Fjárhagsgat Íslands svo stórt að við förum tvisvar í röð á hausinn?

Ég velti því alvarlega fyrir mér að fjárhagsstaða Íslands sé í raun svo slæm að við munum ekki bara horfa upp á eitt gjaldþrot heldur tvö þegar á reynir.

Lán frá IMF og fleirum muni ekki duga til að gera upp krónu- og jöklabréfin sem hljóta að þurfa að komast "heim" aftur í formi gjaldeyris. Ef þetta væri ekki raunin væri að sjálfsögðu ekki þörf á 18% stýrivöxtum eða hvað? Það sé jafnvel ljóst í dag að seinna gjaldþrot þjóðarinnar sé ekki langt undan. Hver vill taka að sér að sannfæra mig um annað?

Örvæntingin sem skín úr öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er að verða þjóðinni nokkuð augljós. Hún ræður ekki við neitt en manni finnst orðið skrýtið að hún skuli enn sitja með allt niður um sig. Það er líka orðið flestum ljóst að það sé að styttast í veru þeirra í ríkisstjórn. Til viðbótar því að verkefnin eru bara leiðindi á leiðindi ofan geta þau sem best hætt áður en nokkrar breytingar verða á eftirlaunalögunum og farið bara á feitan lífeyri og fylgst með öðrum reyna að bjarga þjóðinni.


mbl.is Tvöfaldur gjaldeyrismarkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband