Dorrit og Ólafur skilja

Samstaðan getur brostið. Eigingirnin og græðgin getur náð tökum á fólki sem er í ólíklegustu stöðum. Allt er gert til að vekja athygli þeirra sem máli skipta og stundum gengur fram af okkur almúganum. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Allar svona hugleiðingar koma upp í hugann þegar spáð er í framtíðina.

Margt fólk er að spá í framboðsmál og hafa hæst borið nöfn Ómars Ragnarssonar, Margrétar Sverrisdóttur, framboð aldraðra, öryrkja, Höfuðborgarsamtaka, félaga úr Þjóðarhreyfingunni, Framtíðarlandinu, hugsanlega Sól í Straumi og okkar í Flokknum og jafnvel fleiri hópar til nefndir.

Staðreyndin er sú að til að ná alvöru árangri þarf samstöðu hópanna um menn og málefni. Þetta myndu trúlega Dorrit og Ólafur skilja betur en margir aðrir. Nú er kominn tími til að brettar verði upp ermar og alvöru framboðsmál kláruð ekki mikið seinna en strax. Úr þessu fer tíminn að vinna á móti öllum nýjum framboðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Eins og bresk blaðamennska þetta greip mig þó ég vissi að eitthvað annað lá að baki.

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ekki vissi ég að þetta væri bresk blaðamennska. Takk fyrir þær upplýsingar.

Haukur Nikulásson, 13.3.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

...en verður þú ekki að passa þig...Bubbi fallinn t.d.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég sagði hvorki hvaða Dorrit né hvaða Ólaf ég átti við

Haukur Nikulásson, 13.3.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ekki viljum við að þú verðir dæmdur til að borga Óla sjöhundruðþúsundkall. Þá gæti ég síður selt þér græjur!

Ingvar Valgeirsson, 13.3.2007 kl. 11:48

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur ertu

 Guðmundur minn við erum að ljúka við að setja saman listann hér í Norðvesturkjördæmi, hann er að mestu klár fyrir löngu síðan með efstu sætin 6, en það var svolítið bras með nöfn neðar, vegna þess að það þarf að taka tillit til svo margra þátta, svo sem búsetu, aldurssamsetningu og þennan margfræga kynjakvóta.  Það er dálítið erfitt að fá blessaðar konurnar til að fara ofarlega á listana.  Þær hafa sýnist mér annað hvort of mikið að gera við heimili og börn eða ekki nægilegt sjálfstraust þegar út í alvöruna er komið.  En þetta er sum sé að smella saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2007 kl. 13:40

7 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta var tvírætt, en flottur pistill.

María Anna P Kristjánsdóttir, 13.3.2007 kl. 19:57

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 264974

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband