Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Einn vitleysingur á vitlausum stað getur komið af stað heimsstyrjöld

Fólki má vera það umhugsunarefni að fela einum manni jafn mikil völd og George W. Bush. Hann hefur sýnt það á ferli sínum að vera með verulega skerta dómgreind og heimurinn er sorglega lítt friðvænlegur með svona mann með fingurinn á stóra gikknum.

Þessi maður gæti upp á eigin spýtur komið af stað heimsstyrjöld áður en hann hættir í embætti.

Þið sem trúið á æðri máttarvöld megið nú hlamma ykkur á skeljarnar!


mbl.is Bandaríkin styðja Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn sem öskraði sönginn sinn - Little Richard og Good golly miss Molly

Hver í veröldinni gæti hafa haft bæði Bítlana og Rolling Stones sem upphitunarhljómsveitir og haft Jimi Hendrix sem óbreyttan hljómsveitarmeðlim í sveit sinni?

Það er eiginlega óborganlegt hvað Littlie Richard er svakalega mikil stórstjarna. Þegar ég var púki öskraði hann lögin sín í útvarp og ég skyldi ekki hvernig maðurinn gat komist upp með slíkan dónaskap! Hann öskraði samt svolítið flott fannst manni.

Little Richard er 75 ára og er ennþá að. Búinn að fara í gegnum feril sinn dragandi á eftir sér að vera svartur, hommi og drykkjusjúkur prestur. Í þessu myndskeiði tekur hann Good golly miss Molly á sinn kraftmikla hátt. Þetta leikur enginn eftir... ENGINN!

 


Hógværðin uppmáluð vinnur hinssistrana!

Þetta er náttúrulega bara þjóðhátíð og eiginlega ástæða til að flagga í eina og hálfa stöng!

Skemmtilegt hvað strákarnir hafa verið passívir í yfirlýsingum og reynt allt sem þeir geta til að vera ekki með væntingarvísitöluna í skýjunum. Sorrý, við þennan sigur fer sú vísitala aftur í hæstu hæðir. 


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunrise - Uriah Heep á tónleikum í Japan 1973

1973 var ég tiltölulega nýkominn með bílpróf og farinn að fara á rúntinn með nýja Sony bílsegulbandið mitt í gamla en nýuppgerða rauða '59 Voffanum mínum. Þetta var eitt fyrsta kassettubandið sem gat spilað báðum megin þ.e. hafði Auto-Reverse. Þetta hljómar kjánalega nú en var ótrúlega flott á þessum tíma. Ég var nefnilega talsvert öfundaður af þessu tæki. Ég er nokkurn veginn viss um að 70% af spilatímanum í bílnum hafi verið undirlagt af uppáhaldshljómsveit minni á þessum tíma: Uriah Heep. Þeir áttu mjög góðan tíma þegar þeir gáfu út plöturnar Demons & Wizards og Magicians Birthday.

Hér eru þeir með sína bestu liðsuppstillingu á tónleikum í Japan: David Byron, Ken Hensley, Mick Box, Gary Thain og Lee Kerslake. Lagið er Sunrise. 

 


Hversu gáfulegt er það...

... að byrja á því að móðga gestgjafann rétt áður en þú mætir í veisluna?

Það má ýmislegt segja um samskiptagreind George W. Bush. Ég held ég láti (dæs) duga núna! 


mbl.is Bush láti af afskiptasemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mestu einstöku hryðjuverk sögunnar - Unnin af sigurvegurunum!

Maður fyllist alltaf sömu sorginni á hverju ári þegar maður er minntur á þessi svívirðilegustu einstöku hryðjuverk sögunnar.

Sögufölsun sigurvegaranna er að halda því fram að morð á hátt á 300.000 saklausum japönskum borgurum hafi stytt stríðið er röng fullyrðing sem aldrei fæst sönnuð. Japanir voru komnir á endastöð í sínum hernaði hvort eð var.

Athugið að þetta er u.þ.b. 100 sinnum fleiri en drepnir voru í árásinni á tvíburaturnana 11. september 2001. Það var ekki lítil reiði í bandaríkjunum þá. Tilefnið notað til að herja meira á Afganistan og ráðast inn í Írak með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda liggja þar í valnum, annað eins lemstraðir og milljónir á flótta.

Stundum finnst mér eins og rættlætisstuðull bandaríkjamanna sé í öfugu hlutfalli við allt annað í þessum heimi.


mbl.is Kertum fleytt á Tjörninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með eða á móti Guðna - Með eða á móti Sverri

Mér finnst undarlegt að fólki finnist þessi þáttur Sverris vera boðlegur. Sverrir er eins og kleyfhugi. Byrjar á því að spyrja alvarlegra spurninga og þykist hafa þekkingu á viðkomandi málefni, en snýr svo á punktinum og fer að fíflast að sínum hætti í beinu framhaldi með framígripum og kerskni. Svo lætur Sverrir eins og hann sé hissa á því að það þykkni í viðmælandanum. Maður fær fljótlega á tilfinninguna að Sverrir sé bara með eitt risastórt bullgen sem ræður ferðinni.

Guðni er ekki það fljóthuga að greina á milli þessara hröðu breytinga á milli gamans og alvöru Sverris og lét það fara bara í taugarnar á sér. Mér finnst reyndar undarlegt hvað Guðni entist lengi í þessum fíflaskap. Guðni er í þeirri hrútleiðinlegu stöðu að verja ónýtan, niðurgreiddan og niðurníddan landbúnað sem ekki þrífst öðruvísi en með margra milljarða meðlagi frá þjóðinni á hverju ári.

Það var hreinn og klár bjánahrollur út í eitt að hlusta á þessa tvo menn.

Sverrir endaði á því að fara gjörsamlega yfir strikið með því að reyna að fá Guðna til að svara því til hvernig það væri að taka belju... (Það má einhver reyna að svara því til að það sé húmor hjá Sverri!)

Ég skil þess vegna ekki fólk sem tekur hér harða afstöðu með eða á móti þessum herramönnum, sem báðir voru með allt niðrum sig, hvor á sinn hátt.

Ég skil heldur ekki hvers vegna Sverrir krafðist þess ekki bara sjálfur að þættinum yrði eytt með öllu?


mbl.is Umdeildur útvarpsþáttur kominn á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklegur spilalisti Eric Clapton í Egilshöll

Eric Clapton ("....... is God") er væntanlegur í Egilshöll n.k. föstudag 8. ágúst og þá verður það annar konsertinn hans eftir að hann tók sér mánaðarfrí eftir síðasta gigg í Leeds 29. júní s.l.

Hann spilar í Bergen á miðvikudaginn 6. ágúst áður en hann kemur hingað.

Þetta var spilalistinn hans og félaga í Leeds og þetta er nokkurn veginn það sem má búast við að hann spili í Egilshöllinni með einhverjum smávægilegum breytingum.

  • 01. Tell The Truth
    02. Key To The Highway
    03. Hoochie Coochie Man
    04. Isn't It A Pity
    05. Outside Woman Blues
    06. Here But I'm Gone
    07. Why Does Love Got To Be So Sad
    08. Driftin'
    09. Rockin' Chair
    10. Motherless Child
    11. Travellin' Riverside Blues
    12. Running On Faith
    13. Motherless Children
    14. Little Queen of Spades
    15. Before You Accuse Me
    16. Wonderful Tonight
    17. Layla
    18. Cocaine
  • Uppklappslag:
    19. I've Got My Mojo Working

Mér finnst þessi spilalisti ekki falla alveg að mínum smekk, finnst vanta rjómann úr Cream tímabilinu svo sem eins og Sunshine of your love, White Room, Crossroads, Badge auk nýrri flottra laga eins og Change the world og My fathers eyes.

Eins og með svo margt annað tjóir lítt að deila um smekksatriði eins og og það hvaða 20 lög maður vill fá á Clapton tónleikum.

Ég efast raunar ekkert um að gamla goðinu muni ekki takast að gleðja landann.


John McCain ekki eins mikil hetja og af er látið

Mér hefur fundist skrýtið hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið afstöðu með og á móti frambjóðendum til forseta Bandaríkjanna, sem stundum er kallaður foringi hins frjálsa heims.

Sjálfstæðismenn upp til hópa virðast styðja repúblikanann John McCain á meðan Samfylkingarfólk og VG virðast frekar styðja demókratann Barack Obama. Þetta kemur engum svo sem á óvart.

Hamrað hefur verið á því í sífellu að John McCain sé stríðshetja og hafi mikla reynslu af utanríkismálum og hvað eina. Mest virðist mér trúin á reynslu hans tengjast frekar háum aldri hans en nokkru öðru. Ef þíð lesið í alvöru hvað Wikipedia hefur að segja um hann blasa við á köflum heldur nöturlegar staðreyndir:

Hann gekk í liðsforingjaskóla sjóhersins í Annapolis eins og faðir hans og afi á undan honum. Hann útskrifaðist fimmti neðstur úr skólanum af alls 899 foringjaefnum. Var því kennt um að hann hefði átt það til að óhlýðnast!?

Eftir að hann hóf störf sem flugmaður varð hann þekktur sem mikill djammari og einnig virðist sem hann hafi ekki verið mjög slyngur í fluginu því hann hrapaði a.m.k. tvisvar og var eitthvað að vefja sér utan í rafmagnslínur.

Stríðsreynslan hans er innan við hálft ár því hann var skotinn niður yfir Norður Víetnam stuttu eftir að hann bað sérstaklega um að fá að starfa á bardagasvæði. Eftir það var hann fangi í 5 og hálft ár til ársins 1972. Í mín eyru hljómar það sem undarleg “ómetanleg stríðsreynsla” að hafa verið fangi! Þetta er svona næsti bær við að fá sérstaka upphefð af því að hafa verið lokaður inni á einhvers konar hæli. Innilokun af þessu tagi þykir greinilega hið besta mál fyrir væntanlegan forseta. Manni sýnist að hér sé komin ný merking í orðið "stríðshetja".

Hann starfaði áfram í sjóhernum og hætti 1980 þegar honum varð ljóst að hann myndi ekki ná hærri stöðu en kafteins. Á friðartímum eru sjóliðsforingjar einatt iðjulitlir við skrifborðin sín.

Hann skyldi við bæklaða konu sína (eftir bílslys) eftir að hafa viðurkennt ítrekuð hjúskaparbrot. Hann giftist moldríkri dóttur eiganda stórs bjórdreifingarfyrirtækis og tengdapabbi hans studdi hann ríkulega til pólitísks framboðs.

John McCain nýtur dyggilegs stuðnings George W. Bush og hefur lofað að halda áfram stríðinu í Írak og ögrar írönum líkt og hann. Það má því öllum vera ljóst að McCain mun halda áfram sömu óhæfuverkunum í mið-austurlöndum.

Að þessu sögðu er ég ekki að lýsa yfir neinu sérstöku dálæti á Barack Obama. Mér finnst ég sjá merki um loddaraskap í kosningabaráttu hans t.a.m. öll þessi skrýtnu yfirlið kvenna á fundunum hans. Hann þræðir stefnulausan meðalveg til mestu mögulegra vinsælda og tekur loðna eða enga afstöðu til mála sem eru umdeild.

Af tveimur óljósum kostum tel ég þó Obama betri sem næsta forseta og þá bara vegna þess að hann virðist friðvænlegri þó ekki sé annað.


mbl.is Móðir Paris Hilton skammar John McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá: Ólafur F. sprengir borgarstjórnarmeirihlutann um leið og hann hættir

Mér sýnist Ólafur F. vera svo brothættur að hann muni sprengja meirihlutasamstarfið í borginni um leið og hann hættir sem borgarstjóri. Öll merki eru um það að hann skorti verulega á jarðsamband og samstarfsvilja. Hann mun ekki sætta sig við stólmissinn, til þess er hann of mikill frekjukrakki.

Mín skoðun er sú að aldrei hafi stjórnmálamaður á Íslandi fengið jafn mikil völd með jafn litlu umboði kjósenda og núverandi borgarstjóri. Kaldhæðnin er sú að hann er ekki einu sinni flokksmaður listans sem hann var kosinn fyrir og á enga nothæfa varamenn verði hann af einhverjum ástæðum að taka sér frí frá störfum.

Borgarstjórnarfarsinn á eftir a.m.k. eitt skot í vænu upphlaupi áður en þessu kjörtímabili lýkur og hefur þó nóg gengið á fyrir.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband