri engin kreppa. Annað mun víst hafa komið á daginn.

Þú verður því miður að vera bara verulega tregur, því ég hef ekki farið á neinn fund ennþá! 

Haukur Nikulásson, 4.12.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Sverrir Einarsson

Fyrrum Kvíabryggjaubóndinn er að upplifa það (allavega reyna) að það er betra að vera Kóngur á littlum stað en lítið peð á Stórum stað ( Alþingi). Það að ná 50 - 80 manns á fund í littlu sjávarþorpi (ég tel Þorlákshöfn enn sjávarþorp) er afrek útaf fyrir sig og á heimamanna vísu er það jafnvel "fjölmennur" fundur.

Jú álit þitt á Árna Johnsen kemur nefnilega málinu við, nú getur fyrrverandi Kvíabryggjubóndinn farið um víðann völl og talað bjartsýnislega (ábyrgðarlaust) um framtíðina, ég segi ábyrgðarlaust því hann veit sem er að fáir taka mark á honum (hafi þeir einhverntíma gert það). Gjaldkeri í banka sem stelur og svíkur frá bankanum væri aldrei ráðinn aftur til sömu starfa í þeim banka það var gert við fyrrverandi Kvíabryggjubóndann, trúlega af einhverjum sem sátu á þessum umrædda fundi (þetta hafa væntanlega verið einhver af atkvæðunum sem skiluðu honum inn á þing aftur) kannski að sýna honum þakklætisvott fyrir "vel unnin störf í þeirra þágu" þó hann ( fyrrverandi Kvíabryggjubóndinn) hafi nú ættlað að græða mest á þeim sjálfur.

Mogginn VAR ein helsta málpípa Sjálfstæðismann hér áður fyrr þó það hafi dregið úr því í eigendatíð Björgúlfs Guðmundssonar og nú er Glitnir (hinn nýji) búinn að koma því svo í kring (á bak við tjöldin) að Mogginn komist í hendur réttra sjálfstæðismanna, en Björgúlfur Guðmundsson ku víst ekki hafa verið "rétti" sjálfstæðismaðurinn í þeim efnum.

Hver sá sem mætir því á fund fyrrverandi Kvíabryggjubónda (Árna Johnsen) til að hlusta á hann tala um réttlæti ætti alvarlega að hugsa sinn gang, jafnvel spá í að leita sér lækninga.

Sverrir Einarsson, 4.12.2008 kl. 15:47

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir innlitið Sverrir. Mér til leiðinda get ég ekkert þrasað við þig!

Haukur Nikulásson, 4.12.2008 kl. 18:11

8 Smámynd: Landfari

Mikið svakalega virðast sumir svekktir yfir að það sjái ekki alli allt svart allstaðar.

Eins gott að svona menn séu ekki framvarðasveit þjóðarinnar.

Landfari, 4.12.2008 kl. 19:08

9 identicon

úfff, hversu sorglegur ertu, að rökræða við menn sem voru á fundinum og segjast vita meira en menn sem voru staddir þarna!!!. Og myndi það skipta þig miklu máli ef í fréttinni hefði komið að nákvæmlega 73 hafi verið þarna???

Þú ert því miður lýsandi dæmi um mann sem sérð bara bölmóðina í öllu saman og ert eins og Skapti segir, verulega tregur og tek undir hjá landfara, sem betur fer ert þú ekki í framvarðasveit þjóðarinnar.

P.s Svo er myndin ekki nógu skýr til þess að hægt sé að sjá alla þarna + voru t.d einhverjir á salerninu, frammi að tala í símann, úti að reykja??? Sumir eru einfaldlega bara tregari en aðrir og það skín í gegnum tregann hjá þér, gráturinn og bölmóðinn.

úfff (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:36

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

úfff, það er fátt sorglegra en menn sem þora ekki að segja undir nafni það sem þeim býr í brjósti.

Framvarðasveit þjóðarinnar er búinn að koma þjóðinni þar sem hún er. Ég er ekki viss um að ég hefði m.a.s. með góðum vilja getað komið henni betur á rassgatið en þínir menn eru búnir að gera.

Í símanum, úti að reykja, annars staðar að skíta eða bara staddir annars staðar í þorpinu eru ekki fundarmenn.

Haukur Nikulásson, 5.12.2008 kl. 15:01

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband