Öfgahópar vaða uppi vegna sinnuleysis og leti hinna hófsömu

Mér verður það alltaf betur og betur ljóst í þessu pólitíska vafstri mínu að fólk með öfgafyllri skoðanir en almennt gerast meðal almennings vaða alls staðar uppi. Á annarri bloggsíðu hér er verið að fjalla um lagasetningar sem runnar eru undan rifjum hópa sem koma inn í gegnum kosningabandalög trúarofstækismanna og rasista.

Ég sé líka að í vor hætta á Alþingi þó nokkrir hófsamir og duglegir þingmenn sem hafa ekki lengur geð í sér að vinna innan um ofstækisfólk og mig undrar það að mörgu leyti ekki þegar verið er að pína þá fram á nætur yfir ótrúlega vanhugsuðum málum eins og breytingu á sjtórnarskránni vegna auðlindanna. Flestir sem geta skoðað málið hlutlaust sjá þarna bara fíflalega togstreitu stjórnarflokkanna í aðdraganda kosninga.

Ég þreytist samt seint á að hvetja vel gefið, vel meinandi og hugsandi fólki að taka sig nú til og taka þátt í stjórnmálum ef til þess er leitað. Ef því er neitað þarf viðkomandi að sætta sig við að miður hæfari og oft öfgafullir einstaklingar ráði förinni. Við því verður ekkert gert í heil 4 ár, sem er of langur tími til að sætta sig við.

Í pistli mínum annars staðar á síðunni óska ég eftir ábendingum um mögulega frambjóðendur í stjórnmál og hvet ykkur endilega til að senda mér línu í athugasemd eða á tölvupóstfangið haukur@mtt.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það sést að kosningar nálgast óðfluga. Fyndið hvað Steingrímur Joð talar alltaf hærra og hærra eftir því sem líður nær kjördegi.

Þessar hártoganir í leikskólanum við Austurvöll geta valdið aulahrolli par exellans, því eins og félagi minn sagði eitt sinn "þó Sjallarnir fyndu upp ókeypis lækningu við krabbameini myndi Steingrímur kvarta yfir að tímasetningin væri röng og framkvæmdin út í hött".

Því hef ég ákveðið að bjóða mig fram til einræðisherra.

Ingvar Valgeirsson, 14.3.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú ert kominn á blað Ingvar.

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 13:15

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Titillinn á þessari færslu þinni Haukur texti sem ætti heima einn og sér á forsíðu blaðanna og engar aðrar féttir með, aðeins titillinn, láta fólk hugsa.

Sigfús Sigurþórsson., 14.3.2007 kl. 17:11

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta skýrir örugglega hver svegna flestir brjálæðingarnir komast til valda. Það er enginn til að stoppa þá eða fara hart gegn brjálæðinu. Svo sitjum við uppi með klikkaða veröld þar sem eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi situr við stýrið. Læt hér fljóta með gullkorn Tómasar Guðmundssonar sem á vel við þetta...

...meðan til er böl sem bætt þú gast

og barist var á meðan hjá þú sast

er ólán heimsins einnig þér að kenna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 17:55

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Keli minn, Takk fyrir það. Það fer bráðum að komast upp myndarlegur listi!

Haukur Nikulásson, 15.3.2007 kl. 11:21

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 264974

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband