Egill Helgason þolir engin andmæli á Eyjunni - fleygir þeim út!

Ég er kominn á þá skoðun að Egill Helgason sé bara kerling þegar kemur að rökræðum. Hann fleygði athugasemd frá mér út af Eyjunni næstum því samstundis. Hann vaktar greinilega síðuna því athugasemdin var varla inni nema í tvær mínútur!

Athugasemd mín við umfjöllum um Silfrið í dag var svona:

"Egill er greinilega mjög hrifinn af því að hlusta á sjálfan sig tala útlensku því hann er dottinn í það draga upp hvern útlendinginn á fætur öðrum í drottningarviðtöl í Silfrinu sem eiga að hafa vit fyrir okkur. Það hefur ekkert komið út úr þeim, hversu gáfulega sem þeir hljóma... á misbjagaðri ensku.

Ennþá eru handjárnin ónotuð þrátt fyrir að búið sé að ráða t.d. snillinginn Evu Joly.

Ég geri ráð fyrir að Egill krefjist þess að hr. Stiglitz og frú Ulanov verði líka ráðin af ríkinu til starfa eftir starfsviðtal í Silfrinu hjá honum. "

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann fleygir út frá mér athugasemd. Í fyrra skiptið fleygði hann út athugasemd með þeim rökum að hún væri bara bull. Alltaf þarf þetta að tengjast því að hann er að verja Samfylkinguna og er auk þess skítviðkvæmur fyrir gagnrýni.

Ég tel að kippa eigi svona kerlingu, eins og Agli, burtu með eina umræðuþáttinn um stjórnmál á RÚV, þ.e. ríkisfjölmiðli sem ég er tilneyddur til að borga fyrir.

Ég er löngu orðinn pirraður á því að útlendingar sem nenna að skoða mál íslendinga í korter eða svo séu eftir viðtal hjá Agli orðnir að slíkum sérfræðingum að við hreinlega verðum að ráða þá í vinnu á og helst á launum sem alls ekki þekkjast lengur meðal venjulegra íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Haukur.

Þetta kom mér reyndar á óvart, en það er óttalegur tepruskapur að fleygja út ekki dónalegri athugasemd en þessari...

Sigurjón, 14.9.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Afhverju líkir þú þessu hátterni Egils við kerlingu?

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.9.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það að vera "kerling" er að vera óþarflega viðkvæmur, Katrín. Þú vissir þetta áður en þú spurðir!

Haukur Nikulásson, 14.9.2009 kl. 00:36

4 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Að vera kerling er að vera óþarflega viðkvæmur ....... !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  jahérna

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.9.2009 kl. 00:38

5 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Og hvað er þá að vera karl?   ekki nægilega viðkvæmur eða???

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.9.2009 kl. 00:39

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Katrín, sendi Egill þig hingað með smjörklípur í nesti?

Haukur Nikulásson, 14.9.2009 kl. 00:40

7 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Haukur ....  ég þekki ekki Egil og fatta ekki þetta hjá þér með smjörklípurnar. Ég bara þoli illa þegar fólk talar niður til annara

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.9.2009 kl. 00:51

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það akkúrat það sem ég er að svara fyrir með þessari færslu Katrín!

Haukur Nikulásson, 14.9.2009 kl. 00:52

9 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Nei alls ekki, þú líkir þeim sem ekki geta rökrætt að þínu mati við kerlingar   

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.9.2009 kl. 01:56

10 identicon

Heill og sæll Haukur; sem og, þið önnur, hér á síðu !

Katrín Linda !

Hvaða; andskotans hártoganir, eru þetta hjá þér, í garð Hauks ?

Viltu; að ég hjálpi þér aðeins og segi : karl skröggur, um Egil, fyrir hönd Hauks, svo þú megir ánægð vera, ágæta kona ?

Með; beztu kveðjum, engu að síður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 02:03

11 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Nei Óskar, engar hártoganir. Var bara að vekja athygli Hauks á því hvernig hann líkir saman rökleysi og kerlingum :)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.9.2009 kl. 02:20

12 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Katrín Linda !

O; jæja. Ég vildi nú bara hjálpa til, við að leysa úr þessum ágreiningi, svo sem.

Með beztu kveðjum; sem fyrr, og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 02:28

13 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sömuleiðis takk Óskar, en enginn ágreiningur í gangi hér, bara spurning um orðalag

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.9.2009 kl. 02:29

14 identicon

Það er mesta furða hversu menn eru orðnir hörundssárir, erum við kannski að deyja úr rétttrúnaði :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:37

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já, þetta er skrýtið. Egill er ekki í þeim hópi að mega vera svona hörundssárir. Það er nú ekki lítil gagnrýnin frá honum á stundum. En sumir eru hátíðlegir með sig ef þeim er andmælt.

Mér finnst þó ennþá merkilegra að vera í banni hjá orðljótasta og klámfengnasta manninum á landinu, Sverri Stormsker. Það sem hann þoldi ekki var ábending um þversagnir í hans eigin bulli sem dugði til að ég var bannfærður. Svona nokkuð eins og að vera útskúfað úr helvíti

Haukur Nikulásson, 14.9.2009 kl. 13:36

16 Smámynd: Sigurjón

Já, þú verður nú að átti þig á því að þú ert svoddan orðsóði Haukur...

Sigurjón, 15.9.2009 kl. 00:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Júní 2023
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.6.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264307

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband