Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
7.3.2007 | 13:22
Einkavinavæðing orkufyrirtækjanna er hafin
Ég rak augun í auglýsingu frá "Framkvæmdanefnd um einkavæðingu" þar sem eignarhlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja er auglýstur til sölu. Þetta er rúmlega 15% hlutur á nafnverði 1.133 milljóna króna.
Hér er verið skapa fordæmið að því að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun sem og Orkuveitu Reykjavíkur. Ætla íslendingar að leyfa það í alvöru að selja undan okkur grunnveitukerfi landsins sem aldrei munu verða í alvöru samkeppnisrekstri?
Hvenær opnast augu Sjálfstæðismanna fyrir því hvernig flokkurinn starfar nánast eingöngu fyrir auðmenn, kvótakónga og einkavini? Hvenær átta venjulegir jafnaðarsinnaðir Sjálfstæðismenn sig á því að það er kominn megn landráðafnykur af flokknum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook
7.3.2007 | 10:58
Óþolandi yfirlæti Ingva Hrafns Jónssonar á útvarpi Sögu
Ingvi Hrafn Jónsson fór mikinn á útvarpi Sögu. Kallar Ómar Ragnarsson "vin sinn" en segir hann samt í "sorglegri" stöðu og vera í kjánaskap með væntanlegu framboði sínu. Margrét Sverrisdóttir er "frekjudós" sem hafi ekkert fylgi. Jakob Frímann vilji enginn í pólitík og hann eigi bara að vera "Stuðmaður".
Ingvi Hrafn hélt áfram og úthúðaði Arndísi Björnsdóttur, Arnþóri Helgasyni og fleirum, sem hafa hug á framboði aldraðra. Kallaði hann allt þetta lið "lúsera" og óánægjulið sem fengju mjög takmarkað fylgi.
Allir nema Sjálfstæðismenn eru óalandi og óferjandi og Geir Haarde afgreiðir sín mál af "tærri snilld".
Ingvi Hrafn er ómerkileg manngerð, snobbhænsni og hrokagikkur sem sér heiminn bara í svart-hvítu. Það virðist mikið vanta upp á manngæsku þessa orðháks. Hún nær bara til hans nánustu og Sjálfstæðisflokksins. Yfirlætistónninn í honum er í meira lagi ógeðfelldur og hann er umtalsillur með afbrigðum. Myndi hann þora að tala svona beint framan í fólkið sem ég taldi hér að ofan?
Með kjafthætti sínum veitir hann mönnum eins og mér þann rétt að hafa óritskoðaða skoðun á honum og persónu hans. Hann á meira inni en þetta!
Hann líklega einn öfgafyllsti hægri maður sem fundist hefur á Íslandi og er þá miklu til jafnað með menn eins og Hannes Hólmstein Gissurarson ennþá á landinu.
Betra væri að hann skírði einkafjölmiðilinn sinn nafni sem hæfði betur: "Mykjudreifarinn" í stað ÍNN sem enginn veit hvað er. Sem betur fer verður þessi fjölmiðill hans hulinn flestum.
Því meira og betur sem Ingvi Hrafn úthúðar nýjum framboðum, þeim mun meira fylgi munu þau fá. Það tekur enginn lengur mark á bullinu í honum. Almættið hjálpi íhaldinu, að hafa svona talsmann!Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2007 kl. 08:13 | Slóð | Facebook
6.3.2007 | 16:30
Kjördæmavitleysan heldur áfram þar til landið verður eitt kjördæmi
Það verður aldrei friður um kjördæmamálið fyrr en allt landið verður orðið að einu kjördæmi. Framsóknarmenn voru að fikta með tillögur um kjördæmaskipun á flokksþingi sínu um helgina. Ég hef ekki séð að þeir hafi samþykkt þær enda tómt bull og bara til að rugla fólk enn frekar.
Þar var meira að segja talað um að færa frambjóðendur "nær" kjósendum sínum og þess háttar sem kemur landstjórn ekki við. Það eru sveitarstjórnarmenn sem mega vera nálægt kjósendum sínum. Hitt er landsstjórn og hún á að hafa fókus á landið í heild sinni en ekki að viðhalda þessu endalaust heimskulega kjördæmapoti sem ennþá tíðkast og er tímaskekkja.
Ég hef gert tillögur í þessu efni sem finnast hér og sendi ég þessar tillögur til allra þingmanna s.l. haust.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook
6.3.2007 | 13:15
Sjálfstæðismenn munu draga lappirnar í þessu máli.
Það þarf enginn að efast um fjárhagsleg tengsl félaga innan Landssambands íslenskra útvegsmanna við Sjálfstæðisflokkinn í gegnum tíðina. Vegna þeirra ítaka geta Sjálfstæðismenn ekkert gefið eftir vegna auðlindamálsins í stjórnarsáttmálanum við Framsóknarmenn. Þeir munu því draga lappirnar þungt í þessu máli og láta Framsóknarmenn alveg um að rjúfa stjórnarsamstarfið þess vegna
Geir Haarde hefur lýst því yfir við útvegsmenn að það "þurfi að eyða réttaróvissu um kvótann" og það vita allir að þetta þýðir nákvæmlega að hann vilji festa kvótann varanlega hjá þeim.
Eina spurningin er sú hvort Framsóknarmenn hafi yfirhöfuð löngun eða þor til þess að rjúfa stjórnarsamstarfið, svona korteri fyrir kosningar?
Áfram reynt að ná samkomulagi um auðlindamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2007 | 10:27
Dægur- og dekurmál í opinberum rekstri
Mér finnst stundum að stjórnmálamenn missi sig þegar kröfur eru gerðar til þess að ríkissjóður styðji mál sem mér finnast tengjast áhugamálum fólks og óþarfa dekri sem ekki á heima þar.
Ég mun nú væntanlega snerta tilfinningar þeirra sem líta á þessa hugleiðingu sem pólitíska vanhugsun en látum það vera. Þegar um er að ræða takmörkuð fjárráð í samfélagsneyslu þá ber að líta á það að þegar þú ráðstafar fjármagni í eitt mál nýtast þeir peningar ekki í annað. Svo einfalt er það.
Það eru flestir sammála um að kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra séu ekki viðunandi. Einnig má segja að of margir búi hér við fátæktarmörk heldur en ættu að þurfa þess. Fátækum er t.d. hægt að fækka með því að hækka persónuafslátt og veita fólki þannig meira í ráðstöfunarfé. Þá er ótalið allt það fé sem ætti frekar að verja í betri heilbrigðis- og heilsugæsluþjónustu í víðum skilningi.
Hér fyrir neðan eru mál sem ég tel eiga að hafa minni forgang en þau sem ég tel hér að ofan:
- Milljarða fjáraustur til kirkjunnar og annarra trúfélaga. Trúmál eiga að vera einkamál fólks og iðkuð án ríkisframfæris.
- Útbelgd utanríkisþjónusta. Skipun sendiherra og fjölgun sendiráða þegar hægt er að vinna flest nú orðið í gegnum síma, internet og fjarfundabúnað. Utanríkisþjónustan á að fara í gegnum verulega niðurskurð.
- Opinberir styrkir við Ríkisútvarpið.
- Sinfóníuhljómsveit á framfæri landsmanna.
- Styrkir og laun til listamanna. Listamenn sem hafa eitthvað eftirsóknarvert fram að færa lifa einfaldlega af list sinni eða hafa það bara sem áhugamál (eins og undirritaður).
- Niðurgreiðslur og uppihald leikhúsa.
- Jarðgangnagerð þar sem kostnaður nemur allt að 6-8 milljónum á hvern einasta íbúa hins enda þeirra.
- Eftirlaun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Sumir þeirra eru á tvöföldum launum vegna klúðurs við samningu eftirlaunafrumvarpsins. Sömu þingmenn halda því fram að ekki sé hægt að breyta þessu af tæknilegum ástæðum.
- Sjálftaka núverandi þingflokka á a.m.k. 1200 milljónum á einu kjörtímabili til að fjármagna eigin rekstur, aðallega kosningaauglýsingar.
- Sóun fjármuna við ofsóknir á hendur Baugsliðinu. Fari það mál illa má búast við að ríkissjóður þurfi að greiða ofursektir vegna rangra sakargifta og tjóns sem það hefur valdið.
- Milljarðasóun við byggingu tónlistarhúss.
- Milljarðasóun við byggingu "menningarhúsa" á landsbyggðinni sem engu þjóna.
- Núverandi og fyrirhuguð sóun fjármuna vegna varnarmála og hernaðarbrölts úti í heimi.
- Fjármögnun margra ónauðsynlegra og óhóflegra ferðalaga ráðherra og þingmanna undir yfirskini "nauðsynlegra samskipta".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook
5.3.2007 | 07:17
Bandaríkin eru helsta ófriðarógn heimsins
Það er fróðlegt að bera saman þann áróður sem bandaríkjastjórn viðhefur nú og þann sem Þýskaland Hitlers lét frá sér fyrir seinni heimsstyrjöldina. Bandaríkin eru á svipuðum slóðum og Þjóðverjar voru þá, helsta ógnin við heimsfrið.
Með stöðugt ógnandi málflutningi í garð annarra ríkja reka þeir viðkomandi út í örvæntingarfullar aðgerðir sér til varnar og hleypa þannig öllu í bál og brand.
Það er öllum ljóst að innrás þeirra í Írak var bara til að komast yfir olíugróðann þar í landi. Gereyðingarvopnin og illska Saddams Hussein var bara yfirskinið sem var notað til réttlætingarinnar.
Árás gæti flýtt fyrir kjarnorkuvæðingu Írana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2007 | 17:53
Start-stopp-stopp-start, stopp-stopp eða stopp-start. Hvað er málið?
Ég fylgdist með Silfri Egils og komst ekki hjá því að hlusta vandlega á Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins sem lét þetta út úr sér orðrétt í sambandi við virkjana- og stóriðjumál:
"Á hinn bóginn þá tekur aðdragandinn svo langan tíma að ég vara eindregið við því að þú takir upp einhvers konar start-stopp-stopp-start, tala nú ekki um stopp-stopp stefnu í hagstjórn það er mjög óskynsamlegt. Það er miklu skynsamlegra þá að herða að, fækka verkefnum, raða þeim öðruvísi í tíma en umfram allt ekki stopp-start hvað þá stopp-stopp það er mjög óskynsamlegt"
Já þetta er rétt eftir haft. Til að hægt sé að rökræða við manninn á pólitískum nótum vildi ég gjarnan fá að vita hvort einhverjir geti útskýrt neðangreindar stefnur í hagstjórn:
- Hvað er "start-stopp-stopp-start" stefna?
- Hvað er "stopp-stopp" stefna?
- Hvað er "stopp-start" stefna?
Er ég bara fávís eða er framsetning formanns Framsóknarflokksins á stefnumálunum of óskýr til að venjulegt fólk skilji hann?
Birni Inga fannst sinn maður koma vel út úr viðtalinu, kannski hann kunni skil á þessu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook
4.3.2007 | 10:31
Þessa atburðarás studdu íslensk stjórnvöld!
Afleiðingar af innrás bandamanna í Írak eru fyrir augum okkar á hverjum degi í stíl við þann hrylling sem hér birtist. Hvað urðu mörg börn föðurlaus í einu hérna?
Davíð og Halldór tóku ranga ákvörðun í þessu máli, trúlega blekktir. Þeir hafa þó hvorugur risið upp aftur til að lýsa andstyggð sinni á þessari dæmalausu innrás í Írak.
Ríkisstjórn Íslands situr enn við þann keip að "Innrásin í Írak hafi verið rétt miðað við þær forsendur sem þá lágu fyrir". Þessi ótrúlega rökfræði er ennþá borin á borð fyrir okkur heimskan og illa upplýstan almúgann. Er ekki að verða tímabært að veita svona stjórnmálamönnum gott frí í næstu kosningum?
Hópur öfgamanna í Írak birtir myndband er sýnir aftöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2007 | 12:35
Kosningaplakat Sjálfstæðisflokksins (eins og það á að líta út!)
Kjóstu Sjálfstæðisflokkinn ef þú vilt:
- Fá dæmda þjófa til ábyrgðarstarfa á Alþingi. (Mannorð skiptir engu máli það eru hvort eð er ALLIR að stela.)
- Skipta sér af innanríkismálum annarra þjóða helst með hervaldi.
- Fá erlent ríki til að "selja" okkur "sýnilegar varnir" á uppsprengdu verði.
- Einkavinavæða Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki í landinu. það hlýtur að vera samfélaginu í "hag".
- Festa með lögum fiskveiðkvótann hjá útvegsmönnum, þeir hvort eð er "hálf-eiga" hann í dag.
- Reisa 5 ný álver um land allt sem allra fyrst og sjá svo til með framhaldið.
- Virkja alla mögulegar vatnsaflsvirkjanir til að gera álverin möguleg.
- Halda öldruðum í herkví fátæktar og lélegs aðbúnaðar. Þeir eru hvort eð er allir á leið í gröfina!
- Halda áfram að sjá til þess að fatlaðir og öryrkjar séu áfram fátækir þurfalingar (Hannes Hólmsteinn lofar því að best sé að vera fátækur á Íslandi).
- Tryggja að aldrei verði skoðað verðsamráð olíufélaga, tryggingarfélaga, fjármálafyrirtækja, ferðaskrifstofa eða neinna fyrirtækja sem einkavinirnir stjórna.
- Lækka skatta hjá ríkari einstaklingum og fyrirtækjum.
- Fá alvöru leyniþjónustu og stórar greiningardeildir hjá lögregluembættum. Passa upp á að ekkert úr fortíð flokksins verði gert opinbert.
- Láta standa vörð um eftirlaunafrumvarpið og tryggja að því verði EKKI breytt.
- Leyfa stjórnmálaflokkum að "stela" auglýsingakostnaði sínum úr ríkissjóði.
- Koma í veg fyrir að nýir flokkar nái fótfestu á þingi með því að stýfa þá fjárhagslega með lögum.
- Beita dómsvaldinu til þess að hylma yfir samráð olíufélaganna en ofsækja Baugsliðið.
- Leyfa núverandi ráðamönnum að ráðstafa hátt í 500 milljörðum í kosningaloforðin. Það gleyma þessu allir jafnóðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook
Manni þykja vægast sagt broslegir tilburðir Framsóknarflokksins á landsþingi sínu þessa daga. Hótun um stjórnarslit vegna stjórnarskrárákvæðis sem ekkert hefur verið unnið með í 12 ára samstarfi hans við Sjálfstæðisflokkinn er allt í einu orðinn ásteitingssteinn tveimur mánuðum fyrir kosningar. Trúverðugt?!
Þetta þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Það verða öll brögð notuð til að afla og halda atkvæðum hversu vitlaus sem þau eru. Því neðar sem Framsóknarflokkurinn mælist því örvæntingarfyllri og vitlausari verða tilraunirnar. Nú þegar hafa stjórnarflokkarnir lofað hátt í 500 milljörðum í alls kyns málefni án fjárheimilda og það á eftir að reyna á það hversu glatt þeir fá kjósendur til að trúa því.
Nú hefur einhverjum forystumönnum Frammaranna dottið í hug að þau geti slegið sér upp á því að vera í stjórnarandstöðu á kjördag og vonast til að kjósendur séu með svo lélegt skammtímaminni að þeir séu búnir að gleyma mikilvirkri þátttöku þeirra í einkavinavæðingu og spillingarmálum síðustu stjórnar.
Við eigum sum okkar eftir að halda því vakandi hver afrekaskrá þessa flokks hefur verið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson