Verður heiti Sjálfstæðisflokksins bara bölvuð lygi?

Nú er það síðasta sem var jákvætt við Sjálfstæðisflokkinn að gufa upp og það var að vernda sjálfstæði þessa lands og falið í heiti hans. Það tók hvorki meira né minna en 682 ár (1262-1944) að endurheimta það að fullu. Sjálfstæðisflokknum ber skylda til að skipta um heiti ef þeir vilja ganga í ESB, það hlýtur að vera hægt að ætlast til að heiti flokks sé ekki bölvuð lygi.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera. Fyrrverandi formaður hans (sem samt er ennþá yfirformaður) heldur flokknum í heljargreipum og sleppir hvergi takinu. Geir Haarde hefur aldrei verið neitt nema að nafninu til og er að vakna upp við að uppgötva þá staðreynd fyrst núna. Það er bara of seint fyrir hann að ætla sína manndóm þegar búið er að sólunda öllu í vitleysu. Hann á að leita sér að öðru starfi sem hæfir honum. Hann er bara ekki leiðtogi, það sjá allir sem það vilja.

Nú vantar nýjan jafnaðarmannaflokk þeirra sem vilja standa utan ESB. Þetta verður aðalmál næstu kosninga. 


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er ekki líka skrítið að einhver sundurlausasta hjörð sem um getur skuli heita Samfylking.

Þorvaldur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Og hvar sækir þessi Framsókn fram? mér er slétt sama hvernig grænir menn eru hvort það er hægri eða vinstri.

Ekkert ESB kjaftæði, hendum krónunni (DO má fylgja með) og tökum bara upp Dollar strax (helst í gær fyrir hádegi).

Samfylkingin fylkir sér um sundrungina það er það eina sem hún fylkir sér saman um.

Sverrir Einarsson, 6.12.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já við höfum nefnilega staðið okkur svo vel í sjálfstæðisbrölti okkar ... 

Óskar Þorkelsson, 6.12.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Samfylking er sundurlaus, Sjálfstæðismenn virðast vilja afsala okkur sjálfstæði, Framsókn er í húrrandi bakkgír, Frjálslyndir virðast alls ekki svo frjálslyndir og Vinstri grænir eru alls ekki grænir heldur rauðir.

Meira að segja óháðir eru annaðhvort í Samfylkingunni eða Íslandshreyfingunni - sem einmitt hreyfist lítið.

Býð mig hér með fram til einræðisherra. Lofa að segja almenningi stundum satt.

Ingvar Valgeirsson, 6.12.2008 kl. 17:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264956

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband