Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Það er nú hægt að misbjóða manni herfilega. Eiríkur Stefánsson er á góðri leið með að verða að svipuðu þorpsfífli og þeir félagar hans Ástþór, Sverrir Stormsker og Jónína Ben. Þau eiga það öll sameiginlegt að geta stundum talað um mál er varða réttlæti og samfélagsumbætur. Samt eyðileggja þau þetta allt með tómum fíflagangi.
Er nokkur furða að Mogginn hampi þeim sérstaklega sem forsíðubloggurum? Þetta er einmitt það sem hentar íhaldinu og það er að mestu goparnir meðal stjórnarandstæðinga og mótmælenda eru hafðir sem mest áberandi til að fólk trúi því að þau séu að endurspegla hina almennu mótmælendur. þau eru eiginlega bara vatn á myllu stjórnvalda fyrir trúðslegan yfirgang í fjölmiðlum.
Mogginn gerir sitt til að stjórna umræðunni með þessum hætti og mótar skoðanir þeirra einfaldari sem ekki sjá í gegnum það þegar hampað er vondum málflutningi mótmælenda beinlínis til að vinna stjórnvöldum stuðning.
![]() |
Fjöldi manns á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook
17.1.2009 | 17:02
Viðurkennir ábyrgð en axlar hana ekki - Vantar límuppleysi á stólinn?
Málflutningur þeirra sem eiga að bera ábyrgð er með ólíkindum. Geir Haarde lét það eftir Davíð Oddssyni að velta bankakerfinu ótímabært á 4 dögum og viðurkennir hér að hafa ekki stjórnað. Var hann ekki kosinn til að stjórna? Var hann bara kosinn til að vera stimpilberi fyrir Davíð Oddsson?
Geir Haarde: Þetta er löngu orðið gott hjá ykkur. Þið hafið ekkert gert af viti í neinum af þessum málum og fáið hér með mitt leyfi til að hætta. Það er meiri hagur fyrir þjóðina að þið misnotið eftirlaunaósómann sem þið skömmtuðuð ykkur heldur en að sitja áfram sem ráðherrar. Ef þetta er erfitt skal ég kaupa fyrir ykkur límuppleysi á ráðherrastólinn.
![]() |
Geir: Árið verður mjög erfitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook
17.1.2009 | 16:53
Kona sem týnir 185 milljóna króna eignarhlut er ekki treystandi
Ég veit ekki hvort maður eigi að hafa fleiri orð um þetta. Sagan á bak við kaup Birnu á eignarhlut í "gamla" Glitni hefur aldrei orðið trúverðug. Hvorki frá henni né Fjármálaeftirlitinu.
Sú stjórn bankans sem myndi endurráða hana væri stórlega skrýtin.
![]() |
Bankastjórastaða auglýst í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 13:57
Hvar eru konurnar 5?
Eru ekki konur í Framsóknarflokknum? Eru þær ekki kjörgengar?
Ég hef löngum haft efasemdir um að rétt sé að þröngva fram kynjajafnrétti í sambandi við stöðuveitingar og vegtyllur í stjórnkerfinu og raunar hvar sem er. Það er bara ekki raunhæft og ég tel það vera vegna líffræðilegs munar á körlum og konum.
Munur á hormónum spilar þarna stærstu rulluna. Testosteron magn karlmanna gerir þá frekari til forystuhlutverka og því verður ekki breytt nema að tilkomi erfðafræðileg breyting á ríkjandi ástandi. Samskonar líffræðilegur munur er líka sá sami og gerir karlmenn sterkari t.d. í íþróttum þar sem konur eiga ekki möguleika vegna styrkmunar. Samt er athyglisvert hversu konum gengur illa að jafna met sín gagnvart körlum þar sem líkamsstyrkur hefur ekkert að segja eins og til dæmis í skák.
Þessi ofangreindi munur gerir það einfaldlega að verkum að karlar sækjast frekar í sumar stöður í samfélaginu en konur eins og við sjáum hér á framboði Framsóknarmanna til formanns.
Draumur hinna metnaðarfyllri kvenna um hið fullkomna kynjajafnrétti er óraunveruleg draumsýn sem ekki verður uppfyllt í okkar samtíma. Það gæti gerst í fjarlægari framtíð þegar karlar munu þá jafnframt ganga með og ala börn.
Þegar kemur að því að bjóða fram til þings og þjóðar vil ég kjósa góðar, hæfileikaríkar og vel meinandi manneskjur til slíkra starfa og gildir mig einu hvort það er karl eða kona í því sambandi.
![]() |
Kappræður formannsframbjóðenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2009 | 20:28
Framsókn gulltryggir að ég kjósi þá ekki
Ég er alltaf að verða meira undrandi á því að heyra að fólk ítrekað vilji fara í aðildarviðræður til að vita "hvað við fáum" eins og hóra á horni.
Ég er búinn að fara marga hringi í rökræðunum. Ég tel að næstu kosningar verði með þetta sem aðal mál. Fyrir okkur sem viljum halda vörð um sjálfstæði okkar utan ESB, en erum á móti spillingaróféti íhaldsins undanfarin ár, er manni vandi á höndum.
Það er því miður engin hófsamur flokkur til fyrir fyrrverandi lífstíðaríhald eins og mig, sem hef þó alltaf verið jafnaðarmaður í hjarta mínu.
![]() |
Framsókn vill sækja um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 00:06
Þeim var bara nær að taka þessi lán!
Smám saman er manni að verða ljóst að það er að koma upp skipting á þessari þjóð. Annars vegar eru það þeir sem skulda allt og þá meina ég að skuldirnar eru allt að tvöfalt hærri en eignirnar og hins vegar þeir sem höfðu lokið fasteignakaupum sínum að mestu áður en bólan byrjaði 2003. Þeir eiga allt.
Ég hef heyrt ofan í talsvert af skuldlausu fólki sem segir að lántakendur eigi bara sjálfir sökina á eigin vandræðum í kjölfar hrunsins. Það hafi bara enginn neytt þau til að taka þessi lán. Það er í sjálfu sér rétt en samt stórkostleg einföldun á þeim margföldu svikum og blekkingum sem lántakendur sitja uppi með.
Það voru nefnilega bankarnir sem hvöttu lántakendur til að taka erlend myntkörfulán frekar en verðtryggð íslensk lán. Stjórnendur þessara sömu banka vissu fyrir löngu að þetta stefndi í algjört óefni. Meira að segja hálfvitar eins og ég voru að skrifa um þetta mögulega hrun áður en ómögulegt hefði verið að snúa dæminu við með skipulögðum hætti.
Fólk bað ekki um 18% stýrivexti sem eiga sér enga réttlætingu í íslensku efnahagslífi. Fólk bað ekki um að bankakerfið væri sett á hausinn á einni viku af úr sér gengnum, gömlum og sjúkum stjórnmálamanni í Seðlabankanum sem stjórnar meira að segja ríkisstjórninni með gamla boðhættinum sínum. Fólk bað heldur ekki um að gengi krónunnar félli niður úr öllu valdi vegna ónýtrar peningamálastjórnunar.
Í gamla daga voru sparifjáreigendur teknir í rassgatið, nú er snilldin hins vegar sú að taka skuldarana ennþá harkalegra með öfugum formerkjum. Það er ljóst að íslenska fjármálakerfið var ein risavaxin svikamylla með þátttöku stjórnmálamannanna sem settu upp kerfið og afhentu síðan einkavinunum bankana og ríkisfyrirtækin til að leika sér með í nýfrjálshyggjuleiknum. Sá leikur hefur nú endað með skelfingu. Enginn sætir ábyrgð á þessu svakalega tjóni og svikamyllan heldur áfram en nú undir nafninu björgunaraðgerðir stjórnvalda!
![]() |
Kreppan getur dýpkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook
13.1.2009 | 23:36
Bush að styðja Blair sem forseta Evrópu
Það fer ekki á milli mála að Bush er að launa Blair fyrir undirlægjuhátt hins síðarnefnda við hið óvinsæla innrásarstríð í Írak sem efnt var til á lognum sökum á hendur Saddam Hussein og írösku þjóðinni.
Sagan mun geyma að Írakar áttu engin gereyðingarvopn og þeir voru heldur ekkert tengdir Al-Qaeda. Það eina sem stendur upp úr er að Saddam Hussein var vondur einræðisherra sem lét drepa eitthvað af eigin landsmönnum. Hann er þó, þrátt fyrir allt, ekki sekur um jafn mörg dauðsföll og George W. Bush sem nú er að yfirgefa Hvíta Húsið. Saddam Hussein var sakfelldur og hengdur á niðurlægjandi hátt en Bush er hinsvegar enn í umferð.
Tony Blair hefur verið nefndur sem líklegur fyrsti forseti Evrópu og það ætti að gleðja þá íslendinga sem hafa árum saman tuðað um inngöngu í ESB en hatast út í Íraksstríðið. Gangi ykkur vel að samræma landráðahugmyndina við forsæti Tony Blair í ofanálag.
![]() |
Bush sæmir Blair orðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook
13.1.2009 | 14:47
Frábær þjónusta á St. Jósefsspítala
Ég kom við á spítalanum og fékk að heyra að þarna væri frábær þjónusta. Ég gat ekki betur séð en að aðstaða þarna væri hin prýðilegasta. Húsnæði er að vísu gamalt en þarna er öllu vel við haldið er lýtur að sjúklingum og starfsfólki.
Þessi spítali hefur notið mjög góðs orðspors í gegnum tíðina og það er hreint skemmdarverk að ætla að flytja starfsemina til Keflavíkur. Ég sé ekki fyrir mér sparnaðinn við þann gjörning. Það er ekki skemmtileg tilhugsun að starfsmenn, sjúklingar og aðstandendur þurfa að keyra alla þessa leið jafnvel daglega í misjöfnum veðrum yfir veturinn.
Það er sagt að flutningur á skurðstofubúnaði spítalans í Keflavík til höfuðborgarsvæðisins myndi kosta 5 milljónir króna sem eru algerir smámunir í samanburði við allan þann kostnað að flytja starfsemi St. Jósefsspítala í heild sinni suður með sjó.
Ekkert af þessu er þó raunverulega ástæðan. Hún er blákalt sú að Guðlaugur Þór er að koma þessari starfsemi í einkavæðingu með Róberti Wessmann sem ætlar að flytja borgandi útlendinga hingað til lands og þá er styst að fara með þá beint á Keflavíkurspítala.
Ég hef ekkert á móti því að hafa tekjur af útlendingum á Keflavíkurspítala. Einkavæðing vel rekinna eininga annars staðar á þó alls ekki að fórna í þeirri viðleitni. Guðlaugur er bara þarna með enn eitt dæmið um að spillingaröflin í íhaldinu er alls ekki hætt einkavinavæðingunni þótt allt draslið sé komið á hausinn.
Ríkisstjórnin í heild sinni er eins og pókerspilari sem er búinn að tapa öllu en situr ennþá við borðið og bíður eftir nýjum spilapeningum. Burt með ykkur! Þið eruð löngu búinn með ykkar tíma við borðið.
![]() |
Tímaspursmál hvenær starfsemi á St. Jósefs yrði hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook
10.1.2009 | 21:24
Maður hefur illan bifur á þessari lestarferð
Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að reynt verði að myrða Barack Obama verðandi forseta áður en hann verður settur í embætti forseta fyrstur þeldökkra manna.
þessi lestarferð með verðandi forseta er bull. Það er engin ástæða til að nota hann sem agn fyrir brjálaða rednekka eða Ku Klux Klan fylgjendur sem eru nægilega öfgafullir til að reyna hvað sem er til að koma í veg fyrir að "niggari" verði forseti.
Hræddur er ég um að það sé ekki á mínu færi að koma þessum varnaðarorðum til leyniþjónustunnar ef hún þá vill nokkuð í alvöru fá ráðleggingar.
Vegna rótgróins kynþáttahaturs og tilheyrandi brjálsemi meðal sumra Bandaríkjamanna er þörf meiri öryggisgæslu nú en nokkru sinni fyrr, því miður.
![]() |
Hættur steðja víða að Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 15:51
Það væri sérstakur þjóðarhagur ef hún nýtti sér eftirlaunafrumvarpið
Hafi einhvern tíma verið eitthvað vit í Sollu sem stjórnmálamanni þá er það alveg horfið.
Hún sveik eina kosningaloforðið gagnvart mér sem ég vildi að hún héldi og það var að fella íhaldið úr stjórn. Hún bætti um betur. Upphafði þá til áframhaldandi óhæfuverka og studdi þá með ráðum og dáð til algers gjaldþrots þjóðarinnar.
400 milljónir setti hún í öryggisráðsvitleysuna, tugir milljóna notar hún í "friðarferðir" og kvennaráðstefnur, milljarðar fara í Varnarmálastofnun og sendiráðadellu um allar jarðir.
Hún er svo ótrúlega duglaus, huglaus og undirgefin íhaldinu að það væri sérstakur þjóðarhagur ef hún sliti stjórnarsamstarfinu og ræki með því Davíð og Geir. Þá fyrst vekti hún einhverja ánægju meðal þess fólks sem kaus hana.
![]() |
Væntu of mikils af dómsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson