Það gilda engin lög - Lögin eru nefnilega afnumin með lögum

Neyðarlögin sem ríkisstjórnin setti var bara til að halda völdum. Þau hafa ekki sýnt sig í að hafa haft annan tilgang. Það þurfti ekki að breyta lögum til að halda úti bankastarfsemi. Færir skiptastjórar hefðu séð um það með glans ekkert síður en "skilanefndir". Munurinn er allavega sá að skiptastjórar vita hvað þeir eru að gera en skilanefndirnar ekki. Nei, megintilgangurinn var að stela.

Það má líka spyrja til hvers skilanefndirnar eru? Jú, þær eru til að tryggja að ekki verði sótt að gamla bankanum með kröfur á meðan ríkið rakar út eignunum yfir í nýju ríkisbankana. Tveggja ára umþóttunartími þótti hæfilegur til að ljúka því verki.

Maður fyllist orðið magnleysi þegar hugsað er til þess að ríkisstjórnin og auðmennirnir virðast endalaust halda um völd og peninga þó allt sé í kaldakoli. Hvað erum við eiginlega að hugsa?  Hversu skaplaus er þessi þjóð? - Ætlar fólk endalaust að kóa með handónýtu liði?

Hvað skyldi vera langt í hreina og klára uppreisn gegn valdasýkinni?


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég efast um að það sé lang í að allt fari hér í kalda kol.

Offari, 19.1.2009 kl. 10:00

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið finn ég sterkan samhljóm með tilfinningum þínum sem skína í gegnum þessa færslu. Ég hef orðið af því stórar áhyggjur hvert stefnir. Kemst oftar og oftar að þeirri niðurstöðu a það verði bara í alvöru að grípa til aðgerða eins og þeirra að hertaka alþingishúsið. Hélt að ég ætti aldrei eftir að hugsa þetta, því síður að segja það upphátt og allrasíst að skrifa það þar sem hver sem er getur lesið það.

En ég er búin að því og það er til marks um skelfinguna sem ég er gripin þegar ég horfi á útkomuna úr öllu dæminu sem við höfum aðgang að og hugmyndinni um það sem hún hlýtur að þýða.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 02:07

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þegar fólk hefur misst vinnuna núna um næstu og þarnæstu mánaðarmót er ég hræddur um að ekki verði boðað til friðsamlegra mótmæla. Hvort Alþingi verði "hertekið" og þeim er þar sitja gert að hundskast út ( hent út) skal ég ekki segja um eða hvort stjórnarráðið verði fyrir álíka verknaði veit ég ekki. Þegar þetta fólk hefur tíma og er ekki að sinna vinnu - til að borga af lánum sem hækka sjálfkrafa - sér að ekkert er búið að gera og ekkert hefur verið gert veit ég ekki, en ég hef sagt það áður að ef svo fer að ég missi mína vinnu, og ekkert hefur gerst þá verð ég "ekki ábyrgur gerða minna" eins og þar stendur.

Ég er farinn að halda að Geir og hans slekti reikini með að þetta "lagist allt af sjálfu sér" og meðan er verið að hylma yfir, fela slóðir, nota tætara, fegra hluti, bjarga þeim sem bjargað verður o.s. frv.

Hvað er til ráða, ekkk hlustar Geir, sagðist ekki vita hvað fólk vildi segja, þegar hann komst ekki í Kryddsíldina.

Svo er annað Haukur, ég skulda ekki neinum neitt, er ekki með myntkörfulán á bílnum mínum, síðasta greiðsla um næstu mánaðarmót, ekki neitt húsnæðislán sem hækkar sjálfkrafa, bý í íbúð sem ég leigi (frekar ódýrt er mér sagt) og  mín líðan er ekki sérlega góð því ég vorkenni fólki virkilega sem fær gíróseðlana inn um lúgurnar hjá sér daglega og þeir bara hækka og hækka en enga aukavinnu að fá til að mæta því, ég er með samviskubit stundum yfir að vera svona heppinn og það nagar mig. En aðra daga þá verið er að tala um ofurflottu jeppana og húsbílana sem fólk er enn að borga af þá er ekki mikil vorkunn......en gagnvart barnafjölskyldum, einstæðum foreldrum sem hafa kannski verið að koma sér í skjól af leigumarkaðnum með að kaupa húsnæði og spennt bogann alveg í botn, þessu fólki vorkenni ég og finn til með, það sér fram á að ganga bara út.

Er þetta meðvirkni eða aumingjaskapur.....ég veit það ekki en ég á stundum ekki góða daga þó ég sitji ekki í súpunni. Ég sé ekki fram á að þurfa að skifta um húsnæði þó ég fari á bætur. Ekki sé ég fram að missa bílinn þó ég taki hann kannski af númerum þar til ég verð búinn að fá vinnu aftur. Það eru einu mótvægisaðgerðir sem ég sé fram á að gera.

En samt er ég pissst út í stjórnvöld (ríkisstjórnina, fjármálaeftirlitið og stjórn seðlabankanns) fyrir að hafa ekki þekkingu á hvað bankarnir gerðu með því að láta þá fella niður byndiskylduna en jafnframt flagga ríkisábyrgð  á bankanum þegar þeir söfnuðu peningum á innlánsreikninga eða fengu lán erlendis.

Þú fyrirgefur þó þetta sé í lengra lagi....ég bara "missti" mig.

Sverrir Einarsson, 20.1.2009 kl. 05:18

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sverrir, ég skal svara þér: Það er bæði meðvirkni og aumingjaskapur. Þó er þetta í bland við að okkur hefur kennt að virða friðinn og þess vegna er þessi þjóð ekki að gera uppreisn... ennþá. En ef þessi ríkisstjórn fer ekki frá og auðmennirnir verða teknir til alvarlegrar "skoðunar" þá er ég hræddur um að liðið missi sig og þurfi hreint ekkert að skammast sín fyrir það.

Það koma þeir tímar reglulega í mannkynssögunni að það er sérstök þörf á að taka til hendinni í þjóðfélagsmálum og stundum þannig að sársauki fylgi því. Mér þykir eiginlega leitt að það skuli þurfa að vera nú. Þegar heimatílbúin vandamál af þessari stærðargráðu koma er óafsakanlegt að horfa á og gera ekkert af ótta við að verða úthrópaður byltingarsinni og kommi. Nýfrjálshyggja græðgispungana er meiri skaðvaldur en svo að þetta sé hægt að líða lengur, hvað þá að stjórnvöldin sem skópu skrýmslið geti setið áfram vegna þess að ekki megi persónugera vandann. Eins og Fjalar Sigurðarson sagði, þá persónugerir þetta pakk hins vegar lausnina. 

Haukur Nikulásson, 20.1.2009 kl. 08:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir hjá þér Haukur.  'Eg hef líka svona vonda tilfinningu um að það sé verið að féfletta almenning með góðri aðstoð stjórnvalda.  Mál að linni bylting eður ei.  Það er komið nóg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 08:55

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband