Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
2.3.2007 | 10:04
Hamingjustund í Furugerði 1 hjá eldri borgurum
Ég rakst á setningu sem sagði að 80% af því sem skrifað væri í bloggi væri neikvætt. Mér finnst því tilvalið að skrifa á jákvæðari nótum í þetta sinn.
Við Gunnar Antonsson spiluðum og sungum fyrir eldri borgara á Góugleði þeirra í gærkvöldi í Furugerði 1. Við höfum gert það áður og viðtökurnar þarna voru þannig að okkur fannst við vera bara sannkallaðar stjörnur. Þetta eru þakklátustu og vinalegustu áheyrendur sem maður getur hugsað sér.
Tveir eldri herramenn úr hópnum voru búnir að hita upp mannskapinn með frábærum flutningi á bæði söng- og gamanlögum. Þannig var það til að auðvelda okkur að halda síðan bara áfram. Starfsfólkið þarna gerir sannarlega sitt besta til að fólkinu líði sem best. Þarna var bara smitandi gleði.
Fyrir okkur Gunnar var þetta hamingjustund sem við erum mjög þakklátir fyrir.
1.3.2007 | 14:24
Sofnaði Gunnar vegna valdþreytu?
Gunnar Birgisson er maður framkvæmdanna og vinsæll meða fjölmargra (aðallega í Kópavogi) sem telja hann vera ímynd hins duglega framkvæmdamanns sem lætur verkin tala og nennir ekki hlusta á neitt kvak um einhver skítleg smáatriði.
Gunnar er lengi búinn að sitja við völd og virðist vera orðinn svo valdþreyttur að hann nennir ekki lengur að fylgjast með því að hans gjörðir eða annarra þoli einhverja gagnrýna skoðun. Hann nennir ekki að fylgjast með einhverju leyfadóti frá Reykjavíkurborg áður en hann heimilar sínum mönnum að róta að vild. Gunnar er nefnilega löngu búinn að komast að þvi að moldviðri af þessu gengur yfir á nokkrum dögum og svo fellur allt í sama farið.
Í öllu því byggingarfári sem nú er í gangi þarf ekki að koma neinum á óvart að það er mikil eftirspurn eftir þroskuðum trjágróðri. Menn sem eru að byggja með látum nenna nefnilega ekki að bíða eftir því að horfa litlar trjáhríslur vaxa í garðinum sínum. Margir eiga nefnilega nóga peninga til að kaupa stærri tré. En þau fást ekki svo glatt og því sérlega vel til fundið að "breikka" aðeins skurðina í landi Reykjavíkur og fjarlægja örlítið fleiri tré. Hver átti að taka svo sem eftir því?
Það þarf enga snillinga til að bera saman framkvæmdirnar saman við umhverfið og slá mati á það hversu mikill trjágróður hefur hugsanlega verið fjarlægður. Mér finnst ekki líklegt að Skógræktarfélag Reykjavíkur sé að ljúga upp þessu mati.
Það er sama hvernig þetta mál er skoðað. Það er ólykt af því öllu og hefst hjá sama manninum sem nennir ekki lengur að fela slóðina sína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook
1.3.2007 | 09:50
Hvenær fæðist nýja framboðið?
Við erum mörg að vinna í stofnun nýs framboðs jafnaðarmanna og þarf ekki að leyna því að óskastaðan er að fá Jón Baldvin Hannibalsson, Ómar Ragnarsson, Margréti Sverrisdóttur og fleiri góðar manneskjur til að leiða slíkt framboð. Það eru ekki allir búnir að taka endanlega ákvörðun um framboð sín í því máli, til þess liggja að sjálfsögðu ýmsar ástæður sem ber að virða.
Margir telja meiri líkur en minni séu á því að hægt verði að gera þetta að veruleika og því rétt að anda rólega. Það þarf nefnilega að vanda til slíks verks og samræma marga hluti áður en gengið er í þetta dæmi af alvöru. Vinna þarf hlutina í réttri röð út frá aðalatriðum en ekki smámunasemi. Fólk þarf að koma væntingum sínum svolítið á jörðina til að málin gangi rétt upp.
Þróun mála bendir sterklega í þá átt að Samfylkingunni hafi ekki tekist að verða í alvöru sameinað afl Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Kvennalistans. Við höfum mörg á tilfinningunni að stærsti kjarni gamla Alþýðubandalagsins séu nú í Vinstri grænum, Kvennalistinn hafi öll tök á Samfylkingunni og þeir sem aðhylltust hreinni jafnaðarstefnu úr Alþýðuflokknum séu landlausir og bíði þess vegna eftir nýjum flokki. Það fer heldur ekkert á milli mála að óánægðir jafnaðarmenn úr Sjálfstæðisflokknum munu ekki eiga með samleið með Samfylkingu Ingibjargar Sólrúnar.
Forystumenn hinna flokkanna segja að það sé feigðarflan að bæta við stjórnmálaflokki. Slíkt rýri möguleika á að fella ríkisstjórnina. Þau sömu hafa fengið þrjár tilraunir sem ekki hafa tekist. Svona málflutningur er því bara yfirlætislegur hroki því það á enginn flokkur kjósendur. Kjósendur ráða því bara hreint sjálfir hvort þeir mynda nýja flokka eður ei.
Afrekaskrá gömlu flokkanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins beinlínis argar á tiltekt í ótrúlega mörgum málum sem og forvarnarstarf gagnvart frekara óhófi í einkavinavæðingarmálum og stóriðjumálum.
Hófsamir jafnaðarmenn munu vonandi fá sinn 20-25% flokk ef allt gengur eftir. Það er ekkert ómögulegt í þessum málum og full ástæða til bjartsýni. Þetta vonandi skýrist á nokkrum dögum í viðbót. Stuðningsfólki þess fólks sem ég taldi í fyrstu málsgrein ráðlegg ég að halda ró sinni og leyfa málum að þróast í rétta átt án of mikils æsings.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson