Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Vantar golffélaga á Tenerife - einhver?

Ég er með golfsettið mitt með hér á Tenerife (Playa de las Americas) þó enginn af mínum ferðafélögum spili golf. Hef ég farið svolítið á æfingasvæðin en ekki ennþá farið hring af því ég vil gjarnan hafa einhvern talandi félagsskap. Ef einhver er í svipuðum sporum má hringja í mig í síma 00-354-6952524.


Eat your heart out! - (útleggst: Öfundið!)

Hér sit ég úti fyrir á jarðhæð á Parque Santiago IV á Playa de las Americas á Tenerife og skrifa blogg. Hitinn er 18 gráður og ég er á pólóskyrtu. Við bræðurnir og fjölskyldur vorum að borða og fá okkur í glas.

Alltaf hef ég nett samviskubit þegar ég hef það gott. Ég er nefnilega einn af þeim sem daglega finnst eðlilegt að hafa það hæfilega skítt í tilverunni.

Þessi staður er yndislegur. Hér er hitastig sem hentar okkur íslendingum allt árið um kring. Þetta er eyja og hér er verðlag stöðugt. Mér finnst því eðlilegt á þessari stundu að láta öfunda mig hæfilega af því að vera hér í mildu veðri að blogga úti um miðnættið. Um leið og ég ýti á vista og birta stend ég upp og blanda aftur í glasið. Skál og góða helgi!


Tímasetningin kemur mér ekki á óvart

Það hefur verið vel látið af Sigurði Þórðarsyni í gegnum tíðina og hann talinn vel gerður embættismaður.

Síðustu skýrslur embættisins um eignaumsýslu á varnarsvæðinu eru með slíkum ólíkindum að manni finnst að honum hafi ekki verið sjálfrátt í þeim efnum. Var honum hreinlega skipað að gefa út þvottahúskvittun á öll þessi mál?

Valgerður Sverrisdóttir bar ábyrgð á vatnstjóninu mikla sem sópað var undir teppið. Haldið þið að hún biðjist afsökunar á Alþingi úr ræðustól nema eitthvað hafi verið að? Fagmenn telja að tjónið hafi ekki verið undir milljarði og því var sópað undir teppið í vandlega töfðum feluleik bæði ráðuneytisins og ríkisendurskoðunar sem gaf út þá dæmalausu skoðun að engin hafi verið ábyrgur vegna þess að shit happens!

Hitt málið er hin dæmalausa sala á eignum varnarliðsins þar sem helmingur eignanna hurfu í stórkostlegasta afslætti sem um getur í Íslandssögunni. Í þessari skýrslu kom fram eitthvert mjálm um að betur hefði mátt standa að málum en í heild sinni er ekkert að gert.

Mér finnst satt best að segja ekki ósennilegt að ríkisendurskoðandi vilji losna frá þessari spillingu og sjái sér ekki fært að gefa út fleiri kvittanir til handa spilltum stjórnmálamönnum og embættismönnum. Fordæmi þessa fólks kallar ekki á bætt siðferði í viðskiptum hjá almenningi þegar fyrirmyndirnar haga sér eins og stórþjófar og komast upp með það og svara öllum ásökunum um spillingu með ótrúlegum hroka og yfirgangi.


mbl.is Ríkisendurskoðandi óskar eftir lausn frá starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nokkurt vit í að bjarga 30-35000 mannslífum á hverju ári?

Ég hef oft ritað um þetta efni hér á þessum síðum.

Í Bandaríkjunum deyja 28-39.000 á hverju ári af völdum skotvopna. Þetta eru upplýsingar úr opinberum tölum þar vestra. Ef þessi tala væri heimfærð upp á íslendinga væri þetta 28 til 39 dauðsföll hér á landi. Okkur þætti það hreint ekki ásættanlegt að fá fleiri dauðsföll af þessum völdum en bílslysum.

Rökin um að menn drepa en ekki byssur er einhvert ótrúlegasta þvaður sem hugsast getur. Hræddur maður með byssu, eða glæpamaður, er hættulegri heldur en vopnlaus.

Ég vona innilega að Bandaríkjamenn sjái að sér í þessum efnum sem fyrst.


mbl.is Byssulöggjöf fyrir hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama örlítið betur gefinn en Rauðhetta

Ég get vel skilið að hann vilji ekki mæta í þátt hjá þeim. Fox er hægri sinnuð stöð höll undir skoðanir repúblikana. Ef ég man rétt var einn nánasti samstarfsmaður Bush nýlega ráðinn þangað. Jú, það var Karl Rove, ekki beint heiðarlegasti maðurinn í bandaríska stjórnkerfinu hjá Bush.

Hvernig á heilvita maður að mæta í viðtal þarna? Getið þið ekki séð það fyrir ykkur?

Má ekki bjóða þér sæti herra Obama, logandi gasgrillið úr eldhúsinu er því miður eina lausa sætið!

Ertu hættur að berja konuna þína? Já eða nei! 


mbl.is Fox reynir að svæla Obama út úr greninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Alþingi þjófabæli?

Valgerður Bjarnadóttir hefur lagt fram frumvarp til að breyta hinum umdeilda eftirlaunafrumvarpi frá árinu 2003 sem meginþorri þjóðarinnar hefur í raun litið á sem þjófnað eða í versta falli siðlausa sjálftöku fjármuna.

Valgerður vill breyta lögunum gagnvart nýju yfirstéttarliði á vegum ríkisins en ekki er gert ráð fyrir því að draga til baka mistökin sem gerð voru fyrir tæpum fimm árum síðan og eru ennþá óleiðrétt! Skv. því stendur þessi sjálftaka flestra núverandi valdhafa um aldur og ævi með þeim rökum að nú séu þetta orðin áunnin réttindi sem bundin séu eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Einhver staðar hefði þetta bara verið kallað siðlaus þjófnaður, en þegar menn stela með lagasetningu og valdboði er það bara í lagi. Eftir höfðinu dansa limirnir. Svona málatilbúnaður og sjálftaka bætir ekki siðferði þjóðarinnar. Spillingin í íslensku þjóðlífi er orðinn svo augljós að hún er kominn í lögin okkar, áður fyrr dugði að gera svona hluti í kyrrþey.

Þeir þingmenn sem voru mótfallnir sjálftökunni gera ekkert sem máli skiptir og er siðferðilega rétt að gera vitandi þá staðreynd að meirihluta Alþingis verður ekki þokað í þessu máli. Þeir verða þannig að þola að vera kallaðir þjófsnautar í þessu samhengi. Það skammast sín enginn!

Ég skal svara spurningunni hér að ofan: Mín skoðun er sú að Alþingi sé þjófabæli! - Sú mí! 


Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt? (Upplýsingar óskast)

Við félagarnir ætlum að setja þetta lag á prógrammið okkar en vildum gjarnan fá upplýsingar um eitt eða tvo orð í textanum. Lagið heitir raunar Gamalt og gott (Gætum við fengið að heyra íslenskt - er upphaf viðlagsins sem allir þekkja).

Ég hef leitað að flytjandanum sem sagður er vera Danshljómsveit Hjalta Guðgeirs. Veit einhver hvaða hljómsveit þetta var? Leit í þjóðskrá eða garðinum (www.gardur.is) leiðir ekkert í ljós um neinn Hjalta Guðgeirsson.

Gaman væri að heyra í einhverjum sem lumar á vitneskju um þennan dularfulla flytjanda og getur upplýst okkur hvernig þetta skemmtilega lag kom til og hver er höfundur þess.


Talar ekki fyrir hönd meirihluta íslendinga

Maður er ekki fyrr búinn að skammast út í Sollu fyrir undirlægjuháttinn gagnvart stórveldunum en að hún bætir bara í vitleysuna sína.

Hún er ekki að tala fyrir munn þjóðarinnar í þessu máli.  Um það efast ég ekkert!

Ég hef átt farsæl viðskipti við Taivani og þeir hafa verið leiðandi í framförum og framleiðslu í Asíu. Mér sárnar illilega fyrir þeirra hönd og skammast mín fyrir að utanríkisráðherra skuli sína þeim þessa óvirðingu. Þeir hafa nefnilega verið jafn lengi sjálfstæðir og íslendingar sjálfir.

Ég skora á þingmenn að taka þetta mál upp á Alþingi við fyrsta hentugleika.


mbl.is Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin á kaf í herbrölt NATO

Það tók ekki langan tíma fyrir Sollu að umbreytast úr tiltölulega saklausri rauðsokku, femínista og borgarstjóra í NATO-sinnaðan stríðshauk sem þvælist um allar jarðir potandi niður þessum örfáu hermönnum sem frá Íslandi koma og eru kallaðir "friðargæsluliðar".

Á Íslandi berum við almennt ekki vopn. "Friðargæsluliðar" gera það hins vegar í fjarlægum löndum. Löndum þar sem við þekkjum ekkert til í og höfum ekki hugmynd um hvers vegna þeir geta ekki lifað í friði.  Þessir "friðargæsluliðar" hafa heimild til að nota vopnin ef í hart fer. Ég á erfitt með að skilja hvernig Solla meðtekur í einhverri undarlegri áhrifagirni og meðvirkni að við skiptum einhverju máli þarna. Okkar hermennska á þessum slóðum er undarlegt stórmennskubrjálæði.

Þetta hernaðar- og utanríkisbrölt kostar þjóðina einhverja milljarða og er bara til þess fallið að baka okkur óvild og ógagn meðal fólks sem annars væri hlutlaust í okkar garð í versta falli.

Ég hélt að íslendingar vissu nægilega mikið um múslima til að hafa vit á því að láta þetta fólk bara í friði og skipta sér ekki af því í þeirri von um að vera sjálf látin í friði. Ég óttast helst að þessi afskiptasemi (sem og stuðningur við Íraksstríðið sem ekki er búið að afneita af okkar hálfu) geti valdið því að einhverjum múslimum þyki tímabært að hefna sín á okkur með einhvers konar hryðjuverki.

Því fyrr sem við hættum þessum afskiptum því betra.


mbl.is Fer til Afganistan á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber enginn ábyrgð á því að trylla vanheilt barnið?

Mér sýnist að hér vanti upp á að málið sé tekið fyrir í heild sinni.

Vissulega er ekki deilt um að barnið hafi skellti hurðinni á kennarann. En það er urmul af spurningum ósvarað:

Mátti kennarinn vita að krakkinn var orðinn ærður af eineltinu með því að flýja inn í skáp? Bar honum ekki skylda til að fara varlega að barni sem hefur verið greint með Asperger heilkenni og er augljóslega vanhaldið andlega á þessari stundu? Ber skólinn enga ábyrgð á meðan nemandinn er þarna inni eða verða foreldrar að vera með þeim í skólanum? Hvernig er það hugsað að foreldrar geti borið ábyrgð á börnum sínum sem skilin eru eftir í umsjá kennara (sem hefur sérstök réttindi í kennslu- og uppeldisfræðum) og misþroskaða samnemenda sem oft og einatt leggja aðra í einelti?

Ef þessi dómur stenst fyrir hæstarétti sýnist mér að konan verði að sækja sinn rétt til foreldra þeirra barna sem stóðu að eineltinu vegna foreldraábyrgðar þeirra á eineltisvöldunum sem frumorsök slyssins. Ég hins vegar efast um að hún eigi afgang eftir 10 milljóna króna skaðabótagreiðslu til kennarans til að standa straum af frekari málaferlum.

Málsaðilar eiga allir samúð mína.


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband