Þeim var bara nær að taka þessi lán!

Smám saman er manni að verða ljóst að það er að koma upp skipting á þessari þjóð. Annars vegar eru það þeir sem skulda allt og þá meina ég að skuldirnar eru allt að tvöfalt hærri en eignirnar og hins vegar þeir sem höfðu lokið fasteignakaupum sínum að mestu áður en bólan byrjaði 2003. Þeir eiga allt.

Ég hef heyrt ofan í talsvert af skuldlausu fólki sem segir að lántakendur eigi bara sjálfir sökina á eigin vandræðum í kjölfar hrunsins. Það hafi bara enginn neytt þau til að taka þessi lán. Það er í sjálfu sér rétt en samt stórkostleg einföldun á þeim margföldu svikum og blekkingum sem lántakendur sitja uppi með.

Það voru nefnilega bankarnir sem hvöttu lántakendur til að taka erlend myntkörfulán frekar en verðtryggð íslensk lán. Stjórnendur þessara sömu banka vissu fyrir löngu að þetta stefndi í algjört óefni. Meira að segja hálfvitar eins og ég voru að skrifa um þetta mögulega hrun áður en ómögulegt hefði verið að snúa dæminu við með skipulögðum hætti.

Fólk bað ekki um 18% stýrivexti sem eiga sér enga réttlætingu í íslensku efnahagslífi. Fólk bað ekki um að bankakerfið væri sett á hausinn á einni viku af úr sér gengnum, gömlum og sjúkum stjórnmálamanni í Seðlabankanum sem stjórnar meira að segja ríkisstjórninni með gamla boðhættinum sínum. Fólk bað heldur ekki um að gengi krónunnar félli niður úr öllu valdi vegna ónýtrar peningamálastjórnunar.

Í gamla daga voru sparifjáreigendur teknir í rassgatið, nú er snilldin hins vegar sú að taka skuldarana ennþá harkalegra með öfugum formerkjum. Það er ljóst að íslenska fjármálakerfið var ein risavaxin svikamylla með þátttöku stjórnmálamannanna sem settu upp kerfið og afhentu síðan einkavinunum bankana og ríkisfyrirtækin til að leika sér með í nýfrjálshyggjuleiknum. Sá leikur hefur nú endað með skelfingu. Enginn sætir ábyrgð á þessu svakalega tjóni og svikamyllan heldur áfram en nú undir nafninu björgunaraðgerðir stjórnvalda!


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Komdu og vertu með okkur í Hagsmunasamtökum Heimilinna - www.heimilin.is

Þeir sem hafa einungis 10 milljóna íbúðarsjóðslán á 40 milljónakróna húsi eiga hagsmuni að gæta. Fólk er bara ekki að gera sér grein fyrir hvað kemur til með að gerast á næstu 12-16 mánuðum.

Endilega láttu orðið berast, við viljum stofna öflug samtök!

Haraldur Haraldsson, 14.1.2009 kl. 01:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband