Við hin eigum að skammast okkar fyrir skapleysið

Margir eru fullir vandlætingar yfir því að þessi skríll sé með ólæti við þinghúsið og ráðherrabústaðinn. Ég skal sjálfur játa að hafa ekki mætt á mótmælafundi og skammast mín fyrir það. Ég hins vegar styð málstaðinn heilshugar eins og ég tel að þorri þjóðarinnar geri það óhikað þó við drullumst ekki til að mæta á staðinn og mótmæla eins og fólk með skap og skoðun.

Mótmælin undanfarið eru smámál miðað við tilefnið sem er líklega stærsta einstaka skemmdarverk Íslandssögunnar. Byltingar hafa verið framkvæmdar af minna tilefni í sögunni.


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég þér hjartanlega sammála. Það er sorglegt með sögu Íslands að í raun hafa þeir sem hér stjórna aldrei þurft að óttast það að fólkinu í landinu hreinlega ofbjóði ástandið og steypi þeim af stóli.

Ég mætti því miður ekki í morgun. Hef ekki notið þeirrar lukku að missa vinnuna enn sem komið er og þar af leiðandi er ég enn fastur í þeim tímafjötrum.

Síðan er kominn tími á að fólk átti sig á því að ekkert er neikvætt við orðið skríll. Í raun þýðir skríll það sama og lýður, og þessvegna getum við alveg kallað lýðræði skrílræði.

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Játvarður

Er svo innilega sammála. Enda eru ungt fólk og háskólanemar

hvar sem er í heiminum, hið hreyfandi pólitíska afl. Skarpt og

ástríðufullt fólk sem enn er tilbúið að berjast fyrir hugsjónum. Við sem

heima sitjum mættum skammast til að standa upp frá sjónvarpinu

og tölvunni.

Játvarður, 9.12.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur öllum.  Við verðum að standa saman um að sýna þessu liði að við ERUM þjóðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Sylvía

flott hjá mótmælendum

Sylvía , 9.12.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Diesel

sammála þér

Diesel, 9.12.2008 kl. 14:25

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála Haukur

Óskar Þorkelsson, 9.12.2008 kl. 17:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband