Frábær þjónusta á St. Jósefsspítala

Ég kom við á spítalanum og fékk að heyra að þarna væri frábær þjónusta. Ég gat ekki betur séð en að aðstaða þarna væri hin prýðilegasta. Húsnæði er að vísu gamalt en þarna er öllu vel við haldið er lýtur að sjúklingum og starfsfólki.

Þessi spítali hefur notið mjög góðs orðspors í gegnum tíðina og það er hreint skemmdarverk að ætla að flytja starfsemina til Keflavíkur. Ég sé ekki fyrir mér sparnaðinn við þann gjörning. Það er ekki skemmtileg tilhugsun að starfsmenn, sjúklingar og aðstandendur þurfa að keyra alla þessa leið jafnvel daglega í misjöfnum veðrum yfir veturinn.

Það er sagt að flutningur á skurðstofubúnaði spítalans í Keflavík til höfuðborgarsvæðisins myndi kosta 5 milljónir króna sem eru algerir smámunir í samanburði við allan þann kostnað að flytja starfsemi St. Jósefsspítala í heild sinni suður með sjó.

Ekkert af þessu er þó raunverulega ástæðan. Hún er blákalt sú að Guðlaugur Þór er að koma þessari starfsemi í einkavæðingu með Róberti Wessmann sem ætlar að flytja borgandi útlendinga hingað til lands og þá er styst að fara með þá beint á Keflavíkurspítala.

Ég hef ekkert á móti því að hafa tekjur af útlendingum á Keflavíkurspítala. Einkavæðing vel rekinna eininga annars staðar á þó alls ekki að fórna í þeirri viðleitni. Guðlaugur er bara þarna með enn eitt dæmið um að spillingaröflin í íhaldinu er alls ekki hætt einkavinavæðingunni þótt allt draslið sé komið á hausinn.

Ríkisstjórnin í heild sinni er eins og pókerspilari sem er búinn að tapa öllu en situr ennþá við borðið og bíður eftir nýjum spilapeningum. Burt með ykkur! Þið eruð löngu búinn með ykkar tíma við borðið. 


mbl.is Tímaspursmál hvenær starfsemi á St. Jósefs yrði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef ekki hugmynd um hvers konar aðgerðir á að gera þarna Gísli. Skurðstofurnar voru skoðaðar, einhvers konar hnífavinna er því í skoðun

Haukur Nikulásson, 13.1.2009 kl. 23:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 264958

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband