Framsókn gulltryggir að ég kjósi þá ekki

Ég er alltaf að verða meira undrandi á því að heyra að fólk ítrekað vilji fara í aðildarviðræður til að vita "hvað við fáum" eins og hóra á horni.

Ég er búinn að fara marga hringi í rökræðunum. Ég tel að næstu kosningar verði með þetta sem aðal mál. Fyrir okkur sem viljum halda vörð um sjálfstæði okkar utan ESB, en erum á móti spillingaróféti íhaldsins undanfarin ár, er manni vandi á höndum.

Það er því miður engin hófsamur flokkur til fyrir fyrrverandi lífstíðaríhald eins og mig, sem hef þó alltaf verið jafnaðarmaður í hjarta mínu.


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég ætla nú að verja hóruna í horninu.. en hún hefur sitt verð skiluru. 

Óskar Þorkelsson, 16.1.2009 kl. 20:44

2 identicon

Farvel Haukur, það er ekkert sjálfstætt lýðveldi að verja lengur, við erum ofurseldir Gjaldeyrissjóðsins.  Ég hef hingað til verið andstæðingur ESB aðildar en myndi samt gjarnar vilja fá alvöru umræðu um væntanleg drög að aðild til þess að móta afstöðu mína endanlega.  Ég sé ekkert athugavert við það.  Það er alveg klárt að þjóðin kýs um þetta endanlega og ég hlýti lýðræðinu og sætti mig fyrirfram við niðurstöðuna hvort sem hún er skv. minni sannfæringu eður ei.  Þetta já og nei kjaftæði um ekkert er orðið heldur þreytt málafylgja af ódýrri tegundinni.

ÞJ (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eins og oft áður eru menn ósammála.

Haukur Nikulásson, 17.1.2009 kl. 01:30

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Blessaður vertu ekki skiftir neinu hvað þeir segja í þessarri FRAMSÓKN þeir lofa einu í dag og svíkja það svo seinnipartinn, eða morguninn eftir. þeir eru svo galopnir í báða enda enn.

En ég hef hvergi fengið að vita hvort hægt sé að ganga í ESB og síðan úr því aftur, öll umræða hefur verið á þann veg að það sé bara hægt að ganga í ESB..........getur einhver sagt mér það?

Sverrir Einarsson, 17.1.2009 kl. 12:31

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sverrir, það virðist bara hægt að ganga í ESB. Það meira segja gengur svo langt að ef ríki hafna aðild þá er bara kosið aftur og aftur þangað til málið er unnið.

ESB ætlar sér Ísland og er að verja stórfé í áróður í því skyni. Við eigum enga möguleika. Þeir eru með mannskap á launum hér og þar á meðal íslendinga sem vinna að þessu landráðamáli lið í fullu starfi.

Íslendingar virðast í meirihluta tilbúnir að verða kúgað útnárahérað í samfélagi 27 ríkja í stað þess að eiga frjáls samskipti við hin 200 sem standa fyrir utan þetta eineltisbandalag. ESB er "wannabe" Bandaríki Evrópu og líklegur fyrsti forseti er stríðshaukurinn Tony Blair sem teymdi Davíð og Halldór í Íraksstríðið sem er við höfum flest skammast okkur fyrir. Við munum aldrei hafa minnstu áhrif á stjórn ESB, meiningar um annað er stórkostleg draumsýn.

Haukur Nikulásson, 17.1.2009 kl. 12:59

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er ekkert mál fyrir ESB að hirða ísland ef þeir kæra sig um það Haukur.. bara innheimta skuldirnar sem við getum ekki borgað og voila .. við verðum hérað í ESB.. og enginn mundi sakna okkar sem sjálfstæðrar þjóðar nema kannski noregur.. 

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 13:26

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Við munum aldrei hafa minnstu áhrif á stjórn ESB, meiningar um annað er stórkostleg draumsýn.

það er hægt að umorða þessa setningu Haukur.

Við munum aldrei hafa minnstu áhrif á stjórn íslands, meiningar um annað er stórkostleg draumsýn. 

spillingin hér á landi hefur sannfært mig fyrir löngu um að ganga í ESB svo íslenskir stjórnmálamenn geti ekki lengur FOKKAÐ í mér og mínum.  

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 13:27

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, jú við höfum miklu meiri möguleika hér heima til breytinga.

Ég skil ekki þá uppgjafahugsun hjá þér að vilja frekar að útlendingar fokki í þér heldur en íslendingar. Þú getur í það minnsta nálgast þessa andskota sem fokka í þér hér heima. Það er djöfull langt til Brussel með mótmælaspjaldið og málningarúðann hugleiddu það. 

Það er nákvæmlega sama spilling í Evrópu og hér. Þú lifir í villu þarna. Þú hefur bara ekki fylgst með henni þarna úti. Ráðamönnum í Brussel gæti ekki verið meira sama um þig heldur en þér um íbúa Vanuatu. Það eina sem Brussel vill er meira.

Haukur Nikulásson, 17.1.2009 kl. 14:06

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Framsókn segist vilja fara í aðildarviðræður, en setur fram skilyrði sem þeir vita fyrirfram að ESB koma aldrei til með að ganga að. Þannig friða þeir ESB-seggi, en halda áfram sjálfstæði þjóðarinnar - sem hverfur ekki þó við skuldum einhverjum peninga, hvað sem ÞJ heldur.

Ef þeir standa við þessi skilyrði er þeir allavega ekki vitlausasti kosturinn í næstu kosningum, seinna á árinu.

Ingvar Valgeirsson, 17.1.2009 kl. 14:18

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, það er ekkert gagn af fólki í stjórnmálum sem er ákvarðanafælið. Ég satt að segja skil ekki hvað fólk heldur eiginlega að ESB ætli að gefa okkur fyrir aðildina. Síðan hvenær er eitthvað ókeypis? Þeir ætla sér að græða á aðild okkar, það er ekki mannkærleikurinn sem stjórnar þarna för, fyrr hefðu þeir reynt að fá Líbýu til að sækja um aðild, þeir eru fjandakornið nær landfræðilega séð.

Haukur Nikulásson, 17.1.2009 kl. 16:47

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Held að það sé hárrétt hjá þér að gömlu stjórnmálaflokkarnir ætli sér að láta næstu kosningar snúast um ESB. Ég vil ekki ESB. Ástæðurnar eru náskyldar þeim rökum sem þú ert þegar búinn að nefna.

En það sem mig langaði fyrst og fremst að bæta við þessa umræðu er að mér finnst það afar sorglegt að gömlu stjórnmálaflokkarnir ætli að fela syndir sínar í karpi um ESB þegar kemur að kosningum næst. Næstu kosningar ættu að snúast um allt aðra hluti eins og: breytingar á stjórnarskránni, kosningalögunum; sérstaka siðanefnd innan stjórnsýslunnar, breytingar á stjórnsýslunni o.fl. umbætur sem koma í veg fyrir að það sem við stöndum frammi fyrir núna verði aftur mögulegt.

Það að ætla að láta næstu kosningar snúast um eitthvað annað finnst mér sýna best virðingarleysi þeirra sem stýra gömlu flokkunum gagnvart okkur kjósendum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.1.2009 kl. 02:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband