Við íslendingar erum algjörir hálfvitar vegna þess að við...

...viðhöldum mesta matarokursverði á jarðarkringlunni með því að leggja verndartolla á matvörur frá útlöndum í þeim tilgangi að viðhalda fámennri bændastétt sem er hvort eð er að leggjast af fyrir fátæktar sakir.

...viðhöldum mesta vaxtaokri í heiminum vegna þess að við leyfum yfirbankastjóra Seðlabankans að dunda við að hefna sín á forstjóra Kaupþings.

...höldum úti ríkisrekinni videoleigu og tónlistarspilara undir nafninu RÚV. Þetta kostar þjóðina milljarða á ári hverju.

...höfum tapað fiskveiðiauðlind okkar í hendur örfárra manna sem síðan selja hana eða leigja öðrum. Hér tapast milljarðatekjur á hverju ári. 

...höldum úti risastórri utanríkis- og varnamálaþjónustu verandi næstum því eina þjóðin í heiminum sem hefur aldrei þurft á því að halda í raun og veru. Margir milljarðar fara í þessa vitleysu á ári hverju á tímum síma, fax, internets og fjarfundarbúnaðar.

...greiðum milljarða á milljarða ofan fyrir rekstur ríkisrekins trúfélags sem aldrei hefur getað sýnt margtilbeðinn yfirmann sinn. Á tímum raunhyggju væri aldrei hægt að sanna neitt af þessu trúarbulli fyrir íslenskum rétti ef á það reyndi.

... viðhöldum tollum og vörugjöldum sem virðast hafa þann eina tilgang að mismuna þegnunum og hjálpa til við að viðhalda stórkostlegu okri.

...kjósum yfir okkur þingmenn sem koma jafnvel nýafplánaðir dæmdir fyrir þjófnað, skjalafals, yfirhylmingu og brot í opinberu starfi.

...tökum erlent fé að láni í svo miklum mæli að við köllum það "íslenska efnahagsundrið" í framhaldinu.

...verjum líklega milljarði í það að reyna að vinna sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Til hvers? Til hvers? Til hvers?

...höldum alltof mörg að ESB aðild reddi skammtímavandamálum okkar eins og mamma sem kyssir á bágtið.

...verjum milljörðum í lista- íþrótta- og menningarstarfsemi sem við getum í nútímanum hæglega greitt úr eigin vösum. Þeir listamenn sem hafa "meikað það" á erlendri grund voru ekki á ríkisstyrkjum.

...lítum á grunnskóla sem geymslusvæði fyrir börn og unglinga frekar en menntastofnanir.

...borgum stjórnmálamönnum margföld eftirlaun í stað þess að láta öryrkja og aldraða fá nothæf einföld eftirlaun.

...erum með dómstóla sem dæma meintum fórnarlömbum kjaftháttar á bloggsíðum stórkostlegar bætur fremur en að bæta fólki stórkostlega líkamsskaða í árásar- og nauðgunarmálum.

(Þér er velkomið að bæta við þennan lista)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sé að þú ert hrærður af ættjarðarást og þjóðarstolti Haukur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er það, Þorsteinn, þó ótrúlegt megi virðast. Við erum best í heimi. Þetta er bara svolítill minnismiði á það hvað þarf að lagfæra hérna heima.

Haukur Nikulásson, 8.3.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ættjarðarvinur er sá er til ættjarðarvamms segir. Þú hefur lög að mæla.

Jón Agnar Ólason, 9.3.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það væri að bera i bakkafullan lækin að segja meira,en þetta er gott og mikið satt í þessu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.3.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get tekið undir flesta af því sem þarna kemur fram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Svartinaggur

Sammála málshefjanda. Aldrei of oft hnykkt á þessum hálfvitagangi sem viðgengst í það endalausa. En skítasker er landið ekki.

Svartinaggur, 10.3.2008 kl. 22:51

7 identicon

tollur á bensín er of hár! Bensínverð of hátt! Öll verð alment of há! Dómskerfið í rugli!

En ég elska enþá ísland og vill hvergi annarstaðar vera 

Haraldur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:48

8 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Maður er orðinn fjandi pirraður á mörgum hlutum hérna, sérstaklega dómkerfinu. Hvernig getur þeim dottið í hug að virðing dómstóla aukist þegar einkavinavæðing sjálfstæðisflokksins er í fullum gangi og þeir haga sér eins og fávitar í mörgum málum, sbr. bloggmálið og Hótel sögu málið?

Ísleifur Egill Hjaltason, 12.3.2008 kl. 09:58

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 264915

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband