Borgarstjórnarfarsinn kominn í hring

Ég leyfði mér að spá því fyrir hálfum mánuði að Ólafur F. myndi sprengja samstarfið um leið og hann hætti sem borgarstjóri. Taldi ég að það yrði annað upphlaup áður en kjörtímabilinu lyki. Örvæntingin í þessu liði er bara miklu meiri en maður hugði.

Nú virðist sem íhaldið hafi ákveðið að slá þetta samstarf af áður en til þess kæmi, enda er Ólafur erfiður í samstarfi, með einræðistilburði og umboðslaus án nokkurs stuðnings eða baklands í pólitík

Mér finnst athyglisverð sú tilkynning Gísla Marteins að ætla að verða fyrsti fjarborgarfulltrúinn í Reykjavík. Þ.e. hann í fullt nám í Skotlandi, mæta á tvo fundi í mánuði en hirða samt full laun! - Smekklegt eða hitt þó heldur.

Trúverðugleiki í stjórnmálum er fyrirbrigði sem reglulega bíður hnekki en alltaf er það samt svo að kjósendur eru með gullfiskaminni þegar það kemur að næstu kosningum. (Ég bið alla gullfiska afsökunar á þessum orðum mínum!) 

 


mbl.is Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við ættum öll að fara að Ráðhúsinu og mótmæla

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Og hvað viltu eiginlega fá Hólmdís? Mér finnst fátt um fína drætti þarna, hvert sem litið er.

Haukur Nikulásson, 14.8.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Sigurjón

Það er reyndar ekki rétt Gunnar.  Það eru þeir ekki; ekki frekar en alþingismenn.

Sigurjón, 15.8.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, það er ljóst að ekki verður meirihluti án Sjallanna - Dagur lýsti því yfir að hann myndi ekki vinna með Ólafi F. og hefur áður lýst yfir að hann vilji ekki vinna með Sjöllunum - því er Sjöllum nauðugur (ekki að þeim leiðist það) kostur að mynda meirihluta.

Annars finnst mér skrýtið hversu margir tala um Dag og hversu frábær borgarstjóri hann hafi verið - gerði hann eitthvað?

Ingvar Valgeirsson, 15.8.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Oft hef ég verið sannfærð um að kysi enginn Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum en Gullfiskarnir eru víða svo ég er löngu hætt að trúa sannfæringu minni þegar stjórnmál eru annarsvegar.

Marta Gunnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eru hinir eitthvað skárri, Marta? Aðrir flokkar hafa leikið nákvæmlega sömu leikina og tekið fullan þátt í því sem Dagur kallaði "klækjapólítík", bara lýðskrumað aðeins meira til að slá ryki í augu fólks.

Ingvar Valgeirsson, 17.8.2008 kl. 17:09

7 Smámynd: Sigurjón

Það sem ég átti við Gunni minn er að það væri alveg hægt að hafa minnihlutastjórn í borgarstjórninni og ráða borgarstjórann almennt; ekki pólitískt.  Þetta fyrirkomulag er t.d. oft uppi á teningnum í Noregi, þar sem Stórþingið hefur oft minnihlutastjórnir og er það í raun mun fallegri mynd af lýðræðinu en þetta kjötkatlapot sem á sér stað á Skerinu...

Skál!

Sigurjón, 17.8.2008 kl. 23:37

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 264980

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband