Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Di Maria er leikmaður Benfica

Manni finnst stundum heldur stutt í vitneskju blm. mbl. sbr. þessa þýðingu:

Benfica's Di Maria skoraði eina mark liðsins á 58. mínútu eftir undirbúning Lionels Messi. 

Það má stundum flýta sér aðeins hægar í þýðingunum eða hafa meira vit á viðfangsefninu.


mbl.is Argentínumenn ólympíumeistarar í fótbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíarnir hættir að skammast sín fyrir tapið gegn Íslandi

Ég er sannfærður um að Spánverjar hafi klikkað illilega á að skoða íslenska liðið fyrir leikinn og hreint ekki áttað sig á því að það er bara mjög góð breidd í íslenska liðinu, þrátt fyrir að þeir hafi tekið Ólaf úr umferð nánast allan leikinn. Það voru þeirra mistök. Lið sem fer í undanúrslit gerir það ekki á einum manni heldur heilu liði.

Það er líka athyglisvert að vinna með svona stórum mun þegar við klikkum á öllum þessum dauðafærum og þrátt fyrir frábæra markvörslu Björgvins þá vörðu spánverjar meira. Þetta er jú það skemmtilega við íþróttirnar, element hins óvænta. 

Það hlýtur flestum að vera ljóst að við eigum orðið fleiri en einn leikmann sem fara inn í hvaða lið í heiminum sem er: Auk Ólafs eru Guðjón, Snorri og Alexandir gjaldgengir sem fyrstu menn í hvaða lið sem er. Svo koma menn eins og Logi, Róbert og Björgvin að toppa með þeim á réttum tíma til að skapa þennan árangur. Varnarvinna þeirra Sigfúsar, Sverre og Ingimundar var algerlega frábær, þeir átu sitt lið í kvöldmat! Nú mega bara Arnór og Ásgeir vera í brjáluðu stuði í úrslitaleiknum og þá hefst þetta.

Nú eru allt opið og það lið vinnur úrslitaleikinn sem langar meira til þess. Svo einfalt er það.

Til hamingju við öll. 

P.S.

Þetta er tekið úr www.aftonbladet.se:

Island kan ta historiskt guld

    Det sågs som en liten överraskning när Island slog ut Sverige i kvalet till OS. Det är därmed en rejäl skräll att samma isländska handbollsherrar nått OS-finalen.

 


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru fáir sem misskilja græðgina Gísli Marteinn!

Ég skil ekki hvernig heill stjórnmálaflokkur getur liðið þennan helvítis hálfvitagang í manninum. Ef hann er að fara í fullt nám þá fer hann í fullt nám og lætur starfið af hendi. Hér er verið að innleiða algeran bjánagang. Það er með ótrúlegri rökleysu að hann þykist geta sinnt þessu af einhverju gagni.

Ef þetta verður liðið kemst hver sem er upp með að þiggja laun frá hverjum sem er fyrir lítið sem ekkert vinnuframlag. Viljum við sjá þessa þróun, eða ætlar einhver með vit að stoppa þessa vitleysu af?

Ég get þó sagt að verði þetta niðurstaðan getum við sem sjáum ekki lengur nokkurn heilbrigðan tilgang í því að halda þessum spillta Sjálfstæðisflokki gangandi að hann hjálpar til við að ganga af sjálfum sér dauðum.  Mikið á maður gott að hafa sagt skilið við þennan flokk.


mbl.is Gísli Marteinn: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ben Johnson kryddaður með Maradona

Þessi hegðun minnir um margt á yfirburði Ben Johnson og síðan Maradona.

Báðir áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér eitthvað meira en hafragraut og lýsi til að ná árangri. Ég vona bara að menn leiti af sér allan grun í því efni. 

Það hafa nógu margir haft rangt við hingað til og það er enn verið að svipta menn og konur verðlaunum frá fyrri leikum. 


mbl.is Óánægðir með hegðun Bolt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er í meira lagi ódýr auglýsing

Ég ætla hvorki að gera lítið úr Þór Sigfússyni né Dale Carnegie en mér finnst það samt cheap að verðlauna viðskiptavin sinn með þessum hætti.

Hefði Þór fengið verðlaunin ef hann hefði ekki beint viðskiptum sínum (trúlega í stórum stíl) til Dale Carnegie? Ég fæ nú bara bjánahroll við að lesa svona frétt.

Svari hver fyrir sig!


mbl.is Þór fær leiðtogaverðlaun Dale Carnegie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þulir RÚV úr hófi dónalegir og hlutdrægir

Líklega átti það að vera bara létt æfing að vinna azerana en þeir veittu verðuga keppni. Íslendingar sýndu aldrei nokkurn baráttuvilja eins og þegar leikið er gegn "sterkari" þjóðum.

Aldrei fyrr hefur mér þótt þulir RÚV vera jafn dónalegir og úr hófi hlutdrægir eins og nú.

T.d. kölluðu þeir leikmann azera nr. 16 "leikara dagsins" og var þá búið að fella hann í tvígang eftir að hann lék á íslensku varnarmennina. Fyrst tekinn niður með hnénu af einum og beinlínis stiginn niður af þeim næsta. Í annað þessara skipta fékk okkar maður verðskuldað gult spjald. Sá sami mátti þakka fyrir að fara ekki útaf með rautt síðar í leiknum. 

Mér er næst að halda að þeir Valtýr Björn og Willum Þór hafi látið árángurslítinn leik íslenska liðsins fara í taugarnar á sér með þessum sérstaka hætti.

Kurteisi við gestina okkar kostar ekki neitt. Við stækkum sjálfir ekkert við það að tala niður til þeirra.


mbl.is Ísland gerði jafntefli við Aserbaídsjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vannst á markvörslunni eins og okkar leikur

Í stöðunni 17-17 lokaði spænski markmaðurinn. Fram að því hafði verið jafnræði með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum.

Tölfræði leiks okkar og pólverja sýnir (skv. úrslitavef OL2008) að Björgvin varði 21 skot á meðan þeir pólsku vörðu samtals 14 skot.

Ég legg til að markmennirnir okkar fái sterka blöndu af sinnepi og pipar í óæðri endann fyrir leikinn á móti króötum spánverjum. Hvorugt þessara efna er, held ég, á bannlista. Er þetta ekki óbrigðult leynivopn?


mbl.is Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullið það eina sem skiptir máli!

Það er alveg sama hvað þessir svokölluðu "strákarnir okkar" (eða hvað þeir eru kallaðir) gera þarna úti því ef þeir fá ekki gullið er þetta allt til einskis. Við erum hvort eð er búinn að vinna áður silfur og brons.

Athugið að þeir sem vinna silfrið eru bara the first losers! Hvaða máli skiptir það þá að vera "second losers" eða "third losers"?

Íslendingar geta bara andskotast til að vinna eitt gull. Það er t.d. bara einn kani (ekki heilt lið) búinn að vinna 8 gull!


mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

New kid in town - Eagles tónleikar í Melbourne

Ég get ekki neitað því að tónlist er fíkn hjá mér. Hún er athvarfið mitt þegar ég vil komast í algerlega jákvætt umhverfi. Ef ég er ekki að spila eða syngja sjálfur vil ég hlusta á áferðarfallega og hrífandi tónlist. Helst að hún nái fram gæsahúð ef vel tekst til.

Eagles er ein af uppáhalds hljómsveitum mínum og ég trúi því að þeir myndu fylla vel Egilshöllina kæmu þeir hingað. Á plötunni Hotel California sem kom út 1976 var lagið New kid in town sem varð gríðarlega vinsælt og fór í efsta sæti bandaríska listans eins og titillag plötunnar sem allir þekkja.

Gunnar Jóhannsson spilaði fyrir okkur æskuvinina þessa plötu. Þetta er ein af örfáum plötum sem ég man hvar ég var nákvæmlega staddur þegar ég heyrði hana og sá í fyrsta skipti. Og Gunnar hélt í höndina á henni Auði sinni, þau voru nýfarin að búa. Það jaðrar við að ég muni líka hvernig stóllinn leit út sem ég sat í þá stundina.

Hér er lagið flutt á tónleikum í Melbourne í Ástralíu fyrir ekki mjög löngu síðan. (Athugið að hljóð kemur ekki inn fyrr en kynningin er búin.)


Borgarstjórnarfarsinn kominn í hring

Ég leyfði mér að spá því fyrir hálfum mánuði að Ólafur F. myndi sprengja samstarfið um leið og hann hætti sem borgarstjóri. Taldi ég að það yrði annað upphlaup áður en kjörtímabilinu lyki. Örvæntingin í þessu liði er bara miklu meiri en maður hugði.

Nú virðist sem íhaldið hafi ákveðið að slá þetta samstarf af áður en til þess kæmi, enda er Ólafur erfiður í samstarfi, með einræðistilburði og umboðslaus án nokkurs stuðnings eða baklands í pólitík

Mér finnst athyglisverð sú tilkynning Gísla Marteins að ætla að verða fyrsti fjarborgarfulltrúinn í Reykjavík. Þ.e. hann í fullt nám í Skotlandi, mæta á tvo fundi í mánuði en hirða samt full laun! - Smekklegt eða hitt þó heldur.

Trúverðugleiki í stjórnmálum er fyrirbrigði sem reglulega bíður hnekki en alltaf er það samt svo að kjósendur eru með gullfiskaminni þegar það kemur að næstu kosningum. (Ég bið alla gullfiska afsökunar á þessum orðum mínum!) 

 


mbl.is Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband