Færsluflokkur: Sjónvarp

Glaður að fá að hafa þessa stöð áfram

Ég dreg enga dul á það að Skjárinn hefur sýnt það sjónvarpsefni sem mér er hvað mest að skapi undanfarin ár.

Ég lýsi því yfir sérstakri ánægju með að stöðin geti haldið áfram. 


mbl.is Flestir starfsmenn SkjásEins endurráðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Ernir ætti að slaufa þessu með slaufurnar sínar

Lengi vel hélt ég að Sigmundur Ernir væri íhugull og djúpvitur fréttamaður. Hann var svo ábúðarfullur við fréttalestur að maður fær ósjálfrátt á tilfinninguna að maðurinn hljóti að hafa samið allt sem hann les.

Hann gerir það ekki. Hann er hins vegar megin höfundur efnis í þætti sínum Mannamáli. 

Hann endar þessa þætti á því að úthluta svokallaðri slaufu til einhvers sem honum finnst skara fram úr. Ekki veit ég annað en að hann ráði því alveg sjálfur hverjum hann úthlutar slaufunni í hvert sinn.

Núna finnst mér að hann megi hætta þessu slaufuveseni. Hann er kominn á villigötur með þetta. Í kvöld er hann aðeins einn í viðbót sem lætur blekkjast af því að bílasalinn Hekla hf. sé rekið til að vinna sérstaklega gegn verðbólgu. Ég get upplýst Sigmund Erni um það að tilgangur Heklu hf. er að selja bíla til að græða peninga. Stundum eru fyrirtæki með blekkingar í kynningarskyni og ég hélt að flestir hefðu séð í gegnum það hvernig fyrirtækið blekkti forystu ASÍ og SA til að taka þátt í, sýnilega vel heppnuðu, PR-múvi þess.

Sigmundur Ernir sá hins vegar ekki í gegnum þetta og heldur greinilega að Hekla hf. sé einhvers konar baráttudeild Seðlabankans í verðbólgumálum. 


Katrín Jakobsdóttir er A L L S S T A Ð A R !

Annað hvort þarf ég að leita mér hjálpar eða sjónvarpsstöðvarnar! Það er sama á hvaða sjónvarpsstöð ég stilli, allsstaðar birtist Katrín Jakobsdóttir í einu eða öðru hlutverki.

RÚV föstudagskvöld - Útsvar - Katrín Jakobsdóttir í spurningakeppni.

ÍNN veftv - Katrín Jakobsdóttir með Illuga Gunnarssyni.

RÚV - Silfur Egils - Katrín Jakobsdóttir í pallborði.

Stöð 2 - Mannamál - Katrín Jakobsdóttir í bókmenntaumræðu.

Er kannski raunin sú að það er annað hvort offramboð á þessari geðþekku konu eða yfireftirspurn?

Mér skilst að konan sé þingmaður í fæðingarorlofi. Varaformaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og örugglega í gommu af nefndum. Hvenær fær barnið hennar sopann sinn?

(Ef þetta hefði verið Sóley Tómasdóttir léti ég leggja mig inn á notalega stofnun! Devil)


Boston Legal - Besti þátturinn þessa dagana!

Þetta er eini sjónvarpsþátturinn sem ég vil láta minna mig á að sé í sjónvarpinu.

William Shatner og James Spader fara á kostum í þessu "spinoffi" úr Practice, sem var miklu þyngri og dramatískari lögfræðisamsuða.

William Shatner var bara kafteinn Kirk úr Star Trek og hann hefur náð ótrúlegum endurnýjuðum starfsdögum sem úrvals gamanleikari og það á gamals aldri þegar menn gerast einatt bara geðvond gamalmenni. Fyrir örfáum árum var William Shatner bara í fréttum eftir lát konu sinnar og aumingjalegrar stöðu afdankaðs gamals og einhæfs sjónvarpsþáttaleikara.

James Spader breytti síðustu þáttunum í Practice í þá veru að létta yfirbragð þeirra og það var fljótlega ljóst að gera yrði annað hvort róttækar breytingar á Practice eða fara í það rétta að búa til afleggjara ("Spin-off") sem birtist okkur í Boston Legal. Shatner, sem Danny Crane, birtist líka í Practice undir það síðasta og þá var endanlega ljóst að þessir tveir þurftu miklu meira rými en sá þunglamalegi þáttur bauð upp á.

Handritshöfundarnir eru að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægir í þessari samsuðu. Án þessa óborganlega húmors væru þættirnir ekki neitt, það geta allir séð.

Á endanum verðum við öll leið á þessu og þetta gengur sitt skeið eins og annar vinsæll og gamansamur lögfræðiþáttur sem allir eru búnir að gleyma og hét... hmmm... hmmm... Ally McBeal


Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband