Verða fulltrúar fyrir sitt eina eigið atkvæði!

Það er eiginlega bara sorglegt að fylgjast með Borgarahreyfingunni sem ég kaus þó undir neikvæðum formerkjum.

Eini samnefnarinn, sem var stefnulaus óánægjan með allt og alla, er núna loksins komin í gegnum allt hjá þeim sjálfum. Nú er svo komið að allir þingmenn flokksins eru úr lögum við hreyfinguna, en ætla örugglega að halda þingsætunum sem aðrir veittu þeim í umboði framboðsins.

Það er sérlega yndislegt að horfa upp á þingmenn framboðsins hlaupa undan merkjum og ætla að hirða góð laun fyrir að vera fulltrúar fyrir sitt eina litla atkvæði. Hafi þau gagnrýnt bæði fyrrverandi og núverandi stjórnvöld fyrir asnaskap og vitleysu ættu þau að líta í eigin barm. Meiri fíflagangur á styttri tíma hefur ekki sést í íslenskri pólitík í manna minnum. Ég vissi reyndar frá upphafi að þetta væru dauðadæmd samtök og hef skrifað um það oft á þessum síðum.

Þetta háttalag hjálpar ekki þeim sem vilja hugsanlega stofna alvöru stjórnmálasamtök í framhaldinu með alvöru stefnu og leikreglur frá upphafi hafandi þennan andskotans fíflagang sem fordæmi.


mbl.is Íhuga áframhald á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 13.9.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

það er ekki á vísan að róa þegar róið er á óánægjufylgið.

Fannar frá Rifi, 13.9.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: Sigurjón

Sæll Haukur.

Ég er helzt á því að ég fari barasta ekkert út að kjósa í næstu kosningum.  Hef algjörlega misst sjónar á tilganginum með því...

Sigurjón, 14.9.2009 kl. 00:21

5 identicon

Mér þykir reyndar aðdáunarvert hvað þingmenn borgarahreyfingarinnar eru annars samstíga og fylgin þeirri stefnu sem þau töldu sig vera kosin til að fylgja.  Hugmyndin var einfaldlega að reyna að koma á raunverulegu lýðræði á... en forðast miðstýrða hagsmunapólitík.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 03:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband