Hafiði heyrt þetta áður? - TOLD YOU SO!

Ég nenni ekki langri færslu á Borgarahreyfingu svo langt er um liðið síðan ég afskrifaði að það kæmi nokkuð af viti út úr þessari hreyfingu.

Það hlýtur að fara stórkostlegur bjánahrollur um þá sem eftir sitja af hreyfingunni. Þá sem lögðu á sig mikla vinnu og horfa upp síðan upp á alla þingmennina segja sig úr liðinu en ætla samt að sitja á þingi sem fastast algerlega umboðslausir með öllu og hirða góð laun og bitlinga.

Daginn fyrir síðustu kosningar (24.4. 2008 2009) skrifaði ég þetta:

"Ég mun því líklega drattast á morgun til að kjósa Borgarahreyfinguna þó ég hafi í raun megnustu óbeit af því að kjósa fólk á þing sem lítur á sig sem einnota stjórnmálamenn."

Með öðrum orðum: Told you so!


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki kaus ég Borgarahreyfingarflokkinn og tók engan þátt í henni/honum, en er samt búinn að vera með bjánahroll út af þessu öllu saman síðastliðnbar vikur - bara sem Íslendingur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:16

2 identicon

Kannski ekki bjánahrollur Haukur.

En vissulega verður maður leiður og dapur að hafa unnið að því að koma fólki eins og þessu á þing.
En það þýðir ekkert að setja árar í bát og gefast upp. Það þarf að hamra siðbót inní íslenska pólitík og það verður ekki gert innan gömlu fjórflokkana. Svo mikið er víst.

En það er rétt hjá þér að það er dapurt að horfa uppá þetta hyski ef ég má taka svo til orða sitja þarna algjörlega umboðslaust á þingi og þiggja laun fyrir. En það hefur víst bersýnilega sýnt sig að þau láta sig ekkert varða nema eigið egó og hagsmunapot.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll Haukur.  Hvar kaust þú 24.4.2008?  Var það ekki sl. vor sem kosið var til Alþingis?

Annars segir mér svo hugur að ég fari ekki á kjörstað næst.  Það þarf alla vega eitthvað mikið að gerast til þess...

Sigurjón, 19.9.2009 kl. 16:32

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Rétt hjá þér Sjonni, þetta er að sjálfsögðu 2009.

Haukur Nikulásson, 19.9.2009 kl. 17:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264871

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband