Sigmundur Ernir ætti að slaufa þessu með slaufurnar sínar

Lengi vel hélt ég að Sigmundur Ernir væri íhugull og djúpvitur fréttamaður. Hann var svo ábúðarfullur við fréttalestur að maður fær ósjálfrátt á tilfinninguna að maðurinn hljóti að hafa samið allt sem hann les.

Hann gerir það ekki. Hann er hins vegar megin höfundur efnis í þætti sínum Mannamáli. 

Hann endar þessa þætti á því að úthluta svokallaðri slaufu til einhvers sem honum finnst skara fram úr. Ekki veit ég annað en að hann ráði því alveg sjálfur hverjum hann úthlutar slaufunni í hvert sinn.

Núna finnst mér að hann megi hætta þessu slaufuveseni. Hann er kominn á villigötur með þetta. Í kvöld er hann aðeins einn í viðbót sem lætur blekkjast af því að bílasalinn Hekla hf. sé rekið til að vinna sérstaklega gegn verðbólgu. Ég get upplýst Sigmund Erni um það að tilgangur Heklu hf. er að selja bíla til að græða peninga. Stundum eru fyrirtæki með blekkingar í kynningarskyni og ég hélt að flestir hefðu séð í gegnum það hvernig fyrirtækið blekkti forystu ASÍ og SA til að taka þátt í, sýnilega vel heppnuðu, PR-múvi þess.

Sigmundur Ernir sá hins vegar ekki í gegnum þetta og heldur greinilega að Hekla hf. sé einhvers konar baráttudeild Seðlabankans í verðbólgumálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 - Hekla virðist mér hlaupa inn á sviðið og fá ódýra auglýsingu, en merkilegra hvernig olíusamráðsfélagið N1, með langa fáokunarsögu á baki sínu,  tekur aktívan þátt í leikritinu "Krónan er ekki alveg svona léleg" sem stjórnarleikhúsið setur á svið þessa dagana, með sammvinnu fjölmiðlakórsins.

Sérstaklega er framleg N1+kórsins eftirtektarvert, þar sem kórinn syngur viðlagið af krafti þegar N1 lækkar bensínið um smáræði, svona inn á milli þess sem þeir hækka það margfalt "vegna annarra aðstæðna".

ég er svo sem þakklátur að eitthvað sé gert til að bremsa krónuna, þó ekki sé nema slappir leikþættir, þar sem raðmorðingjarnir leika góðu karlana (við erum vön þessu frá Hollývúdd - vondir / góðir - flestir leikararnir geta leikið hvort heldur sem er), svona meðan ríkisstjórnin er of upptekin við að spara tíma með einkaþotuflugi, svo þeir hafi betri tíma í að gera ekkert

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband