Nýju fötin keisarans - "Ekki neitt" frumvarpið um auðlindina

Það er stundum bara hrein sorg að fylgjast með störfum Alþingis.

Málþóf stjórnarandstöðunnar og dónaskapur stjórnarflokkanna tókust á í tæpar tvær vikur öllum til óþurftar og leiðinda í málinu um Ríkisútvarpið ohf.

Nú hefur bæst við að stjórnarflokkarnir fóru í hár saman út af auðlindaákvæðinu stjórnarsáttmálans og setja síðan fram frumvarp um ekki neitt. Það þarf sannarlega þaulæfða stjórnmálamenn til að setja saman texta sem allir geta skilið fyrir sig og túlkað að vild. En svona er pólitíkin.

Það eina sem hefst út úr þessu er að stjórnarflokkarnir reyna að ljúga því, hvor um sig, upp í opið geðið á fólki að þeir hafi haft sitt fram fullkomlega. Það eina sem kom raunverulega fram var að Magnús Stefánsson ofgerði sér við þessa dæmalausu vinnutörn við að ná sáttum í málinu. Vonandi nær Magnús sér sem fyrst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband