Flokkur án leiðtoga er eins og hundur án húsbónda

Þegar ónefndur maður sá fyrstu hugmyndir mínar um nýjan flokk og stefnuskrá sendi hann mér póst um þessar hugleiðingar mínar og væntingar.

Í vorkunnsemi sinni sagði hann í póstinum "Flokkur án fylgis er eins og hundur án húsbónda". Mér fannst sem þetta væri góðlátlegt grín með vott af ögrun af hans hálfu. Í fyrsta lagi á þessi maður það til að vera svolítið háðskur í umræðunni og í annan stað getur hann leyft sér þessa gamansemi án þess að maður mógðist.

Nú er að verða til framboð í áttina að því sem ég hef séð fyrir mér. Reyndar ekki alveg með allri þeirri áhöfn sem maður vonaðist eftir, og að mestu án minna afskipta. Sýnist mér skipsáhöfnin ætla að gera tilraun til að sigla skipinu helst í allar áttir vegna þess að það vantar skipstjóra til að ákveða hvert skal halda. Áhöfnin er reyndar of lítil fyrir skipið en það virðist samt vera einhver tregða hjá þeim sem eru nú þegar búnir að skipa sér rúm að bæta við fleirum í áhöfnina.

Skipið er að leggja frá landi og áhöfnin bíður á kæjanum eins og hundur sem týnt hefur húsbónda sínum. Hvar er hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband