Sífellt fleiri loka fyrir athugasemdir - Hræddir við vondan málstað eða hvað?

Ég verð í auknum mæli var við að menn loki fyrir athugasemdir á bloggsíðurnar sínar.

Mest verð ég var við að stjórnmálamenn, sem mér finnst verja vondan málstað, séu orðnir harðastir að loka fyrir athugasemdir. Þeir lifa í þeim rétti að þeir megi ausa boðskapnum út án þess að taka við athugasemdum frá fólki.

Þeir stjórnmálamenn sem sannanlega vilja ekki athugasemdir og þar af leiðandi hlusta ekki á kjósendur eru t.d.: Björn Bjarnason og Björn Ingi Hrafnsson. Einhvern finnst manni að það eigi að vera gagnkvæmur réttur hérna. Ef þessir herramenn vilji að maður lesi þá eigi þeir að veita okkur rétt til að gera athugasemdir. Við gerum þá að sjálfsögðu ráð fyrir að menn séu almennt á kurteisum nótum.

Mig undrar hins vegar ekkert að Yngvi Hrafn Jónsson, sá mikli orðhákur, hafi nýlega lokað á athugasemdir. Hann fékk nefnilega athugasemdir í stíl við sinn eigin málflutning: Skítkast. "What comes around - goes around". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það að loka á athugasemdir er ekki nógu gott. Fólk þarf náttúrulega að haga sér og vera ekki með tómt skítkast en þeir sem skrifa þurfa líka að geta tekið gagnrýni. Það eru nú einu sinni ekki allir sammála um allt.  Hinsvegar finnst mér eiginlega verra þegar fólk eins og Sóley Tómasdóttir fiskar athugsemdir sem ekki eru henni að skapi út. Ef það er ekki ritskoðun þá veit ég ekki hvað.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 8.3.2007 kl. 12:55

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 264934

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband