Jóhanna stendur sig best ráðherranna - en betur má ef duga skal.

Jóhanna hefur lengi notið þess álits hjá mér að vera einhver heilsteyptasti stjórnmálaður síðustu áratuga, það álit hefur ekki breyst þó hún neyðist á köflum til að vera í vondum félagsskap og láta sér lynda ýmis spillingar- og græðgismál meðal sumra samstarfsmanna sinna.

Um leið og ég lýsi ánægju minni með það hvernig hún þokar sínum málum langar mig að benda henni á að  reyna að hafa áhrif á eftirfarandi:

  • Sjá til þess að eftirlaunalögin illræmdu verði leiðrétt. Þetta myndi gera ríkinu betur kleift að standa að því að öryrkjar og aldraðir fái nothæf einföld eftirlaun.
  • Láta athuga siðlausar ráðstafanir á eignum á varnarsvæðinu, sem ég tel vera einn af stærstu þjófnuðum Íslandssögunnar.
  • Fella niður verndartolla, vörugjöld, og önnur sérgjöld sem viðhalda stórkostlegu matarokri á íslensku þjóðinni. Það þýðir samhliða óhjákvæmilega og algjöra uppstokkun á íslenskum landbúnaði sem er ofurseldur styrkjavitleysu og fátækt í bland.
  • Hugleiða vandlega að ofangreind aðgerð geti forðað okkur frá þeirri smán að ganga í Evrópusambandið með tilheyrandi afsali á sögulega nýfengnu sjálfstæði. Ísland er betur sett með frjálsar hendur við að semja um viðskipti við ALLAR þjóðir heimsins. Gera Ísland að alþjóðlegri fjármála- og vörudreifingarmiðstöð.
  • Nota áhrif sín til að leiðrétta lög um stjórn fiskveiða og færa fiskveiðiauðlindina aftur til þjóðarinnar. Bjóða síðan út allan veiðikvóta.
  • Gera það sem þarf til að stöðva frekari þarflaus útjgöld til utanríkis- og varnarmála sem og fjáraustrið í umsókn um sæti í öryggisráði SÞ.
  • Losa ríkið undan þeirri margra milljarða áþján að reka þjóðkirkjuna. Innleiða þarf alvöru trúfrelsi. Það er löngu tímabært að trúmál verði í alvöru einkamál einstaklinga og frjálsra félaga án aðkomu samfélagsins.
  • Ríkið hætti einkaeinokun í eiturbyrlun í gegnum ÁTVR. Hvaða siðferði er að ríkið taki þátt í að drepa þegnana hægfara með tóbakssölu?
  • Endurskoða alla útgjaldaliði í sambandi við  lista- menningar- og íþróttamál og koma slíkum liðum fyrr og betur inn í skólakerfið og finna þannig hæfileikafólkið fyrr. Samhliða þessu má hætta að styrkja fólk sem ekki getur lifað á list sinni (og getur líkt og ég bara haft slík mál sem áhugamál). Með lækkandi ríkisútgjöldum til þessara liða má samhliða lækka skatta þannig að fólk velji sjálft hvaða dægurmál það vill styrkja.
Ég hefði sannarlega ekkert á móti því að geta tekið undir að tími Jóhönnu hafi komið fyrir alvöru.
mbl.is Tenging tryggingabóta við tekjur maka afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það eru reyndar skiptar skoðanir um Jóhönnu.  Meðal annars: Að strika íbúðalán niður í 80% á einu bretti, án tillits til þess hvort fólk er að kaupa fyrstu íbúð eða hvar það kaupir eignina, er með afbrigðum heimskulegt.  Jóhanna er einmitt sú týpa að gera hlutina rangt og ætla svo að redda öllu eftirá, í stað þess að huxa aðeins fyrir fram og gera rétt í upphafi.

Sigurjón, 14.3.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Miðað við þá möguleika sem maður átti þegar ég keypti mína fyrstu íbúð er 80% himnasending í samanburði. 90-100% lán var eiginlega bara della. Íbúðalánasjóður er þrátt fyrir allt það eina sem sem býðst eftir að bankarnir hafa lokað fyrir lánveitingar til nýrra viðskiptavina eins og staðan er núna.

Jóhanna er ekki fullkominn, en ég tel hana alltaf reyna sitt besta og það heiðarlega í þessum málaflokki. Þú mátt ekki gleyma þvi að hún þarf að eiga við íhaldið um þessi mál.

Haukur Nikulásson, 14.3.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Sigurjón

90-100% er engin della þegar fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð.  Það hefur verið talað um að félaxmálapakkinn hafi farið halloka meðan frammararnir stjórnuðu honum, en getur einhver nefnt mér 3 mikilvæg atriði sem Jóka hefur breytt síðan hún tók við sem ráðherfa?

Sigurjón, 16.3.2008 kl. 20:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 264915

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband