Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fólk mærir Sgt. Peppers en nennir ekki að hlusta á hana

Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band var kannski meistarastykki að mati gagnrýnenda og margra annarra. Sem hörðum Bítlaaðdáanda finnst mér hún bara hreint ekkert það skemmtileg eða áheyrileg í heild sinni til að bera uppi heila tónleika. Þau eru bara svo ótal mörg önnur Bítlalögin sem ég myndi frekar greiða þessu hæfileikafólki pening til að hlusta á.

Sgt. Peppers var fyrst og fremst dæmi um framúrstefnulega tæknivinnu á þeim tíma og á köflum mjög frumlegar tónsmíðar.  Satt best að segja hef ég ekki hlustað á nokkurt lag af þessari plötu í mörg ár, nema helst ef vera kynni With a little help from my friends. Hún naut þess auk þess að koma út þegar aðdáun á Bítlunum var eitt risastórt móðursýkiskast og það hefði engu máli skipt hvaða rusl þeir hefðu sett fram á þessum tímapunkti, allt hefði selst í milljónavís hvort eð var.

Það þarf meira en frumlegar tónsmíðar og virtuoso spilamennsku til að fólk mæti á tónleika. Fólk vill hlusta á eitthvað sem hrífur það. Svo merkilegt sem það er að þá er það oft einföld spilamennska og jafnvel grófgerð sem fær fólk til að iða af tónlistarlegri ánægju. Ánægjuhrollur niður bakið kemur svo þegar hárrétta grúvið nær að hrista mann upp i hinu fullkomna jafnvægi.


mbl.is Íslendingar fúlsa við meistaraverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna stendur sig best ráðherranna - en betur má ef duga skal.

Jóhanna hefur lengi notið þess álits hjá mér að vera einhver heilsteyptasti stjórnmálaður síðustu áratuga, það álit hefur ekki breyst þó hún neyðist á köflum til að vera í vondum félagsskap og láta sér lynda ýmis spillingar- og græðgismál meðal sumra samstarfsmanna sinna.

Um leið og ég lýsi ánægju minni með það hvernig hún þokar sínum málum langar mig að benda henni á að  reyna að hafa áhrif á eftirfarandi:

  • Sjá til þess að eftirlaunalögin illræmdu verði leiðrétt. Þetta myndi gera ríkinu betur kleift að standa að því að öryrkjar og aldraðir fái nothæf einföld eftirlaun.
  • Láta athuga siðlausar ráðstafanir á eignum á varnarsvæðinu, sem ég tel vera einn af stærstu þjófnuðum Íslandssögunnar.
  • Fella niður verndartolla, vörugjöld, og önnur sérgjöld sem viðhalda stórkostlegu matarokri á íslensku þjóðinni. Það þýðir samhliða óhjákvæmilega og algjöra uppstokkun á íslenskum landbúnaði sem er ofurseldur styrkjavitleysu og fátækt í bland.
  • Hugleiða vandlega að ofangreind aðgerð geti forðað okkur frá þeirri smán að ganga í Evrópusambandið með tilheyrandi afsali á sögulega nýfengnu sjálfstæði. Ísland er betur sett með frjálsar hendur við að semja um viðskipti við ALLAR þjóðir heimsins. Gera Ísland að alþjóðlegri fjármála- og vörudreifingarmiðstöð.
  • Nota áhrif sín til að leiðrétta lög um stjórn fiskveiða og færa fiskveiðiauðlindina aftur til þjóðarinnar. Bjóða síðan út allan veiðikvóta.
  • Gera það sem þarf til að stöðva frekari þarflaus útjgöld til utanríkis- og varnarmála sem og fjáraustrið í umsókn um sæti í öryggisráði SÞ.
  • Losa ríkið undan þeirri margra milljarða áþján að reka þjóðkirkjuna. Innleiða þarf alvöru trúfrelsi. Það er löngu tímabært að trúmál verði í alvöru einkamál einstaklinga og frjálsra félaga án aðkomu samfélagsins.
  • Ríkið hætti einkaeinokun í eiturbyrlun í gegnum ÁTVR. Hvaða siðferði er að ríkið taki þátt í að drepa þegnana hægfara með tóbakssölu?
  • Endurskoða alla útgjaldaliði í sambandi við  lista- menningar- og íþróttamál og koma slíkum liðum fyrr og betur inn í skólakerfið og finna þannig hæfileikafólkið fyrr. Samhliða þessu má hætta að styrkja fólk sem ekki getur lifað á list sinni (og getur líkt og ég bara haft slík mál sem áhugamál). Með lækkandi ríkisútgjöldum til þessara liða má samhliða lækka skatta þannig að fólk velji sjálft hvaða dægurmál það vill styrkja.
Ég hefði sannarlega ekkert á móti því að geta tekið undir að tími Jóhönnu hafi komið fyrir alvöru.
mbl.is Tenging tryggingabóta við tekjur maka afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes verður eitthvað fátækari...

... og Stefán Ólafsson prófessor, kollegi hans, þarf líklega ekkert að rökræða það frekar við hann!
mbl.is Bótaskyldur vegna ævisögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er að verða gamall...

Gunni Antons birtist einu sinni sem oftar hjá mér á skrifstofunni. Settist niður og dæsti þungan.

"Ég held að ég sé að verða gamall!" sagði hann mæðulega.

"Af hverju heldurðu það?" spurði ég.

"Ég stóð fyrir utan bakaríið og horfði á gullfallega konu koma út úr búðinni með poka og hún var vel vaxinn, með fallegan þrýstinn rass, hvelfdan barm og andlitsfríð."  sagði Gunni.

"Þetta er nú ekki beinlínis ellimerki Gunni minn!" sagði ég uppörvandi.

"Jú" svaraði Gunni jafn mæðulega, "Ég var allan tímann að velta fyrir mér hvað hún væri með í pokanum!"


Aldrei hefði ég trúað því...

... gamla karlremban sem ég er, að ég ætti eftir að vera svona stoltur af íslenskum kvennabolta.

Til hamingju með árangurinn!


mbl.is Ísland vann Finnland 3:0 í leiknum um 7. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðandi Íslandsvinur flytur hér Fortunate son (John Fogerty)

Ég hef áður sett inn tilvísun á eðalrokkarann John Fogerty hér er lagið Fortunate son sem mér fannst ekki mikið varið í hér í denn en hefur unnið sig upp vinsældalistann hjá mér. Ég verð talsvert var við að þetta lag sé notað í kvikmyndum vestra og þá helst vegamyndum (Road movies).

Heiða vinkona mín fór ásamt öðrum að sjá kappann spila í Chicago í nóvember s.l. og þau voru stórhrifin af kraftinum í honum. 

Spilalistinn (set list) hjá John Fogerty breytist lítið á milli tónleika og þið getið séð hvernig hann hefur þróast á vefsíðu kappans www.johnfogerty.com

Það er skammt stórra högga á milli hjá bæjarstjóranum í Bolungarvík og ég held að John Fogerty sé jafn skotheldur og Eric Clapton. Nú vantar bara Eagles til að fylla mælinn hjá manni! 

 


mbl.is John Fogerty með tónleika á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vændi og hóruhús verði leyfð eins og aðrar atvinnugreinar

Vændi er sögð vera elsta atvinnugrein konunnar. Ef það er satt þá á þessi stétt mjög undir högg að sækja sökum þess hve stór hluti fólks lítur niður á þessa háttsemi.

Ég hef eins og margir aðrir farið að endurskoða ýmsa þá hluti sem samfélagið hefur reynt að innprenta mér frá barnæsku sem "góða" hluti og "vonda" hluti. Þjóðkirkjan, Biblían, Guð og Jesú voru t.d. góðir hlutir og manni uppálagt að fara með bænir og virða trúna og siðinn í landinu. Síðan hef ég komist að því að ekkert af þessu trúarbulli stenst nokkra skoðun í venjulegum samtíma.

Á sama hátt var vændi og hórarí ættað frá djöflinum. Samt hef ég komist að þeirri skoðun að líklega er ekkert annað starf í heiminum sem veitir viðskiptavinum jafn mikinn unað, útrás, heilbrigða hreyfingu og vellíðan. Nú orðið tel ég vændiskonuna vera næsta bæ við góða nuddkonu, þær ganga bara nær viðskiptavininum og veita honum fullnægju.

Satt að segja verð ég ekki var við annað en að það fólk sem er mest á móti vændi upp til hópa mannskapur sem kemur þetta mál ekki rassgat við sé allrar sanngirni gætt. Hvað er eðlilegra en að bjóða fólki upp á unaðsstundir fyrir sanngjarnt gjald?

Ég veit um fullt af störfum sem ég tel ógeðfelldari en vændi. Mér finnst til að mynda tilhugsun um að vinna við slátrun og verkun dýra, skurðlækningar, meinafræði, frágang á líkum til greftrunar og mörg ámóta störf miklu ógeðfelldari tilhugsunar en vændið.

Það sem réttlætir vændi fyrir mér er sú tilhugsun að margir fæðast með þá líkamlegu og andlegu eiginleika (eða ágalla) að eiga ekki kost á fullnægjandi kynlífi. Til þess liggja margar ástæður sem ég nenni ekki að telja upp. Þeir sem helst eru á móti vændi eru einmitt það fólk sem þarf ekki að kvarta í þeirri deild en þarf endilega að banna öðrum að njóta tilverunnar.

Mansal hefur gjarnan verið tengt vændi en það er bara hluti tilverunnar bara rétt eins og að bílar og umferð valda dauðaslysum. Mansal er stórlega ofmetið vandamál í heildarmynd vændis. Við getum fært sterkari rök fyrir því að banna umferð og bíla vegna þess hversu margir farast og slasast í umferðarslysum, það dettur þó engum í hug.

Ég er einn þeirra sem hvorki hef prófað vændi né talið mig þurfa á því að halda. Ég sé þó bara ekki hvernig það kemur mér við að banna öðru fólki að eiga viðskipti um þessa elstu atvinnugrein konunnar. Ef eitthvað væri ætti hún að vera lofuð og prísuð sem sú líknandi starfsemi sem hún er örugglega mörgum. Burt með tepruskapinn!


... nema kannski að koma nakinn fram!

Menn sem eru í sviðsljósinu gera oft hvað sem er til að vekja á sér athygli. Það er á góðri íslensku kallað PR-múf.

Það er hins vegar grátbroslegt að sjá menn draga fram sína verstu mannlegu galla til að vekja á sér athygli. Það er að koma með barnalegar, hrokafullar, yfirlætislegar og lesblindar niðrandi yfirlýsingar hvor um annan. Gerðu þeir gagnkvæmt samkomulag um að búa til fjölmiðladeilu í kynningarskyni?

"Ég myndi gera næstum hvað sem er fyrir frægðina... nema kannski að koma nakinn fram!"


mbl.is Bubbi og Biggi í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við íslendingar erum algjörir hálfvitar vegna þess að við...

...viðhöldum mesta matarokursverði á jarðarkringlunni með því að leggja verndartolla á matvörur frá útlöndum í þeim tilgangi að viðhalda fámennri bændastétt sem er hvort eð er að leggjast af fyrir fátæktar sakir.

...viðhöldum mesta vaxtaokri í heiminum vegna þess að við leyfum yfirbankastjóra Seðlabankans að dunda við að hefna sín á forstjóra Kaupþings.

...höldum úti ríkisrekinni videoleigu og tónlistarspilara undir nafninu RÚV. Þetta kostar þjóðina milljarða á ári hverju.

...höfum tapað fiskveiðiauðlind okkar í hendur örfárra manna sem síðan selja hana eða leigja öðrum. Hér tapast milljarðatekjur á hverju ári. 

...höldum úti risastórri utanríkis- og varnamálaþjónustu verandi næstum því eina þjóðin í heiminum sem hefur aldrei þurft á því að halda í raun og veru. Margir milljarðar fara í þessa vitleysu á ári hverju á tímum síma, fax, internets og fjarfundarbúnaðar.

...greiðum milljarða á milljarða ofan fyrir rekstur ríkisrekins trúfélags sem aldrei hefur getað sýnt margtilbeðinn yfirmann sinn. Á tímum raunhyggju væri aldrei hægt að sanna neitt af þessu trúarbulli fyrir íslenskum rétti ef á það reyndi.

... viðhöldum tollum og vörugjöldum sem virðast hafa þann eina tilgang að mismuna þegnunum og hjálpa til við að viðhalda stórkostlegu okri.

...kjósum yfir okkur þingmenn sem koma jafnvel nýafplánaðir dæmdir fyrir þjófnað, skjalafals, yfirhylmingu og brot í opinberu starfi.

...tökum erlent fé að láni í svo miklum mæli að við köllum það "íslenska efnahagsundrið" í framhaldinu.

...verjum líklega milljarði í það að reyna að vinna sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Til hvers? Til hvers? Til hvers?

...höldum alltof mörg að ESB aðild reddi skammtímavandamálum okkar eins og mamma sem kyssir á bágtið.

...verjum milljörðum í lista- íþrótta- og menningarstarfsemi sem við getum í nútímanum hæglega greitt úr eigin vösum. Þeir listamenn sem hafa "meikað það" á erlendri grund voru ekki á ríkisstyrkjum.

...lítum á grunnskóla sem geymslusvæði fyrir börn og unglinga frekar en menntastofnanir.

...borgum stjórnmálamönnum margföld eftirlaun í stað þess að láta öryrkja og aldraða fá nothæf einföld eftirlaun.

...erum með dómstóla sem dæma meintum fórnarlömbum kjaftháttar á bloggsíðum stórkostlegar bætur fremur en að bæta fólki stórkostlega líkamsskaða í árásar- og nauðgunarmálum.

(Þér er velkomið að bæta við þennan lista)


Sífellt fleiri ritskoða athugasemdir og loka fyrir þær

Ég verð í auknum mæli var við að menn loki fyrir athugasemdir og vilji fá að "samþykkja þær" áður en þær birtast.

Á því eina og hálfa ári sem ég hef skrifað fæ ég, eins og aðrir, andmæli við skoðanir mínar og jafnvel stundum dónaskap, hálfkæring og nærri meiðyrði. Allt hefur þetta fengið að standa. Skítlegar athugasemdir segja nefnilega meira um sendanda heldur en mig og ég get bara hreint ekkert ætlast til að fólk sé sammála mér eða skrifum mínum. Við erum heldur ekki öll með sama mælikvarða á það hvað telst kurteist, ósvífið og niðrandi. Maður á bara að gera og segja það sem maður er tilbúinn að taka á móti sjálfur, sem er einföld og góð siðfræði.

Ég læt það hins vegar fara orðið í taugarnar á mér að athugasemdir mínar séu aflokaðar eða þurrkaðar út og birtist ekki jafnvel blásaklausar. Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Jón Valur, Sóley Tómasdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson og fleiri eru dæmi um fólk sem hafa gert það. Þau þola enga stríðni og eru viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum. Samt er þetta fólk að vasast í pólitískum skrifum sem hafa þá grjóthörðu náttúru að kalla á öndverð sjónarmið. Hvað er þetta fólk að hugsa?

Stefán virðist reyndar í áráttu með að endursegja næstum allt sem birtist í Mogganum í endalausu vinsældakapphlaupi og er alveg gegnsær í því að halda fram skoðun sem hann heldur að eigi mestan hljómgrunn á hverjum tíma.

Það er því óhætt að ég segi að loki menn fyrir athugasemd frá mér eða "þurfi að samþykkja" mun ég ekki eyða tíma í að tjá mig á þeirra síðum. Ég nenni ekki að eltast við menn sem gera kröfur um eintómar "sammála"-athugasemdir á síðunum sem eiga þá að endurspegla hversu fullkomnir þeir eru sjálfir með skoðanir sínar.

Öllum þykir gott að eiga skoðanabræður en það víkkar ekki sjóndeildarhring nokkurs manns að loka eyrum og augum fyrir öndverðum skoðunum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 264864

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband