Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
16.3.2007 | 08:06
Þetta verður allt vel ígrundað eins og fyrri daginn!
Einhvern tíma þegar ég var krakki var mér talin trú um að á Alþingi væri allt gáfaðasta fólkið á Íslandi. Þarna væri rjóminn af bestu mönnum landsins í stjórnun (Takið eftir að ég nefndi ekki konur, þær voru svo fáar þarna að þær heyrðu til skrýtinna undantekninga!).
Lítil virðing Alþingis (29%) virðist einhvern vegin bara verðskulduð. Þingið er að störfum í tæplega hálft ár á síðasta ári og á þeim dýrmæta tíma fór til dæmis tæpur hálfur mánuður bara í RÚV vegna ólundar og dónaskapar þingmanna hvers í annars garð. Dýrmætum tíma var núna sóað í auðlindaákvæðið svokallaða sem er síðan bara dautt eftir margra daga þras.
83 málin sem eftir eru verða afgreidd í hraðspólun í eftirmiðdaginn. Það eina sem stjórnarþingmenn þurfa að muna er að liggja með hendina á Já takkanum á meðan stjórnarandstaðan hamrar á Nei takkann. Þessi nýja takkatækni flýtir svo sannarlega fyrir. Bara eins og tölvuleikur!
83 mál á dagskrá þingfundar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook
15.3.2007 | 17:02
Eyðsluhagvöxtur fjármagnaður með erlendum sambankalánum
Það þarf líklega ekki að þegja um þetta lengur. Ef Fitch hefur komið auga á þetta hljóta aðrir að mega tjá sig.
Það virðist sem sífellt fleiri sjái að hagvöxtur íslendinga að mestu fenginn úr eyðsluæði en ekki meiri framleiðni. Eftir að bankarnir voru seldir hófu þeir fljótlega samkeppni við íbúðalánasjóð. Lækkuðu vexti og tóku stórfelld erlend sambankalán til að fjármagna stórauknar íbúðalánveitingar. Húseignir hækkuðu síðan verulega í verði vegna hins aukna framboðs á húsnæðislánum sem fóru allt upp í 100% hlutfall, sem reyndar hefur lækkað síðan. Það má síðan hver spyrja sig hvort ekki sé freistandi að eignast eigið húsnæði með lítilli sem engri útborgun? Bara skrifa nafnið sitt.
Vegna lægri greiðslubyrðar vegna skuldbreytinga á lánum og aukins yfirdráttar hefur almenningur líka aukið daglega eyðslu sína verulega og þetta eykur mælda hagvöxtinn. Hagvaxtartölur úr munni stjórnmálamanna eru því ekki endilega bara vísbending um hagsæld, heldur almenna eyðslu og óráðsíu.
Fitch lækkar lánshæfismat ríkissjóðs Íslands í A+/AA+ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook
15.3.2007 | 14:02
Okur í matarverði íslendingum sjálfum að kenna
Margir kvarta yfir því að matarverð á Íslandi sé hreint okur. Ég get tekið undir það, sérstaklega með verð á landbúnaðarafurðum. Ástæðan er að meginstofni verndartollar, vörugjöld og innflutningsbönn. Þessar sértæku aðgerðir á landbúnaðarvörur eru til að tryggja einokun íslenskra bænda á framleiðslu og sölu á þessum vörum.
Hvað er til ráða? Margir, sérstaklega innan Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins telja inngöngu í ESB vera lausnina, vegna þess að við íslendingar séum ekki færir um að fella niður þessa verndartolla, vörugjöld og bönn án tilskipunar frá Evrópusambandinu í Brussel. Þetta er er rangt. Við getum gert þetta algerlega sjálf og einhliða án nokkurra afskipta ESB, allt annað er niðurlægjandi aumingjastimpill sem ESB-sinnar vilja setja á þjóðina.
Tilskipanir frá ESB munu ekki tryggja okkur lægra matarverð, lægri vexti, ódýrari hús og bíla og annað. Þetta getum við gert sjálf og þurfum ekki aftur að fara í þann farveg að verða aftur útnáranýlenda meginlands Evrópu. Ég hef reyndar grun um að ESB vilji með efnahagslegum þvingunum neyða okkur til inngöngu til að stækka áhrifasvæði sitt. Mér óar við þeim málflutningi sem hvetur til þess að íslendingar tapi sjálfstæði sínu aðeins 62 árum eftir að við fengum það. Við inngöngu í ESB yrðum við skattlagðir frekar til að bæta kjör hinna vanþróaðri og fátækari Evrópuríkja.
14.3.2007 | 17:11
Afvopnun hefur aldrei náð til sigurvegara kalda stríðsins
Það er eiginlega bara skrýtið að vesturveldin skuli ekki í ljósi loka kalda stríðsins hafa staðið fyrir því að kjarnavopnum yrði eytt með öllu. Þessi staðreynd er lykilatriði þegar það er skoðað hvers vegna kjarnorkuveldum fjölgar. Ástæðan er einfaldlega sú að kjarnorkuveldum er ekki treyst og það þýðir að sífellt fleiri þjóðir vilja styrkja sinn sess í ógnarjafnvægi heimsins með því að eiga líka kjarnorkuvopn.
Bara sú staðreynd að þessi vopn eru til skapar hættuna á því að einhverjir brjálæðingar komist yfir þau og sprengi í stórborg sér til hefnda vegna einhvers málstaðar. Til þess að espa þessa brjálæðinga upp eru framleiddir sjónvarpsþættir til að sýna hvernig ætti að bera sig að. Stundum fær maður á tilfinninguna að sumt sjónvarpsefni mætti hreinlega banna vegna þess hversu hættulegar ranghugmyndir það getur skapað.
Það er enginn öruggur fyrir kjarnorkuvá fyrr en öllum slíkum vopnum hefur verið eytt. Það er ekki einu sinni hægt að færa rök fyrir því að eiga þau lengur nokkurs staðar á þessari jörð.
Rætt um að endurnýja kjarnorkuvopnabúr Bretlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2007 | 08:04
Öfgahópar vaða uppi vegna sinnuleysis og leti hinna hófsömu
Mér verður það alltaf betur og betur ljóst í þessu pólitíska vafstri mínu að fólk með öfgafyllri skoðanir en almennt gerast meðal almennings vaða alls staðar uppi. Á annarri bloggsíðu hér er verið að fjalla um lagasetningar sem runnar eru undan rifjum hópa sem koma inn í gegnum kosningabandalög trúarofstækismanna og rasista.
Ég sé líka að í vor hætta á Alþingi þó nokkrir hófsamir og duglegir þingmenn sem hafa ekki lengur geð í sér að vinna innan um ofstækisfólk og mig undrar það að mörgu leyti ekki þegar verið er að pína þá fram á nætur yfir ótrúlega vanhugsuðum málum eins og breytingu á sjtórnarskránni vegna auðlindanna. Flestir sem geta skoðað málið hlutlaust sjá þarna bara fíflalega togstreitu stjórnarflokkanna í aðdraganda kosninga.
Ég þreytist samt seint á að hvetja vel gefið, vel meinandi og hugsandi fólki að taka sig nú til og taka þátt í stjórnmálum ef til þess er leitað. Ef því er neitað þarf viðkomandi að sætta sig við að miður hæfari og oft öfgafullir einstaklingar ráði förinni. Við því verður ekkert gert í heil 4 ár, sem er of langur tími til að sætta sig við.
Í pistli mínum annars staðar á síðunni óska ég eftir ábendingum um mögulega frambjóðendur í stjórnmál og hvet ykkur endilega til að senda mér línu í athugasemd eða á tölvupóstfangið haukur@mtt.is
13.3.2007 | 13:23
Er þetta ekki orðin alvarleg tímaskekkja?
Þessi gamla trúarlega forræðishyggja í lögum og reglum er orðin þreytandi.
Sýnir óumdeilt að löngu sé tímabært að aðskilja ríki og kirkju. Hvernig er hægt að líta á það sem mannréttindi að aðrir trúarhópar sem eru að verða 20% af þjóðinni geti ekki notið þessara daga að ósk sinni?
Bannað að spila bingó á ákveðnum tímum um páska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2007 | 10:40
Dorrit og Ólafur skilja
Samstaðan getur brostið. Eigingirnin og græðgin getur náð tökum á fólki sem er í ólíklegustu stöðum. Allt er gert til að vekja athygli þeirra sem máli skipta og stundum gengur fram af okkur almúganum. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Allar svona hugleiðingar koma upp í hugann þegar spáð er í framtíðina.
Margt fólk er að spá í framboðsmál og hafa hæst borið nöfn Ómars Ragnarssonar, Margrétar Sverrisdóttur, framboð aldraðra, öryrkja, Höfuðborgarsamtaka, félaga úr Þjóðarhreyfingunni, Framtíðarlandinu, hugsanlega Sól í Straumi og okkar í Flokknum og jafnvel fleiri hópar til nefndir.
Staðreyndin er sú að til að ná alvöru árangri þarf samstöðu hópanna um menn og málefni. Þetta myndu trúlega Dorrit og Ólafur skilja betur en margir aðrir. Nú er kominn tími til að brettar verði upp ermar og alvöru framboðsmál kláruð ekki mikið seinna en strax. Úr þessu fer tíminn að vinna á móti öllum nýjum framboðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook
13.3.2007 | 08:18
Andstaða við kvótakerfið breytir ekki atkvæðaseðlum skv. þessu
Ef 70% þjóðarinnar eru andstæð kvótakerfinu þá er deginum ljósara að fólk er ekki að láta afstöðu til kvótakerfisins hafa raunveruleg áhrif á það hvað það kýs.
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin styðja öll í reynd kvótakerfið og þetta eru flokkar með hátt í 70% fylgi landsmanna skv. könnunum.
Það sem ræður því hvernig fólk kýs er heildarmynd flokka og fólkið sem þar býðst fremur en afstaða til einstakra mála. Kvótamálið virðist þannig eitt af þeim sem kjósendur umbera að vera á móti gagnvart flokknum sínum. Því er nú ver!
Rúm 70% andvíg kvótakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook
12.3.2007 | 21:02
Hvenær gerir Valgerður grein fyrir vatnstjóninu á Keflavíkurflugvelli?
Ég er einn þeirra sem telja að Valgerður Sverrisdóttir sé ábyrg fyrir því tjóni sem varð á íbúðum á Keflavíkurflugvelli þegar pípulagnir frostsprungu með þeim afleiðingum að stjórtjón varð þar á fasteignum sem sumir telja geta numið allt að einum milljarði í viðgerðarkostnaði á eignunum.
Það liggur fyrir að tjónaskoðunarmenn gætu auðveldlega metið svona tjón á nokkrum dögum án nokkurra vandræða.
Þessar eignir voru á forræði og í eignaumsjón utanríkisráðuneytisins og fullyrt er að ráðuneytið (og þar með ráðherra) hafi fengið viðvaranir um að halda þyrfti hita á fasteignum á varnarsvæðinu, en það allt verið hunsað með hörmulegum afleiðingum.
Er meiningin að þegja þetta mál framyfir kosningar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook
12.3.2007 | 20:56
Hvað var gert fyrir 300 millurnar til Íraks?
Miðað við afdrif hundruð milljóna styrks til Byrgisins, sem virðast að stórum hluta hafa misfarist í höndum forstöðumannsins langar mig að spyrja:
Hvað var gert fyrir 300 millurnar sem fóru til uppbyggingar í Írak?
Höfum við fengið sundurliðun á notkun fjárins?
Fóru þessir peningar í gegnum stofnanir eða fyrirtæki í USA?
Svari nú hver sem betur getur!
Segir Ísland hafa verið boðið á lista yfir hinar staðföstu þjóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 265496
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson