Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
12.3.2007 | 20:17
Nýju fötin keisarans - "Ekki neitt" frumvarpið um auðlindina
Það er stundum bara hrein sorg að fylgjast með störfum Alþingis.
Málþóf stjórnarandstöðunnar og dónaskapur stjórnarflokkanna tókust á í tæpar tvær vikur öllum til óþurftar og leiðinda í málinu um Ríkisútvarpið ohf.
Nú hefur bæst við að stjórnarflokkarnir fóru í hár saman út af auðlindaákvæðinu stjórnarsáttmálans og setja síðan fram frumvarp um ekki neitt. Það þarf sannarlega þaulæfða stjórnmálamenn til að setja saman texta sem allir geta skilið fyrir sig og túlkað að vild. En svona er pólitíkin.
Það eina sem hefst út úr þessu er að stjórnarflokkarnir reyna að ljúga því, hvor um sig, upp í opið geðið á fólki að þeir hafi haft sitt fram fullkomlega. Það eina sem kom raunverulega fram var að Magnús Stefánsson ofgerði sér við þessa dæmalausu vinnutörn við að ná sáttum í málinu. Vonandi nær Magnús sér sem fyrst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook
11.3.2007 | 13:12
Trúir einhver því í alvöru að VG og Sjallar fari saman í ríkisstjórn?
Mér finnast spádómar í þá veru að Sjálfstæðismenn og Vinstri-græn fari saman í ríkisstjórn vera svipað og að trúa því að olía og vatn blandist. Olía og vatn flýtur saman en blandast ekki.
Sjá menn fyrir sér að Vinstri-græn samþykki að einkavinavæða Landsvirkjun? Selja sömu einkavinum orkufyrirtækin? Reisa 3-5 ný álver? Festa fiskveiðikvótann í lög til handa útvegsmönnum?
Sjá menn Sjálfstæðismenn samþykkja öfgafullu femínistastefnu VG? Fjallagrasaframleiðslu í stað stóriðju?
Við getum þó verið sammála um að þessir tveir flokkar geta sammælst um alls kyns njósnastarfsemi, leyniþjónustu, stórar greiningardeildir lögreglu og netlöggu sem stoppar kláminnflutning á netinu og klámlöggu á Keflavíkurflugvelli. Báðir eru þessir flokkar líka sammála um að láta ríkissjóð borga fyrir þá kosningabaráttuna sína af sameiginlegum skattpeningum okkar og að græðgislega eftirlaunafrumvarpið sé sömuleiðis hið besta mál.
Það er alveg sama hvernig á það er litið. Það yrði verulega súrt að horfa upp á vinstri-græna í ríkisstjórn, en það er ennþá skelfilegri tilhugsun að horfa upp á íhaldið þar áfram, sama hvaða hækju þeir fá til við sig.
10.3.2007 | 19:56
Þekkir þú gott efni í stjórnmálamann (eða konu)?
Bloggið er að verða til margra hluta nytsamlegt. Mig langar að varpa fram spurningunni hér að ofan og athuga hvort lesendur geti bent mér á efnilega stjórnmálamenn (og að sjálfsöðgu líka konur). Eina skilyrðið er að viðkomandi sé hófsöm jafnaðarmanneskja sem aðhyllist að mestu skoðanir hins þögla meirihluta. Einnig má viðkomandi ekki vera nú þegar í framboði annars staðar. Aldur má vera frá 18 ára. Ef þú telur sjálfan þig efnilegan láttu mig þá líka vita.
Ef þú veist um gott efni láttu það vaða í athugasemdir eða sendu mér tillögu í trúnaði á póstfangið haukur@mtt.is.
10.3.2007 | 01:26
Flokkur án leiðtoga er eins og hundur án húsbónda
Þegar ónefndur maður sá fyrstu hugmyndir mínar um nýjan flokk og stefnuskrá sendi hann mér póst um þessar hugleiðingar mínar og væntingar.
Í vorkunnsemi sinni sagði hann í póstinum "Flokkur án fylgis er eins og hundur án húsbónda". Mér fannst sem þetta væri góðlátlegt grín með vott af ögrun af hans hálfu. Í fyrsta lagi á þessi maður það til að vera svolítið háðskur í umræðunni og í annan stað getur hann leyft sér þessa gamansemi án þess að maður mógðist.
Nú er að verða til framboð í áttina að því sem ég hef séð fyrir mér. Reyndar ekki alveg með allri þeirri áhöfn sem maður vonaðist eftir, og að mestu án minna afskipta. Sýnist mér skipsáhöfnin ætla að gera tilraun til að sigla skipinu helst í allar áttir vegna þess að það vantar skipstjóra til að ákveða hvert skal halda. Áhöfnin er reyndar of lítil fyrir skipið en það virðist samt vera einhver tregða hjá þeim sem eru nú þegar búnir að skipa sér rúm að bæta við fleirum í áhöfnina.
Skipið er að leggja frá landi og áhöfnin bíður á kæjanum eins og hundur sem týnt hefur húsbónda sínum. Hvar er hann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook
9.3.2007 | 15:37
Eðlislægur kynjamunur hindrar að kynjajafnrétti verði að veruleika
Ég get nú ekki lengur orða bundist í umræðunni um kynjajafnréttið. Í eltingaleiknum um atkvæðin eru stjórnmálamenn farnir að missa sig í ímyndaðri pólitískri rétthugsun og ég leyfi mér að fullyrða að það er falskur tónn í frumvarpinu sem ætlað er að binda í lög fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Hér er verið að lögfesta stjórnarsetu sem byggir á fremur kynferði viðkomandi en EKKI hæfileikum. Hér er rökleysa á ferðinni í lagasetningunni.
Eltingarleikurinn við kynjajafnréttið er dæmdur til að mistakast nema til komi grundvallarbreyting. Hún er falin í því að líffræðilegum mun karla og kvenna verði eytt með öllu. Til þess þarf að sjá til þess að enginn munur verði í fyrsta lagi á líkamsburðum og í öðru lagi á heilastarfsemi. Líklega er einn stærsti þátturinn sá að karlmenn eru með meira vaxtahormón og testosterón sem valda því að þeir eru öllu jöfnu meiri að líkamsburðum og grimmari andlega. Báðir þessir þættir valda því að að þeir olnboga sig framfyrir konur, jafnvel með ósanngjörnum og óskammfeilnum hætti.
Ég tel vænlegri leið til árangurs að fólk átti sig á þessum eðlismun kynjanna og vinni að málunum frá þeim vinkli að ALLAR manneskjur fái notið sín eins vel og hægt er miðað við líkamlegt og andlegt atgervi sitt. Kröfur um ójafnrétti konum til handa er nú komið út í fáránlegar birtingarmyndir sem ég tel að vinni jafnvel gegn stöðu þeirra. Konur eru jafnfærar til allra sömu starfa og karlmenn, þær eru bara af almennum líffræðilegum ástæðum bara færri en karlarnir að sækjast eftir frama innan stjórnmála og fyrirtækja. Það er nú þegar búið að tryggja jafnrétti með lögum og það er því með öllu rangt að ganga lengra í þeim efnum.
Lögfræðilegt ofbeldi í gegnum Alþingi bætir ekkert í þessu efni og er til þess fallið að vekja andúð á annars góðum málstað kvenna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2007 kl. 11:43 | Slóð | Facebook
9.3.2007 | 00:53
Hvernig verða leiðinleg og illa skrifuð blogg vinsæl?
Ég hef stundum kíkt á dálkinn "vinsælast" og verið að furða mig á því að ég hefði á köflum eitthvað skrýtinn smekk fyrir sumu af því lesefni sem sumir meðbloggararnir bjóða upp á.
Mér hefur nefnilega fundist vera hér mikill fjöldi bloggara sem varla geta komið frá sér óbrengluðum setningum og eru auk þess jafnvel með leiðinlega pistla en samt með sérkennilega mikla aðsókn.
Við frekari skoðun kemur ýmislegt í ljós. Á upphafssíðu bloggsins þ.e. www.blog.is eru 8 bloggarar auglýstir efst á upphafssíðunni undir "Umræðan". Ef þeir hafa eitthvað álitlegt fram að færa þá kíkir maður á einhverja þeirra í framhaldinu, hina þekkir maður orðið af leiðinlegu efni og lætur bara vera. Við enn nánari skoðun komst ég að því að valdir eru 44 bloggarar sem skiptast á um að vera í þessum auglýsingagluggum og birtast þeir handahófskennt alltaf einhverjir 8 í senn. Síðan er greinilega alltaf einhverjum hluta af þessum 44 "auglýstu" bloggurum skipt út en sumir eiga þarna fast sæti mánuðum og vikum saman.
Margir þessara bloggara eru þekktir úr þjóðlífinu og er sérstaklega hampað þó þeir hafi í raun sumir lítið skemmtilegt eða áhugavert fram að færa enda ber vinsældalistinn, sem hægt er að skoða, það glöggt með sér. Mér til gamans skoðaði ég hvar þetta fólk væri á vinsældalistanum miðað við svona "auglýsingu". Mér til furðu er t.d. "ofurbloggarinn" Björn Bjarnason, sem er alltaf í auglýsingaglugganum "Umræðan", bara í 210. sæti á vinsældalistanum yfir mest sóttu síðurnar. Auðvitað er Björn í metum hjá ritstjórn Mbl. sem fyrrverandi blaðamaður og núverandi dómsmálaráðherra. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, finnst ekki inni á topp 400 listanum þrátt fyrir að vera meðal hinna útvöldu.
Skv. ofansögðu þá hampar ritstjórn Mbl. ákveðnu fólki hér á blogginu og reynir að tryggja að það fái lesningu á síðum sínum hvort sem það verðskuldar það vegna efnistaka eða ekki. Þó ég nefni frægasta bloggarann sem dæmi um sérstakan skjólstæðing ritstjórnarinnar þá er vissulega fólki úr öðrum flokkum hampað með sama hætti. Ég er því ekki sérstaklega að saka ritstjórnina um pólitíska ritskoðun hér, langt í frá. Ég vil líka taka fram að ritstjórn Mbl. er LÍKA að hampa mörgu mjög vel ritfæru og skemmtilegu fólki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook
8.3.2007 | 13:01
Doktorinn felldi niður færsluna - Takk fyrir það!
8.3.2007 | 10:22
Klámtilvera doktorsins
Doktor Guðbjörg Hildur Kolbeins missti sig. Þetta gerist hér á blogginu. Ég verð var við að fólk á til að láta út úr sér hluti sem betur mega liggja í þagnargildi vegna þess að stundum á maður bara að halda aftur af sér. Einhvern veginn læðist að mér að doktor í fjölmiðlafræði eigi að vita að betra sé að láta renna af sér reiði og örar hvatir áður en lagst er í að skrifa pistil eins og hún skrifaði og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir dómgreindarbrest hennar.
Hvaða hugsanir fóru eiginlega um huga doktorsins þegar hún horfði á Smáralindarbæklinginn?
Mannskepnan er fædd með kynhvöt sem stuðlar að viðhaldi tegundarinnar. Þetta er öllum ljóst. Það sem er hins vegar ekki öllum jafn ljóst að kynhvötin á sér mjög margar birtingarmyndir og sumar skrýtnar. Ef kynhvötin er mikil þá er fullklætt fólk þess vegna fullkomlega kynferðislega örvandi og við því er lítið að gera.
Ég er ekki orðinn svo gamall að ég hafi fullkomlega gleymt því að vera á fermingaraldri. Þessi aldur er ekki að ósekju kallaður kynþroskaaldur. Stelpurnar voru að verða "skvísur" og við farnir að horfa á eftir þeim með hugsanagang sem óþarfi er að rekja frekar hér. Bæklingur Smáralindar höfðar til "skvísulöngunar" fermingarstelpna og það má í sjálfu sér spyrja sig hvort of langt sé gengið í þeirri auglýsingamennsku. Það verður samt áfram bara spurning um álitamál og smekksatriði.
Kynlíf er í huga flestra eitt það yndislegasta sem hægt er að hugsa sér. Flestir kjósa að eiga það með sínum nánustu í einrúmi og iðka það með mikilli leynd. Aðrir sækja sér kynferðislega örvandi efni, sem sumir kalla klám, og líta bara á það sem lystauka. Ég held að flest okkar sjái ekkert athugavert við kynörvandi hluti svo lengi sem það tengist ekki ofbeldi, mansali, kúgun og barnaníði.
Öfgafyllstu femínistarnir skilja þetta ekki og það hefur engan tilgang að reyna að gera þeim þetta skiljanlegt. Það er hins vegar tímabært að hinn þögli meirihluti hætti að láta öfgasinnana traðka á mannréttindum okkar hinna vegna tepruskapar með einn eðlilegasta og yndislegasta þátt mannlífsins.
Öfgafullu femínistarnir draga upp ljótleikann að óþörfu eins og bloggsíða doktorsins ber með sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook
7.3.2007 | 16:12
What else is new?
Bush ber enn fullt traust til Cheneys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég verð í auknum mæli var við að menn loki fyrir athugasemdir á bloggsíðurnar sínar.
Mest verð ég var við að stjórnmálamenn, sem mér finnst verja vondan málstað, séu orðnir harðastir að loka fyrir athugasemdir. Þeir lifa í þeim rétti að þeir megi ausa boðskapnum út án þess að taka við athugasemdum frá fólki.
Þeir stjórnmálamenn sem sannanlega vilja ekki athugasemdir og þar af leiðandi hlusta ekki á kjósendur eru t.d.: Björn Bjarnason og Björn Ingi Hrafnsson. Einhvern finnst manni að það eigi að vera gagnkvæmur réttur hérna. Ef þessir herramenn vilji að maður lesi þá eigi þeir að veita okkur rétt til að gera athugasemdir. Við gerum þá að sjálfsögðu ráð fyrir að menn séu almennt á kurteisum nótum.
Mig undrar hins vegar ekkert að Yngvi Hrafn Jónsson, sá mikli orðhákur, hafi nýlega lokað á athugasemdir. Hann fékk nefnilega athugasemdir í stíl við sinn eigin málflutning: Skítkast. "What comes around - goes around".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 265496
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson