Gegndarlaus hagsmunagæsla hindrar samfélagsumbætur

Það er mörgum ljóst sem lesa þessa pistla mína að í mér blundar pólitíkus sem fær takmarkaða útrás og áheyrn. Ég eigna mér þó það að hafa nú í tvö ár skrifað hátt í 1000 pistla sem að mestu eru um stjórn- og samfélagsmál.

Það fer ekki hjá því að því meira sem maður fylgist með í þessari deild verður manni ljóst hversu erfitt mál er að standa í þessu. Fyrir utan hreinræktaða græðgi og spillingu er hagsmunagæsla svo stórt vandamál að hún beinlínis hindrar að samfélagið geti tekið framförum.

Á ríkið hafa verið settar nefnilega hinar ólíklegustu kröfur um fjárframlög og stuðning sem virðist ótækt með öllu að afnema. Og það þrátt fyrir að við séum gjaldþrota og þurfum virkilega á því að halda að réttlæta öll ríkisútgjöld upp á nýtt. Við erum tilneydd til að núllstilla útgjöld ríkisins, það er ekkert vit í öðru.

Mín skoðun er sú að fyrsta réttlæting fyrir ríkisútgjöldum sé spurningin um það hvort fjárútlátin hlúi að samfélaginu eða sé bara til að skemmta einstökum áhugahópum. Það er óvinnandi að standa í að deila út fé ef áhuga- og dekurmál eru á framfæri ríkisins. Hvar setur maður fótinn þá niður og segir nei?

Með þessari grunnhugsun tel ég ljóst að eftirfarandi myndi hverfa af framfæri ríkisins: Rekstur varnarmála, rekstur sendiráða að mestu, styrkir til landbúnaðar, menning og listir fullorðinna, íþróttir fullorðinna, trúmál og rekstur þjóðkirkjunnar í held sinni, Ríkisútvarp og sjónvarp og annað í þessum dúr. 

Það sem ríkið ætti að styðja eru heilbrigðis-, trygginga-, félags og menntamál. Auk þess löggæsla og dómskerfi, samgönguæðar og hóflega uppsettar ríkisstofnanir sem hafa raunverulegt samfélagslegt hlutverk.

Einhverjum kann að þykja þetta harkalegt og ég geri mér grein fyrir því að sem stjórnmálamaður fengi ég líklega ekki mörg atkvæði út á ofangreindar tillögur. Þetta er samt það sem skynsemin segir mér að eigi að breyta og gildir mig einu hvort það er til vinsælda fallið eða ekki.

Ofangreindar tillögur eru ávísun á verulega útgjaldalækkun ríkisins. Hugsun mín er sú að með þessu geti skattar lækkað og fólk hafi meira ráðstöfunarfé til að kaupa sjálft og mynda frjálsa hópa um þá liði í menningu, íþróttum, listum, trúmálum og öðrum hugðarefnum sem það sjálft kýs að fjármagna. Ég sé t.d. ekki ástæðu þess að ég, áhugamaður um popp- og rokktónlist, sé að niðurgreiða sinfóníuhljómsveit Íslands.

Stjórnmálamenn dagsins eru í fangar vinsældaöflunar. Þeir geta oft ekki beitt sér fyrir þjóðþrifamálum vegna þess að í hvert skipti sem þeir vilja fá einhverja vitleysu burt úr rikisrekstri burt þá styggja þeir hagsmunahópa og missa við það atkvæði og stuðning.

Lýðræði? - Lýðræði er bull. Lýðræðið er bara einn dagur á fjögurra ára fresti. Þess á milli ríkir einræði flokksforingja.


mbl.is Spá 9,6% samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband