Lagalega áhættan af Icesave

Það er sérstök ástæða fyrir því að Stjórnarskráin eru æðstu lög þessa lands, sem og margra annarra. Þetta eru grunnreglur samfélagsins og meðal annars er þeim ætlað að tryggja mannréttindi og að hafa heimil á því að misvitur stjórnvöld og þing hvers tíma haldi sig innan þeirra marka að ganga ekki með þjösnaskap og valdníðslu yfir þegnana.

Lög nr. 125/2008 („Neyðarlögin“) brjóta að margra mati í bága við Stjórnarskrána. Að mínu mati að minnsta kosti gegn 65. grein um jafnræði og 72. grein um eignarrétt. Það er ekkert eðlilegt við það að ríkisstjórn og Alþingi setji lög sem hafa þann tilgang að stela eignum einkafyrirtækja með kennitöluflakki. Ég tel þess vegna að lagasetning neyðarlaganna mun ekki standast alvöru áhlaup fyrir alvöru dómstólum.

Þá komum við að þeim áhættuþætti sem samþykkt nýs Icesave samnings ber með sér: Ef neyðarlögin verða líka felld fyrir dómi þýðir það að ríkið hefur ekki lengur yfirráð yfir eignum gamla Landsbankans að neinu leyti. Þá situr þjóðin uppi með 700 milljarða af Icesave skuldbindingu án þess að hafa nokkrar eignir á móti henni. Vill ríkisstjórn og Alþingi í alvöru taka þessa áhættu?

Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að halda áfram að vera í áskrift að langvarandi dómgreindarleysi stjórnvalda og Alþingis.

Ég tel að Alþingi eigi ekki að samþykkja nýja Icesave ábyrgð. Þótt samkomulagið sé vissulega einhverjum hundruðum milljarða betri díll en sá gamli stendur eftir aðalatriðið fyrir íslenska þjóð: Það á ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja sem við stofnuðum ekki til.


Sjálfstæðisbaráttan heldur áfram á stjórnlagaþingi

Ég er einn frambjóðenda til stjórnlagaþings - undir númerinu 8518 (skrifið það í lófann og hættið að þvo ykkur um hendurnar!).

Ég hef sterka skoðun á því að hópur ESB sinna ætlar að nota stjórnlagaþingið til að tryggja auðveldari aðild að Evrópusambandinu. Í framboði er fólk sem hefur tekjur sínar af því að koma Íslandi undir þessu erlendu yfirráð. Það er skrýtinn tilhugsun að fólk sé að sækjast eftir því að komast á stjórnlagaþing til að gera íslensku stjórnarskrána að marklausum fylgiseðli við stjórnarskrá Evrópusambandsins.

Ég er andvígur ESB aðild og tel það skyldu mína að sjá til þess að hún verði ekki framkvæmd nema í almennri sátt um málið. Þar sem þetta mál er stærra en svo að naumur meirihluti áhrifagjarnra kjósenda geti tekið af okkur fullveldi mun ég leggja til að stærri ákvarðanir verði bundnar við 3/4 hluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mér þykir eiginlega leitt að skynja að stjálfstæðisbarátta okkar skuli hafa færst inn á þennan vettvang og verða trúlega stærsta einstaka málið þegar á reynir.


Hvað þurfa þessir kappar að gera áður en þeir eru handteknir?

Aumingjagangur yfirvalda í kjölfar hrunsins er skiljanlegur. Stjórnvöld framleiddu "auðmenn" úr hópi einkavina sinna og hafa því aldrei getað beitt sér að nokkru einasta viti að því að upplýsa þá efnahagsfölsun sem átt hefur sér stað síðustu ár.

Vandamálið er nefnilega að þeir sem eru sekastir allra sleppa. Það eru Davíð og Halldór, mennirnir sem skópu jarðveginn og völdu persónulega þá einkavini sem fengu bankana og ríkisfyrirtækin. Þeir sleppa endalaust í skjóli þeirra "vina" sinna á Alþingi sem ennþá stjórna. Það er algjört ráðleysi í stjórnkerfinu í bland við ákvarðanafælni og blindu á raunverulega stöðu mála. Núverandi staða mála ríkisins er nefnilega gjaldþrot eftir atlögu þessara manna.

Ég er farinn að halda að liðið á þinginu hreinlega trúi því ekki ennþá hversu spilltir þessir kappar voru. Það sé eiginlega nákvæmlega sama hvað gögn og sannleikur komi upp á borðið, ekki skal hróflað við neinum.

Ég tel að alltof margir séu sekir um stórfellda efnahagsglæpi og þar með landráð gegn almenningi og ríkinu.

 


mbl.is FME rannsakar allsherjar markaðsmisnotkun banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svona þvættingur boðlegur?

Útgjöld til sendiráða er sama tímaskekkjan og útgjöld til þjóðkirkjunnar. Það er ótrúlegt að ekki skuli vera hróflað við þessu bulli í rekstri íslensks samfélags.

Hversu kyrfilega þarf þessi þjóð að fara á rassgatið áður en gripið er til einhverra vitlegra aðgerða í útgjöldum samfélagsins.

Þeir sem trúa á Guð, Jesús og Biblíuna geta gert það í fullkomnum friði án þess að það þurfi að naga það úr minnkandi sjóðum samfélagsins. Prestar, sem eru á tvisvar sinnum hærri launum en t.d. lögreglumenn, gera ekkert nema að fá borgað fyrir það aukalega. Þú færð ekki giftingu, fermingu, jarðarför eða skírn inn í laununum þeirra. Slík viðvik eru rukkuð sérstaklega.

Sendiráð hafa ekki lengur sama gildi og áður vegna betri samskiptatækni. Íslendingum væri í lófa lagið að selja öll sendiráð erlendis og kalla allt starfslið heim. Það væri meira en nægilegt að leigja pláss hjá sendiráðum hinna norðurlandanna fyrir einn starfsmann í mesta lagi.

Urður Gunnarsdóttir má alveg vita það að réttlætingin sem hún býður upp á skv. þessari frétt er argasta bull!


mbl.is Sendiráð upp á 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Still going strong!

Við félagarnir nutum þess heiðurs að spila á eftir þessum höfðingja í afmælisveislu fyrir nokkrum vikum. Nafntogaðra upphitunarnúmer fæst ekki á Íslandi.

Hálft í hvoru átti ég von á að aldurinn væri farinn að segja til sín hjá honum í söngnum. En það var sko öðru nær. Einn á píanóinu stóð hann sig afburða vel, hélt tóninum óaðfinnanlega og fór með sitt prógram þannig að allir hrifust með. Þetta var svo sannarlega maðurinn sem kunni til verka, fékk fólkið með sér og átti salinn. Það fylgdi því viss beygur að þurfa síðan að spila á eftir honum.

Indjánahöfðinginn "Hangandi hönd" hefur fylgt manni frá því maður byrjaði fyrst að hlusta á tónlist í sunnudagsþáttum Svavars Gests upp úr 1960 og var þar samtíða Ómari Ragnarssyni sem var þar líka með sínar óborganlegu gamanvísur. Þeir voru stjörnurnar þá... og eru enn!

Bestu óskir með daginn!

 


mbl.is Raggi Bjarna með veislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og eitt kjördæmi... og eitt stjórnsýslustig... og svo framvegis!

Þessi tillaga er í ætt við það sem maður vonar að verði raunin. Það er að tekið verði ærlega til hendinni við að koma Íslandi á viðunandi plan í sambandi við opinbera stjórnsýslu og kostnað við hana.

Útgjöld til opinberra mála var fyrir löngu komin út í tóma vitleysu og það þarf að taka dægur- og dekurmálin og fleygja þeim út.

Þjóðin þarf að koma sér í auknum mæli í alvöru verðmætasköpun og hún felst ekki í því að halda úti allt of bólginni stjórnsýslu.


mbl.is Ísland eitt skattumdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gjöfin bein afurð af höfundarmáli Joe Satriani á hendur þeim?

Mér finnst líða grunsamlega stuttur tími frá því að sættir náðust í höfundarréttarmáli því sem Joe Satriani hetjugítaristi höfðaði gegn Coldplay vegna meints lagsstuldar, að þessari höfðinglegu "gjöf" þeirra síðarnefndu til góðgerðarsamtaka.

Að mér læðist sá grunur að þetta hafi verið "sáttin" sem Joe Satriani bauð upp á.

Samsæri... slammsæri...


mbl.is Coldplay gefur milljón pund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn sendiboðinn tekinn úr snörunni - Gott!

Svei mér þá ef Skúli Eggert hafi ekki bara vaxið í áliti hjá mér sem var svo sem ágætt fyrir. Það eru ekki margir opinberir embættismenn sem kunna að biðja fólk afsökunar. Öll eigum við rétt á gera mistök og þess vegna er mjög gott að geta beðist afsökunar.

Ég gleðst líka fyrir hönd Jóns Jósefs að þurfa ekki að hanga í snörunni með þetta mál. Hann er að vinna þarft verk því vöndlarnir sem auðmennirnir eru búnir að vinda upp eru mjög flóknir að rekja til baka.

Vonandi fara menn að taka upp handjárnin fyrir þá sem raunverulega eiga þau skilið og ekki mikið seinna en strax. Ég hef þó enga trú á því að það verði gert í tíð þessarar ríkisstjórnar. Vinsamlegast afsannið mig í því efni sem fyrst! 


mbl.is Ríkisskattstjóri biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafiði heyrt þetta áður? - TOLD YOU SO!

Ég nenni ekki langri færslu á Borgarahreyfingu svo langt er um liðið síðan ég afskrifaði að það kæmi nokkuð af viti út úr þessari hreyfingu.

Það hlýtur að fara stórkostlegur bjánahrollur um þá sem eftir sitja af hreyfingunni. Þá sem lögðu á sig mikla vinnu og horfa upp síðan upp á alla þingmennina segja sig úr liðinu en ætla samt að sitja á þingi sem fastast algerlega umboðslausir með öllu og hirða góð laun og bitlinga.

Daginn fyrir síðustu kosningar (24.4. 2008 2009) skrifaði ég þetta:

"Ég mun því líklega drattast á morgun til að kjósa Borgarahreyfinguna þó ég hafi í raun megnustu óbeit af því að kjósa fólk á þing sem lítur á sig sem einnota stjórnmálamenn."

Með öðrum orðum: Told you so!


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Magma leppað skúffufyrirtæki þeirra auðmanna sem ennþá ganga lausir?

Það virðist vera alveg sama hvar borið er niður í samfélaginu og stjórn þess. Auðmennirnir ganga allir lausir og nú gruna marga að skúffufyrirtækið Magma sé leppuð eign íslensku fjársóðanna sem settu þetta samfélag allt  á hausinn.

Þetta er trúlega bara byrjunin á því að íslendingar eru að missa tökin á eigin auðlindum.

Þetta er enn einn sorgardagurinn á þessum síðustu og verstu tímum. Og ég býst við fleiri slíkum, þannig blasir uppgjöfin við manni þessa daga.


mbl.is Sala í HS Orku samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hverja er Guðlaugur að beita sér núna?

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki staðið sig svo vel í að verja hagsmuni hins almenna íslendings að maður hlýtur að spyrja sig að því fyrir hverja hann er að vinna núna?

Ég hef ekki orðið var við að þingmaðurinn sé í krossferð fyrir hina snauðari landsmenn í vandræðum. Þeir sem áttu fé í Landsbankanum í Luxembourg voru varla að geyma þar sínar fátæklegu krónur eða hvað?


mbl.is Vill fund um Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helgason þolir engin andmæli á Eyjunni - fleygir þeim út!

Ég er kominn á þá skoðun að Egill Helgason sé bara kerling þegar kemur að rökræðum. Hann fleygði athugasemd frá mér út af Eyjunni næstum því samstundis. Hann vaktar greinilega síðuna því athugasemdin var varla inni nema í tvær mínútur!

Athugasemd mín við umfjöllum um Silfrið í dag var svona:

"Egill er greinilega mjög hrifinn af því að hlusta á sjálfan sig tala útlensku því hann er dottinn í það draga upp hvern útlendinginn á fætur öðrum í drottningarviðtöl í Silfrinu sem eiga að hafa vit fyrir okkur. Það hefur ekkert komið út úr þeim, hversu gáfulega sem þeir hljóma... á misbjagaðri ensku.

Ennþá eru handjárnin ónotuð þrátt fyrir að búið sé að ráða t.d. snillinginn Evu Joly.

Ég geri ráð fyrir að Egill krefjist þess að hr. Stiglitz og frú Ulanov verði líka ráðin af ríkinu til starfa eftir starfsviðtal í Silfrinu hjá honum. "

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann fleygir út frá mér athugasemd. Í fyrra skiptið fleygði hann út athugasemd með þeim rökum að hún væri bara bull. Alltaf þarf þetta að tengjast því að hann er að verja Samfylkinguna og er auk þess skítviðkvæmur fyrir gagnrýni.

Ég tel að kippa eigi svona kerlingu, eins og Agli, burtu með eina umræðuþáttinn um stjórnmál á RÚV, þ.e. ríkisfjölmiðli sem ég er tilneyddur til að borga fyrir.

Ég er löngu orðinn pirraður á því að útlendingar sem nenna að skoða mál íslendinga í korter eða svo séu eftir viðtal hjá Agli orðnir að slíkum sérfræðingum að við hreinlega verðum að ráða þá í vinnu á og helst á launum sem alls ekki þekkjast lengur meðal venjulegra íslendinga.


Verða fulltrúar fyrir sitt eina eigið atkvæði!

Það er eiginlega bara sorglegt að fylgjast með Borgarahreyfingunni sem ég kaus þó undir neikvæðum formerkjum.

Eini samnefnarinn, sem var stefnulaus óánægjan með allt og alla, er núna loksins komin í gegnum allt hjá þeim sjálfum. Nú er svo komið að allir þingmenn flokksins eru úr lögum við hreyfinguna, en ætla örugglega að halda þingsætunum sem aðrir veittu þeim í umboði framboðsins.

Það er sérlega yndislegt að horfa upp á þingmenn framboðsins hlaupa undan merkjum og ætla að hirða góð laun fyrir að vera fulltrúar fyrir sitt eina litla atkvæði. Hafi þau gagnrýnt bæði fyrrverandi og núverandi stjórnvöld fyrir asnaskap og vitleysu ættu þau að líta í eigin barm. Meiri fíflagangur á styttri tíma hefur ekki sést í íslenskri pólitík í manna minnum. Ég vissi reyndar frá upphafi að þetta væru dauðadæmd samtök og hef skrifað um það oft á þessum síðum.

Þetta háttalag hjálpar ekki þeim sem vilja hugsanlega stofna alvöru stjórnmálasamtök í framhaldinu með alvöru stefnu og leikreglur frá upphafi hafandi þennan andskotans fíflagang sem fordæmi.


mbl.is Íhuga áframhald á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við "löglegt en siðlaust" á þessum síðustu og verstu tímum?

Auðvitað er það tortryggilegt að maður sem situr í bankaráði Seðlabankans skuli sem ráðgjafi í aðalstarfi vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Vera má að það sé allt löglegt sem hann gerði en hann skilur bara ekki að það er ekki lengur neitt þol fyrir siðleysinu.

Þess vegna má hann segja af sér mín vegna.

Maðurinn er tortryggilegur vegna stöðu sinnar í stjórn Seðlabankans. Að kalla þessa uppljóstrun "ómaklega" er hans eigin hvítþvottur á siðleysi sínu.

Þessi útganga úr stjórn Seðlabankans verður seint talin virðuleg að mínu mati.


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggið niður sendiráð og kaupið þjónustuna!

Það er alveg orðið tímabært að henda út rugli í opinberri þjónustu. Samskiptatækni og fjarfundabúnaður gera kleift að sinna þessum málum með þeim hætti að það er hrein sóun að eiga fasteignir í útlöndum og borga öllu þessu misvirka vinnuafli í jafn miklum mæli og nú er.

Sendiráð í útlöndum eru verkefnalaus dögum saman. Íslendingar eru nú þegar innan við 10% af flugfarþegum íslensku flugfélagann nú um stundir og það ýtir ekki undir að ríkið haldi úti starfsemi sem ekkert gagn er í.

Það væri t.d. nóg að semja um einn eða engan sendifulltrúa í sendiráðum hinna norðurlandanna og láta það duga. Til allt of langs tíma hefur ríkið leyft sér þessa biluðu starfsemi vegna þess að það hefur þurft að koma aflóga stjórnmálamönnum einhvers staðar fyrir í góðri geymslu, helst þar sem enginn verður var við þá og þeir eru til friðs í veisluiðkun.


mbl.is Uppstokkun í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband