Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Afneitun herforingjans vekur meira athygli mína

Það er í sjálfu sér ekki neitt nýtt að menn fremji einhver svona asnaprik fullir.

Það sem vekur hins vegar meira athygli mína, og um leið vissa depurð, er hin einarðlega afneitun herforingjans sem virðist vera gjörsamlega úr takti við veruleikann. Hann virkar á mig eins og hin siðlausa gerð  ljúgandi stjórnmálamanna.

Sorglegi hluturinn er sá að hann er líklega það hátt settur að geta haft áhrif á líf tuga eða hundruða þúsunda manna á örlagastundu með þessa dómgreind í farteskinu og hendur á massívum eyðingarmætti.


mbl.is Fullur á skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir og dónalegri Pop-Up gluggar bæði hjá Mbl. og Vísi

Ég er hundfúll út í þann dónaskap sem bæði Mbl. og Vísir sýna lesendum sínum.

Þessar síður eru pakkfullar af auglýsingum og auk þess eru þeir að troða þessum endalausa ófögnuði og óvelkomna áreyti inn á bloggsíður einstaklinga.

Nýjasta afrekið þeirra er að forsíðupoppararnir komast nú í gegnum einföldustu Pop-Up blokkara sem maður hefur haft uppi lengi til að losna við að þurfa sífellt að vera loka einhverju rusli úr andlitinu á sér. 

Þessi dónalega auglýsingamennska sem er eins og nauðgun er ekki ásættanleg og ég krefst þess að þessir miðlar láti venjulegar auglýsingar duga. Ef þeir vilja auglýsa geta þeir drullast til að gera það með einhverjum heiðarlegri hætti en að spama alla notendurna eins og argasta ruslpóstveita.

Er kannski gert ráð fyrir að við verðum að fara að kaupa okkur frá þessum ófögnuð líka eins og auglýsingunum á bloggsíðunum?

Ég óska eftir svari frá stjórnendum vefsins og það ræðst hreinlega af þessu svari þeirra hvort maður nennir að láta nauðga sér svona ítrekað með sömu hundleiðinlegu gluggunum. 


Þessi ekur með reisn

Það er reyndar gott að ökumaðurinn slasaði sig ekki. En mikið óskaplega held að manngreyið hljóti að skammast sín fyrir klaufaskapinn.

Skyldi hann hafa verið að tala í símann? Skyldi hann hafa verið að borða pulsu? Kveikti hann í rettu í stað þess að setja pallinn niður? Ýtti hann á vitlausan takka þegar hann ætlaði að setja þurrkurnar í gang? Skyldi hann hafa verið fjarverandi í meiraprófstímanum sem kenndi ökumönnum að setja pallhelvítið niður áður en farið væri út í umferðina?

Hér er mörgum spurningum ósvarað. En ef ég þekki fjölmiðla rétt verður maðurinn orðinn að hvunndagshetju með forsíðuviðtali í DV eða Séð og Heyrt áður en varir. 


mbl.is Keyrði pallinn af á göngubrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðirðu þér ekki maður!

Gunni Antons birtist hjár mér einn morguninn sem oftar. Hárið á honum var óvenju úfið og stóð stríið út í allar áttir.

Ég horfði á hann í andakt og spurði: "Hvað er þetta maður, greiðirðu þér ekki?!"

Hann leit upp eins og hann ætlaði að horfa á hárið á sér og svaraði:

"Jú jú, það er rok úti núna svo þetta er bara ný staðgreiðsla"


Eru bílastæði merkt fötluðum við flest eldri fjölbýlishús ólögleg?

Ómerkt og sameiginleg bílastæði við fjölbýlishús eru að verða takmörkuð auðlind. Ég bý t.d. í 8 hæða blokk og þar eru bílastæði nánast ófáanleg við húsið eftir kl. 18.00 á kvöldin. Ég kem yfirleitt seinna heim og verð þá einatt að leggja út í götunni.

Við húsið mitt eru tvö bílastæði sem merkt eru fötluðum (mjög oft ónotuð) og hef ég komist að því að þau eru ólögleg af þeirri einföldu ástæðu að kvaðir um þau eru ekki í eignaskiptasamningi íbúðar minnar og eru þar með ófrjáls eignaupptaka af mínum rétti til afnota á þessari sameign hússins.

Hvorki stjórn húsfélags né húsfundur getur samþykkt að taka frá bílastæði til þessara nota nema með því einu að allir þinglýstir eigendur samþykki það og staðfesti það sömuleiðis allir með nýjum eignaskiptasamningum sem eru þá þinglýstir með þessari kvöð á íbúðareigendur. Þetta kemur allt skýrt fram í lögum um fjöleignarhús (sjá 33. gr. og 35. gr.). Það er því eins gott að sá sem óskar eftir því að láta draga bíl af slíku stæði sé viss um að hann sé ekki að brjóta á viðkomandi bíleiganda og ganga á löglegan notkunarrétt hans á slíku stæði. Sá sami gæti því þurft að borga allan slíkan kostnað sjálfur úr eigin vasa.

Ef þú býrð í fjölbýlishúsi og þessar kvaðir eru ekki í þínum eignaskiptasamningi þarftu ekki að virða merkingu á þessum bílastæðum. Þau eru jafn ólögleg og það að hússtjórnin ætli þér að greiða í sjóð til að fæða hungraða í Súdan þó þeir þurfi nauðsynlega á því að halda. Þörf fatlaðra fyrir bílastæði er ekki á ábyrgð almennra íbúa fjölbýlishúsa nema svo sé skipað með löglegum hætti og að þú vitir það áður en þú kaupir eignina.

Hér eru bara almenn skynsemi á ferð. Ef Öryrkjabandalagið keypti t.d. 20 íbúðir í húsinu ættu þeir þá allir rétt á merktu bílastæði fyrir fatlaða? Auðvitað ekki. Löggjafinn hefur gert ráð fyrir þessu í lögunum þó ég hafi sterkan grun um að hússtjórnir og húsfélög hafi í of mörgum tilfellum ráðstafað eignahlutum (bílastæðum) sem þau hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir. Í einhverjum tilvikum hef ég séð merkt bílastæði fyrir húsvörð og grunar mig að þau séu flest ólögleg með sama hætti.

Vinsamlegast ruglið þessu máli ekki við reglur um aðgengi fatlaðra og merkt bílastæði við opinberar byggingar og verslanir, þar ræður önnur löggjöf og ekki síst að einkaeigendur slíkra bílastæða ráða því alveg sjálfir hvernig þessum málum háttar þar.


Við gætum gert það líka fyrir glæpi gegn mannkyninu!

Það er einhvern veginn svo að sigurvegarar í stríði fá alltaf veglegri sess í sögunni en þeir sem tapa. Hér skiptir engu hvort þeir hafi verið vægari eða grimmari en andstæðingurinn.

Ég leyfi mér að fullyrða að þær hörmungar sem Bush leiddi yfir Íraka eru margfalt, margfalt meiri en Saddam Hussein var nokkurn tíma sekur um eða hefði orðið sekur um þótt slæmur væri. Það var mál Íraka sjálfra að losna við hann en ekki Bush. Þið megið spyrja ykkur sjálf þess hvort íslendingar myndu sætta sig við svona afskipti af innanríkismálum okkar.

Bush fer óhjákvæmilega í ruslatunnu sögunnar fyrir glæpi sína gegn mannkyninu rétt eins og Hitler, Stalín og fleiri sem eru sekir um þjóðarmorð. Írak á langt í land með að ná sér upp úr þeirri vargöld sem þar ríkir og við gerum sjálfir ekkert í því að leiðrétta eigin mistök með stuðningnum við þetta mesta óhæfuverk þessarar aldar.


mbl.is Gefa út handtökuskipun á Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush styður alla sem eru á móti Chavez og Castro

Einfeldni Bush er ekki lengur sniðug. Hann vinnur sérstaklega í því að allir þurfi að taka afstöðu með eða á móti öllum, ekkert er hlutlaust. Hann hefur skoðanir á öllu og tekur afstöðu til allra hluta hvort sem eitthvert vit er í því eða ekki. Allt hjá þessum manni er málað svart eða hvítt.

Mikið hlakka ég til að sjá einhvern annan nýjan leiðtoga hins frjálsa heims eftir næstu forsetakosningar. Bush er eiginlega svo slæmur að það er óhugsandi að ímynda sér að Obama, Clinton eða McCain geti orðið verri en þessi ólukkans forseti sem nú situr.

(Aukreitis finnst mér að blaðamenn Mbl. megi halda sig við þá almennu venju að öldungadeild Bandaríkjaþings verði áfram kölluð öldungadeildin eins og flestir þekkja hana en ekki öldungaráðið.)


mbl.is Bush styður forseta Kólumbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er eitthvað svo innilega EKKI hissa á því!

Clapton is God! var einu sinni frægt veggjakrot í gamla daga. Það er greinilegt að ennþá taka margir þessa staðhæfingu mjög alvarlega og það meira að segja hér á Íslandi.

Hér er smá dæmi um það sem miðaeigendur eiga í vændum á tónleikunum (Nei ég er ekki að auglýsa og hef engan hag af þessu Smile)
 


mbl.is Miðar á Clapton að seljast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennið Sóleyju prósentureikning

Ég er sammála því að refsingar vegna brota af þessu tagi eru til skammar.

Ég hef ekki haft mikið álit á Sóleyju Tómasdóttur og hennar málflutningi en ég skal deila með henni andúð á útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Sem ritari stjórnmálaflokks er hún hins vegar grátlega illa að sér í prósentureikningi sbr. þessa klausu í bloggfærslu hjá sér. Þar sem hún gefur ekki kost á athugasemdum þarf að koma þessu óbeint til hennar. Þar sem málflutningur hennar gengur út á hátt hlutfall þarf hún að gæta betur að sér, því hér verður henni á að tífalda hlutina.

Sóley segir:  

"Á Íslandi eru líkurnar á stríði og hryðjuverkum hverfandi. Árið 2005* komu 283 konur í Kvennaathvarfið. Þessar 283 konur eru bara þær konur sem ekki hafa átt í önnur hús að venda þegar ástandið vegna ofbeldis af hálfu maka var orðið óbærilegt. Þessar 283 konur eru næstum 1% þjóðarinnar og 2% lifandi kvenna.

Ég velti því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé með á nótunum þegar svo stórt hlutfall þjóðarinnar býr við stöðuga ógn um ofbeldi af hálfu maka. Getur verið að öryggis- og varnarmál væru skilgreind með öðrum hætti ef konur hefðu greiðari aðgang að hinu þrískipta ríkisvaldi okkar Íslendinga?"

Hér er um að ræða nálega 1 promille sem er þá einn þúsundasti í stað einn hundraðasti. Stjórnmálamaður sem ætlar sér að starfa við að útdeila fé almennings mætti hafa stærðfræðina aðeins betur á hreinu. 


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

While my guitar gently weeps

Jeff Healey var mjög sérstakur flytjandi og á varð heimsfrægur fyrir þetta cover af lagi Bítlanna. Það þarf meira en góðan flutning til að slá við George Harrisson (höfundi lagsins) og gítargoðinu Eric Clapton en Healey fór létt með það eins og heyra má hér. 


mbl.is Jeff Healey látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 264915

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband