Er Alþingi þjófabæli?

Valgerður Bjarnadóttir hefur lagt fram frumvarp til að breyta hinum umdeilda eftirlaunafrumvarpi frá árinu 2003 sem meginþorri þjóðarinnar hefur í raun litið á sem þjófnað eða í versta falli siðlausa sjálftöku fjármuna.

Valgerður vill breyta lögunum gagnvart nýju yfirstéttarliði á vegum ríkisins en ekki er gert ráð fyrir því að draga til baka mistökin sem gerð voru fyrir tæpum fimm árum síðan og eru ennþá óleiðrétt! Skv. því stendur þessi sjálftaka flestra núverandi valdhafa um aldur og ævi með þeim rökum að nú séu þetta orðin áunnin réttindi sem bundin séu eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Einhver staðar hefði þetta bara verið kallað siðlaus þjófnaður, en þegar menn stela með lagasetningu og valdboði er það bara í lagi. Eftir höfðinu dansa limirnir. Svona málatilbúnaður og sjálftaka bætir ekki siðferði þjóðarinnar. Spillingin í íslensku þjóðlífi er orðinn svo augljós að hún er kominn í lögin okkar, áður fyrr dugði að gera svona hluti í kyrrþey.

Þeir þingmenn sem voru mótfallnir sjálftökunni gera ekkert sem máli skiptir og er siðferðilega rétt að gera vitandi þá staðreynd að meirihluta Alþingis verður ekki þokað í þessu máli. Þeir verða þannig að þola að vera kallaðir þjófsnautar í þessu samhengi. Það skammast sín enginn!

Ég skal svara spurningunni hér að ofan: Mín skoðun er sú að Alþingi sé þjófabæli! - Sú mí! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mikið til í þessu, en þjóðin fellur alltaf kylliflöt fyrir tungufossum Alþingis þegar nálgast kosningar.

Annars skipta kosningar ekki orðið neinu máli, eftir nýjasta útspilið með stöður aðstoðarmanna, þeir eru búnir að tryggja sér æviráðningar á þingi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.3.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það má alveg bæta því hér inn hafi einhver gleymt því: Alþingi setti í lög að greiða rekstrarkostnað þingflokka í samræmi við þingmannafjölda. Þetta þýðir náttúrulega að núverandi þingmenn eru ekki bara á launum við að tryggja sig þarna til sóðalegra eftirlauna heldur er verið að greiða fyrir þá kosningareikninginn líka... með öðrum þjófnaðarlögum.

Haukur Nikulásson, 16.3.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Maður furðar sig á þessu máli. Hvað ætli þingmenn greiði stóran hluta launa sinna í lífeyrissjóð?

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2008 kl. 21:57

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband