Síðan hvenær eiga mótmæli að vera ÞÆGILEG?

Ríkisstjórnin er búin að tapa jarðsambandinu. Halda þau í alvöru að mótmælin séu að hverfa? Halda þau að mótmælin eigi að vera bara smá leiðindi og svo búið? Halda þau að fólk sem er að tapa atvinnu sinni og jafnvel aleigunni sinni sé að gefast upp á mótmælunum? Halda þau að það sé nóg að þau hafi meira úthald í að hanga heldur en mótmælendur að standa mótmælavaktina?

Þessu lýkur ekki fyrr en með afsögn. Sú hreyfing er komin á það skrið að verða ekki stöðvuð lengur. Annað hvort segir þessi stjórn af sér með góðu og fær forsetann til að skipa nothæfa starfsstjórn fram að næstu kosningum eða að það verður hreinlega bylting.

Heiðvirt, löghlýðið og öllu jöfnu friðsamt fólk er farið að ræða byltingu og þá er virkileg alvara hlaupin í það mál.  Ríkisstjórninni má vera ljóst að hún er með gjörtapað valdatafl gegn misboðnum almenningi þessa lands.


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Veruleikafirring - það er eina orðið sem mér kemur til hugar yfir hugarástandið í ríkisstjórninni núna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.1.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvernig getur solla stirða setið áfram þegar hennar eigin flokkur hefur lagt af stuðninginn við ríkisstjórnina ? ekki heldur hún að hún sé megnug til þess að bjarga einhverju ?  hún er firrt og spillt.

Óskar Þorkelsson, 20.1.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var að koma af Austurvelli, lágmark 2000 manns þarna rétt fyrir miðnætti og gífurleg og góð stemning. Þetta mun standa framundir morgunn :)

Byltingin er hafinn

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:08

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

já nú hefur fólk tíma þegar vinnan er farin, og hvað svo þegar stærri hópar bætast við, verður þá ekki farið inn í Alþingi og það bara hertekið að nóttu til og þingmönnum meinaður aðgangur þegar þeir mæta í morgunkaffið sitt?

Sverrir Einarsson, 21.1.2009 kl. 00:11

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það leysir þetta ekkert nema loforð um kosningar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.1.2009 kl. 00:22

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband