Sá sem ekki er í tilvistarkreppu - hugsar ekki

Þetta er náttúrulega bara mín skoðun. Ég er búinn að fara marga hringi í stóru tilvistarspurningunni.

Ég fer aldrei að sofa án þess að velta fyrir mér stóru spurningunni: Í hvaða tilgangi lifir maður? Hvað er manni ætlað? Er manni ætlað yfirhöfuð eitthvert hlutverk? Er þetta bara tilviljunartilvera? Ef ekki á maður þá að lifa til góðs eða ills? Erum við forrit í stórri tölvu? Hver eða hvað stjórnar þessari tilveru?

Eftir allar pælingarnar finnst mér tilveran of stórkostleg til að vera tilviljunarkennt stjórnleysi alheims sem verður til í Stóra-hvelli. Ég get samt ekki upplýst sjálfan mig og því síður aðra um tilganginn. Hann er okkur í hulinn þrátt fyrir góðan vilja að finna skýringar á þessu öllu.

Skv. ofansögðu er mér hins vegar alveg ljóst að tilveran er ekkert í ætt við Guð, Jesú og Biblíuna og því miður er allur sá söngur í mínum huga argasta bullkenning frá upphafi til enda. Trúfræði kristninnar stenst enga rökfræði og Guði kristinna manna er skv. hinni helgu bók lýst sem barnalegum, hefnigjörnum, mistækum, frekum, dómgreindarlausum og þversagnakenndum. Hann fellur á fyrstu spurningunni: Ef hann er almáttugur, af hverju skapaði hann þá manninn ófullkominn? Hvaða tilgangi þjónaði það? Erum við kannski bara leikföngin hans?

Nú myndi einhver vilja kalla mig trúlausan, en svo er ekki. Ég trúi því að líf okkar og tilvera hafi tilgang. Ég bara veit ekki hver hann er. Ég ætla samt að veðja á það að reyna lifa til góðs og tel að sá vilji sé flestum blásinn í brjóst við fæðingu. Kærleikurinn er okkur innbyggður og er því ekki nein séreign kristinna manna.

Af ofangreindum ástæðum tel ég að samfélagið eigi ekki að kosta trúariðkun fólks. Hún á að vera einkamál og kostuð eingöngu með frjálsum framlögum einstaklinga til sjálfbærra trúfélaga, ef fólk vill sameinast um trúarskoðanir. Þess vegna á ríkið að leggja af stuðning við þjóðkirkjuna og spara samfélaginu þar með milljarða sem verja má í að annað hvort lækka skatta eða bæta alvöru samfélagsþjónustu eins og t.d. heilbrigðis-, félags, mennta- og tryggingamál.

Ríkið á ekki að borga fyrir áhugamál fólks, heldur ekki trúaráhugamál.


mbl.is Pitt í tilvistarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég er hjartanlega sammála þessum pælingum þínum Haukur.  Eins og talað út úr mínum munni.

Sigurjón, 10.12.2008 kl. 19:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband