Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Stjórnin er fallin - Huga þarf að endurnýjun í stjórnkerfi landsins

Það fer ekki á milli mála að kröfur mótmælenda eru að hafast og stjórnin er í raun fallin.

Næsta skref er að koma sér saman um að læra af stjórnarháttum undanfarinna ára og koma á nýrri skipan í þjóðfélaginu. Það er t.d. tímabært að breyta kosningalögum og reyna að nálgast það verkefni betur að velja valinkunna sómamenn og konur til þingstarfa, ekki bara flokksforingja og sníkjudýrin þeirra.

Það reynir nú mjög á að samræma störf þeirra sem vilja koma landinu af braut spillingarinnar og græðginnar á braut jafnaðarmennsku og hófsemi. Til þess þarf fólk að draga niður eiginhagsmunapólitík og hafa vilja til að mynda stjórnmálaafl sem stefnir að ásættanlegum breytingum en ekki fjölda áhrifalausra smáflokka sem ekki ná 5% lágmarki til að koma fólki á þing.

Til að þetta geti orðið verða smákóngarnir sýna alvöru samstarfsvilja þangað til endanlegur leiðtogi yrði valinn á síðustu metrunum í slíku starfi og þá með beinni kosningu allra skráðra félaga. Það er hægt að gera þetta af viti ef viljinn er til þess.


mbl.is Þingfundur fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfti ekki að farga þessu tré hvort eð var?

Ég vil taka fram að ég tel mótmælendur ekki hafa verið að óvirða gjöf Norsku þjóðarinnar. Hún er alltaf jafn kærkomin á Austurvöllinn ár eftir ár og við erum án efa öll þakklát Norðmönnum fyrir sýnda vináttu.

Það var kominn tími til að taka niður tréð og því upplagt að nýta það með öðrum hætti en að farga því í Sorpu. Kannski hefðu þeir geta endurunnið það í endaþarmspappír fyrir ríkisstjórnina en mér þykir tréð fá öllu markverðari útför með þessu móti. Sannkölluð bálför! - Það held ég nú... 


mbl.is Jólatréð brennt á bálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarleg vonbrigði

Vísir: Fréttir af fólki 20. jan. 2009 16:16

Bjarni Ben er latur við heimilisstörfin

Í nærmynd af Bjarna Benediktssyni verðandi ráðherra í sjónvarpsþættinum Ísland í dag

Þetta er gríðarlega vondar fréttir því ég hélt að hann væri bara latur við þingstörfin - sjitt!


Síðan hvenær eiga mótmæli að vera ÞÆGILEG?

Ríkisstjórnin er búin að tapa jarðsambandinu. Halda þau í alvöru að mótmælin séu að hverfa? Halda þau að mótmælin eigi að vera bara smá leiðindi og svo búið? Halda þau að fólk sem er að tapa atvinnu sinni og jafnvel aleigunni sinni sé að gefast upp á mótmælunum? Halda þau að það sé nóg að þau hafi meira úthald í að hanga heldur en mótmælendur að standa mótmælavaktina?

Þessu lýkur ekki fyrr en með afsögn. Sú hreyfing er komin á það skrið að verða ekki stöðvuð lengur. Annað hvort segir þessi stjórn af sér með góðu og fær forsetann til að skipa nothæfa starfsstjórn fram að næstu kosningum eða að það verður hreinlega bylting.

Heiðvirt, löghlýðið og öllu jöfnu friðsamt fólk er farið að ræða byltingu og þá er virkileg alvara hlaupin í það mál.  Ríkisstjórninni má vera ljóst að hún er með gjörtapað valdatafl gegn misboðnum almenningi þessa lands.


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttir að sjá Obama taka við embættinu

Ég get ekki neitað því að það fylgir mikill léttir og ánægja að sjá að Obama tókst að taka við embættinu. Hann gefur fólki von og ég hef aldrei séð jafn mikinn fjölda við innsetningu í embættið.

Mér fannst raunar spaugilegt að sjá að hann stamaði og hikstaði á eiðstafnum sem kemur til af því að hann er óvanur að tala nema hann hafi teleprompter (textavél). Ólíkt því sem Valur Óskarsson heldur fram hér í bloggi á undan, þá talar Obama næstum aldrei blaðalaust. Hann er alltaf með tvær textavélar til beggja hliða enda talar hann eins og hann sé að horfa á tennisleik! Ef þið skoðið innsetningarræðuna aftur sjáið þið að hann horfir aldrei beint fram fyrir sig.

Ég vona innilega að Obama takist að koma fram þeim breytingum sem hann hefur lofað. Heimurinn þarfnast þess.


mbl.is Obama 44. Bandaríkjaforsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegndarlaus hagsmunagæsla hindrar samfélagsumbætur

Það er mörgum ljóst sem lesa þessa pistla mína að í mér blundar pólitíkus sem fær takmarkaða útrás og áheyrn. Ég eigna mér þó það að hafa nú í tvö ár skrifað hátt í 1000 pistla sem að mestu eru um stjórn- og samfélagsmál.

Það fer ekki hjá því að því meira sem maður fylgist með í þessari deild verður manni ljóst hversu erfitt mál er að standa í þessu. Fyrir utan hreinræktaða græðgi og spillingu er hagsmunagæsla svo stórt vandamál að hún beinlínis hindrar að samfélagið geti tekið framförum.

Á ríkið hafa verið settar nefnilega hinar ólíklegustu kröfur um fjárframlög og stuðning sem virðist ótækt með öllu að afnema. Og það þrátt fyrir að við séum gjaldþrota og þurfum virkilega á því að halda að réttlæta öll ríkisútgjöld upp á nýtt. Við erum tilneydd til að núllstilla útgjöld ríkisins, það er ekkert vit í öðru.

Mín skoðun er sú að fyrsta réttlæting fyrir ríkisútgjöldum sé spurningin um það hvort fjárútlátin hlúi að samfélaginu eða sé bara til að skemmta einstökum áhugahópum. Það er óvinnandi að standa í að deila út fé ef áhuga- og dekurmál eru á framfæri ríkisins. Hvar setur maður fótinn þá niður og segir nei?

Með þessari grunnhugsun tel ég ljóst að eftirfarandi myndi hverfa af framfæri ríkisins: Rekstur varnarmála, rekstur sendiráða að mestu, styrkir til landbúnaðar, menning og listir fullorðinna, íþróttir fullorðinna, trúmál og rekstur þjóðkirkjunnar í held sinni, Ríkisútvarp og sjónvarp og annað í þessum dúr. 

Það sem ríkið ætti að styðja eru heilbrigðis-, trygginga-, félags og menntamál. Auk þess löggæsla og dómskerfi, samgönguæðar og hóflega uppsettar ríkisstofnanir sem hafa raunverulegt samfélagslegt hlutverk.

Einhverjum kann að þykja þetta harkalegt og ég geri mér grein fyrir því að sem stjórnmálamaður fengi ég líklega ekki mörg atkvæði út á ofangreindar tillögur. Þetta er samt það sem skynsemin segir mér að eigi að breyta og gildir mig einu hvort það er til vinsælda fallið eða ekki.

Ofangreindar tillögur eru ávísun á verulega útgjaldalækkun ríkisins. Hugsun mín er sú að með þessu geti skattar lækkað og fólk hafi meira ráðstöfunarfé til að kaupa sjálft og mynda frjálsa hópa um þá liði í menningu, íþróttum, listum, trúmálum og öðrum hugðarefnum sem það sjálft kýs að fjármagna. Ég sé t.d. ekki ástæðu þess að ég, áhugamaður um popp- og rokktónlist, sé að niðurgreiða sinfóníuhljómsveit Íslands.

Stjórnmálamenn dagsins eru í fangar vinsældaöflunar. Þeir geta oft ekki beitt sér fyrir þjóðþrifamálum vegna þess að í hvert skipti sem þeir vilja fá einhverja vitleysu burt úr rikisrekstri burt þá styggja þeir hagsmunahópa og missa við það atkvæði og stuðning.

Lýðræði? - Lýðræði er bull. Lýðræðið er bara einn dagur á fjögurra ára fresti. Þess á milli ríkir einræði flokksforingja.


mbl.is Spá 9,6% samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru auðmennirnir sekir um brot á lögum um verðbréfaviðskipti?

Mér sýnist að þetta tilvik sé orðið tilefni til rannsóknar með hliðsjón af lögum um verðbréfaviðskipti nánar tiltekið með tilliti til að minnsta kosti 5. 8. 11. og 14. greina þeirra laga.

Skv. því ætti að hefja rannsókn á þessu sem hreinu sakamáli. Mér sýnist líka að um hliðstæður sé að ræða þegar um er að ræða innherja og stærstu eigendur allra stóru bankanna.

Núna er tímabært að kíkja á gjörðir þessara auðmanna og þótt fyrr hefði verið. Vandamálið er að ríkisstjórnin er svo flækt í þennan leik að það verður ekkert að verki. Ríkisstjórnin hefur bara áhuga á að sakfella Jón Ásgeir, allir hinir eru meira og minna stikkfrí. Trúverðugt?


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gilda engin lög - Lögin eru nefnilega afnumin með lögum

Neyðarlögin sem ríkisstjórnin setti var bara til að halda völdum. Þau hafa ekki sýnt sig í að hafa haft annan tilgang. Það þurfti ekki að breyta lögum til að halda úti bankastarfsemi. Færir skiptastjórar hefðu séð um það með glans ekkert síður en "skilanefndir". Munurinn er allavega sá að skiptastjórar vita hvað þeir eru að gera en skilanefndirnar ekki. Nei, megintilgangurinn var að stela.

Það má líka spyrja til hvers skilanefndirnar eru? Jú, þær eru til að tryggja að ekki verði sótt að gamla bankanum með kröfur á meðan ríkið rakar út eignunum yfir í nýju ríkisbankana. Tveggja ára umþóttunartími þótti hæfilegur til að ljúka því verki.

Maður fyllist orðið magnleysi þegar hugsað er til þess að ríkisstjórnin og auðmennirnir virðast endalaust halda um völd og peninga þó allt sé í kaldakoli. Hvað erum við eiginlega að hugsa?  Hversu skaplaus er þessi þjóð? - Ætlar fólk endalaust að kóa með handónýtu liði?

Hvað skyldi vera langt í hreina og klára uppreisn gegn valdasýkinni?


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Who - 5:15 - John Entwistle sýnir hvað bassaleikur er í alvöru

John Entwistle er líklega sá bassaleikari sem ég hef haft mestar mætur á. Allt frá því hann leikur bassasóló í laginu My Generation (1965) sem þótti afar óvenjulegt á þeim tíma þegar gítarsólóin voru að verða alls ráðandi.

Hér eru þeir félagar í The Who að leika lag sem nefnist 5:15 og hér tekur bassaleikarinn hljóðfærið sitt svo sannarlega til kostanna. Staðurinn er Royal Albert Hall og árið er 2000. 


Fyrirboði að því sem koma skal?

Eitthvað finnst manni þetta klúður í meira lagi broslegt og ekki gæfuleg byrjun á formannsferli Sigmundar. Ég tel að flokkurinn hafi gert mistök með vali hans. Hann er að njóta þess að hafa verið áberandi í fjölmiðlum á liðnum árum og það virkar vel á marga.

Hann er hins vegar langt frá því að vera lipur í máli og er auk þess utan þings og lendir því í sömu leiðindastöðunni og Jón Sigurðsson. Höskuldur hafði að þessu leyti kjörstöðu til að koma skilaboðum á framfæri sem Sigmundur hefur ekki.

Atkvæði Páls hafa farið í heilu lagi á Sigmund og því augljósir flokkadrættir þarna í gangi. Höskuldur hefði að mínu mati verið gæfulegri kostur og höfðað til fleiri en Sigmundur af þeim sem ekki eru Framsóknarmenn. Sem væntanlegt EKKI-atkvæði flokksins er ég því sáttur við niðurstöðuna.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264928

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband