Þetta verður allt vel ígrundað eins og fyrri daginn!

Einhvern tíma þegar ég var krakki var mér talin trú um að á Alþingi væri allt gáfaðasta fólkið á Íslandi. Þarna væri rjóminn af bestu mönnum landsins í stjórnun (Takið eftir að ég nefndi ekki konur, þær voru svo fáar þarna að þær heyrðu til skrýtinna undantekninga!).

Lítil virðing Alþingis (29%) virðist einhvern vegin bara verðskulduð. Þingið er að störfum í tæplega hálft ár á síðasta ári og á þeim dýrmæta tíma fór til dæmis tæpur hálfur mánuður bara í RÚV vegna ólundar og dónaskapar þingmanna hvers í annars garð. Dýrmætum tíma var núna sóað í auðlindaákvæðið svokallaða sem er síðan bara dautt eftir margra daga þras.

83 málin sem eftir eru verða afgreidd í hraðspólun í eftirmiðdaginn. Það eina sem stjórnarþingmenn þurfa að muna er að liggja með hendina á takkanum á meðan stjórnarandstaðan hamrar á Nei takkann. Þessi nýja takkatækni flýtir svo sannarlega fyrir. Bara eins og tölvuleikur!


mbl.is 83 mál á dagskrá þingfundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 264972

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband