The Who - 5:15 - John Entwistle sýnir hvað bassaleikur er í alvöru

John Entwistle er líklega sá bassaleikari sem ég hef haft mestar mætur á. Allt frá því hann leikur bassasóló í laginu My Generation (1965) sem þótti afar óvenjulegt á þeim tíma þegar gítarsólóin voru að verða alls ráðandi.

Hér eru þeir félagar í The Who að leika lag sem nefnist 5:15 og hér tekur bassaleikarinn hljóðfærið sitt svo sannarlega til kostanna. Staðurinn er Royal Albert Hall og árið er 2000. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hefur þú góðan tónlistarsmekk. Takk fyrir þetta. Væri gaman að rabba við þig um The Who við tækifæri. Annars voru þetta feikilega góðir tónleikar hjá þeim félögum og málefnið gott (söfnun fyrir krabbameinsdeild ætlaða unglingum) og gestirnir fóru margir á kostum, t.d. Eddie Vedder.

ábs (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 02:09

2 identicon

annar góður er jack bruce og þegar hann spilar apostrophe(ekki viss um hvort stafsetningi sé rétt)með meistara frank zappa finnst manni einsog hann sé frekar gítarleikari.

árni aðals (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 02:14

3 Smámynd: Jens Guð

  Það kom dálítið á óvart að þessi settlegi bassasnillingur væri illa haldinn  kókaínfíkill.  Hann var alltaf svona "back" á blaðamannafundum The Who og í umfjöllun um hljómsveitina.  Þetta var soldið eins og þegar ég las í viðtali í Down Beat við Charlie Watts í The Rolling Stones að hann hafði verið aðal heróínfíkill Stónsara.  Dópneysla þeirra tveggja var eins og falin eða í skugga þeirra sem "frontuðu" böndin. 

Jens Guð, 19.1.2009 kl. 02:26

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir hrósið ábs.

Jack Bruce er líka góður enda þurfti hann líka að kóvera rythmann eins og Entwistle. Three-piece bönd gera meiri kröfur á hljóðfæraleikarana (Who höfðu bara þrjá hljóðfæraleikara).

Fíknin spyr ekki að neinu Jens. Ekki heldur því hvort fíklarnir eru introvert eða extrovert. 

Haukur Nikulásson, 19.1.2009 kl. 09:40

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, maður hefði haldið að menn væru hættir þessari vitleysu þegar þeir komast á sextugsaldurinn, en svo var víst ekki. Who voru gríðarflott band, hefði helst viljað sjá þá fyrir ´70, sem var erfitt þar sem ég var ekki fæddur þá.

Hér er mitt uppáhalds bassalag - alveg nógu skemmtilegt.

Ingvar Valgeirsson, 20.1.2009 kl. 09:47

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Rush er algjört dúndur Ingvar, skil alveg dálæti þitt á þeim. Líklega flottasta 3-piece bandið í dag.

Haukur Nikulásson, 20.1.2009 kl. 12:45

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband