New kid in town - Eagles tónleikar í Melbourne

Ég get ekki neitað því að tónlist er fíkn hjá mér. Hún er athvarfið mitt þegar ég vil komast í algerlega jákvætt umhverfi. Ef ég er ekki að spila eða syngja sjálfur vil ég hlusta á áferðarfallega og hrífandi tónlist. Helst að hún nái fram gæsahúð ef vel tekst til.

Eagles er ein af uppáhalds hljómsveitum mínum og ég trúi því að þeir myndu fylla vel Egilshöllina kæmu þeir hingað. Á plötunni Hotel California sem kom út 1976 var lagið New kid in town sem varð gríðarlega vinsælt og fór í efsta sæti bandaríska listans eins og titillag plötunnar sem allir þekkja.

Gunnar Jóhannsson spilaði fyrir okkur æskuvinina þessa plötu. Þetta er ein af örfáum plötum sem ég man hvar ég var nákvæmlega staddur þegar ég heyrði hana og sá í fyrsta skipti. Og Gunnar hélt í höndina á henni Auði sinni, þau voru nýfarin að búa. Það jaðrar við að ég muni líka hvernig stóllinn leit út sem ég sat í þá stundina.

Hér er lagið flutt á tónleikum í Melbourne í Ástralíu fyrir ekki mjög löngu síðan. (Athugið að hljóð kemur ekki inn fyrr en kynningin er búin.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eagles eiga það sameiginlegt með Abba að koma mér alltaf í gott skap...

Óskar Þorkelsson, 16.8.2008 kl. 23:23

2 identicon

Mikið eru þetta jákvæð skrif og fallega orðuð..

Eagles eru original eins og einhver góður úr Hafnarfirðinum orðaði það..

En í guðs bænum ekki troða þeim í Egilshöll fyrir tónleika...

Það er ekki bjóðandi fólki sem hefur áhuga á tónlis og ég tala nú ekki um hljómburði...

Ömurlegur hlómleikasalur........og mun ég aldrei sama hver kemur, fara í þann sal til að sjá og njóta hljómleika.. það verður aldrei... algjör skömm.

Eagles á útitónleikum.. eða í nýja húsinu okkar .. hvenær sem það verður tilbúið.

Egilshöll aldrei aftur,..

Valdís

valdís (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyndið að þú nefnir ABBA Óskar. Við félagarnir vorum einmitt í dag að burðast við að reyna að koma Waterloo og Mamma mia inn í prógrammið okkar. Tónhæð Agnethu og Annifrid virkar ekki fyrir okkur og því þarf að transponera þeim í heppilegri tóntegund. Það er alltaf eitthvað sérstakt við að taka kvenmannslög og syngja af einhverju viti, hreint ekki auðvelt!

Haukur Nikulásson, 16.8.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eagles eru margs góðs maklegir, Don Henley ekki síst um margt merkilegur, ´gítarsólóið hans Joe Walsh ódauðlegt í Hotel California laginu, en mér finnst það nú mikil bjartsýni hjá þér að ætla að sveitin gæti fengið 18000 manns í Egilshöll, engir leika það eftir Metallica nema kannski U2, stones og kannski paul McCartney fljótt á litið.Alveg hægt að gera þennan stað betri fyrir tónleika, loftræsting sem kunnugt er frekar vandamál en hljómgæði.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.8.2008 kl. 19:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband