Kennið Sóleyju prósentureikning

Ég er sammála því að refsingar vegna brota af þessu tagi eru til skammar.

Ég hef ekki haft mikið álit á Sóleyju Tómasdóttur og hennar málflutningi en ég skal deila með henni andúð á útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Sem ritari stjórnmálaflokks er hún hins vegar grátlega illa að sér í prósentureikningi sbr. þessa klausu í bloggfærslu hjá sér. Þar sem hún gefur ekki kost á athugasemdum þarf að koma þessu óbeint til hennar. Þar sem málflutningur hennar gengur út á hátt hlutfall þarf hún að gæta betur að sér, því hér verður henni á að tífalda hlutina.

Sóley segir:  

"Á Íslandi eru líkurnar á stríði og hryðjuverkum hverfandi. Árið 2005* komu 283 konur í Kvennaathvarfið. Þessar 283 konur eru bara þær konur sem ekki hafa átt í önnur hús að venda þegar ástandið vegna ofbeldis af hálfu maka var orðið óbærilegt. Þessar 283 konur eru næstum 1% þjóðarinnar og 2% lifandi kvenna.

Ég velti því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé með á nótunum þegar svo stórt hlutfall þjóðarinnar býr við stöðuga ógn um ofbeldi af hálfu maka. Getur verið að öryggis- og varnarmál væru skilgreind með öðrum hætti ef konur hefðu greiðari aðgang að hinu þrískipta ríkisvaldi okkar Íslendinga?"

Hér er um að ræða nálega 1 promille sem er þá einn þúsundasti í stað einn hundraðasti. Stjórnmálamaður sem ætlar sér að starfa við að útdeila fé almennings mætti hafa stærðfræðina aðeins betur á hreinu. 


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Afi minn sagði einhverntíman að hjá kommúnistum helgaði tilgengurinn meðalið, hann var að tala um Alþýðubandalagið.  Mér finnst gæta þess enn þann dag í dag hjá þeim sumum, alls ekki öllum, en þeir eru til innan raða Vinstri grænna sem vilja heldur hafa það sem hljómar betur í þeirra eyrum, en að hafa sannleikann að leiðarljósi.  Synd, því að mörgu leyti eiga þeir erindi í stjórnmálaumræðuna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég held, Cesil, að Sóleyju hafi orðið á mistök frekar en að hún sé viljandi að skreyta umræðuna sína. Við getum öll dottið í svona mistök, en þau eru vönd ef þeim er ætlað að vera grunnur umræðunnar.

Haukur Nikulásson, 4.3.2008 kl. 10:08

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband