Trúir einhver því í alvöru að VG og Sjallar fari saman í ríkisstjórn?

Mér finnast spádómar í þá veru að Sjálfstæðismenn og Vinstri-græn fari saman í ríkisstjórn vera svipað og að trúa því að olía og vatn blandist. Olía og vatn flýtur saman en blandast ekki.

Sjá menn fyrir sér að Vinstri-græn samþykki að einkavinavæða Landsvirkjun? Selja sömu einkavinum orkufyrirtækin? Reisa 3-5 ný álver? Festa fiskveiðikvótann í lög til handa útvegsmönnum?

Sjá menn Sjálfstæðismenn samþykkja öfgafullu femínistastefnu VG? Fjallagrasaframleiðslu í stað stóriðju?

Við getum þó verið sammála um að þessir tveir flokkar geta sammælst um alls kyns njósnastarfsemi, leyniþjónustu, stórar greiningardeildir lögreglu og netlöggu sem stoppar kláminnflutning á netinu og klámlöggu á Keflavíkurflugvelli. Báðir eru þessir flokkar líka sammála um að láta ríkissjóð borga fyrir þá kosningabaráttuna sína af sameiginlegum skattpeningum okkar og að græðgislega eftirlaunafrumvarpið sé sömuleiðis hið besta mál.

Það er alveg sama hvernig á það er litið. Það yrði verulega súrt að horfa upp á vinstri-græna í ríkisstjórn, en það er ennþá skelfilegri tilhugsun að horfa upp á íhaldið þar áfram, sama hvaða hækju þeir fá til við sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Er það ekki rétt hjá mér að bestu hjónaböndin séu þar sem fólkið er hvað ólíkast.Og stundum talað um að þannig bæti  þau upp galla hvors annars.Þessi ríkisstjórn er hinsvegar að mínu mati ekki góður kostur.

Georg Eiður Arnarson, 11.3.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég las nýlega stefnuskrá vg í sjávarútvegsmálum.Sú lesning ásamt öfgafullri stefnu þeirra í jafnréttismálum seigir mér að þar á ég ekki heima.

Georg Eiður Arnarson, 11.3.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Einhvernvegin sé ég EKKI stóran mun á hvort það er td. Samfylkingin, VG, eða Frjálslindir.

Persónulega er ég einmitt hlintur því að tveir gjörólíkir flokkar séu saman í stjórn, ekki hef ég neina trú á að stjórnmálamenn VG td. láti neitt rúlla sér upp, ástæðan fyrir trú minni á því er fyrst og fremst mín virðing á fólki þar innanum.

FLESTIR flokkar sem nú bjóða fram hafa kraftmikla og góða einstaklinga um borð hjá sér og eins og ég hefi marg oft sagt, er synd að ekki sé hægt að sameina þessa skörunga.

ATH ég er ekki skráður VG flokksmaður.

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ps. þessi efri Athugasemd mín er skrifuð eftir lestur færslu þinnar Haukur og er því skrifin miðuð við að Sjálfstæðismenn VERÐI í stjórn, mér finnst einhvernvegi ALLIR skrifa þannig eða eða geri fastlega ráð fyrir að þeir verði við stjórn, er spurningin bara hver verður mem?

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 23:01

5 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

VG hefur tvö stór mein.  Ég hef um langa hríð haldið því fram að þau væru frábærir gagnrýnendur en alls ekki stjórntæk.  Annars vegar fyrir þá stefnu sína að þau dásama ríkisforsjána út í hið óendanlega og hins vegar eru þau að miklu leyti framsóknarlið.  Það verða engar breytingar á landbúnaðarkerfinu ef þau verða við völd.  Hvað þá nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar.  Við skulum ekki gleyma því að þegar Steingrímur Joð var ráðherra þá var hann eins og versta gerð af framsóknarmanni.

Sigurður Ásbjörnsson, 11.3.2007 kl. 23:53

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér sýnist allt stefna í áframhaldandi stjórnarandstöðu VG þrátt fyrir að þeir fái hugsanlega glæsilega kosningu. Það kæmi mér ekki óvart að þeir myndu halda sjálfum sér utan ríkisstjórnarþátttöku. Ástæðan er að meginstofni sú að þeir eiga erfitt með að gefa eftir í samningum og hafa litla sem enga reynslu af því að þurfa gefa eftir málefnalega. Ríkisstjórnarþátttaka er nefnilega uppfull af málamiðlunum sem þeir munu eiga erfitt með að sætta sig við.

Það stefnir því miklu frekar í að Samfylkingin verði í næstu stjórn með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt þeir fái lélega kosningu. Þá þyrstir einfaldlega í stjórn nægilega mikið að mínu mati. Þeirra þátttaka í stjórn er þannig algerlega háð því að Framsóknarflokkurinn nái ekki að halda fylgi til að mynda áframhaldandi meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.

Haukur Nikulásson, 12.3.2007 kl. 08:18

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já mikið er rætt nuna um þetta næsta stjórnarsamstarf,og það mun koma i ljos að við sennlega munum XD menn vilja Viðreins aftur,það gafst vel i 12 ár,og mundi sennlega ganga aftur nuna,allt er betra en þetta samstarf sem nuna er/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 12.3.2007 kl. 11:35

8 Smámynd: Púkinn

Þetta væri mögulegt ef "stóra" kosningamálið væri ESB eða ekki-ESB.  Það er hins vegar ekki staðan.

Púkinn, 12.3.2007 kl. 12:31

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 264981

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband