Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Látið ykkur ekki bregða...

... þó aðsóknin verði eitthvað minni en á 17. júní!

P.S.: Hér var ekkert að óttast. Toppmæting, 30.000 manns að sögn lögreglu, skemmtileg uppákoma og vel skipulögð.


mbl.is Svið reist á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að geta leikið sér á kostnað almennings!

Það skal ekki spilla gleðinni að íslendingar unnu til silfurverðlauna.

Það hins vegar spillir gleðinni þegar ráðamenn þessarar þjóðar baða sig í kynningarskyni á verulegan kostnað almennings í því skyni að afla sér óverðskuldaðra vinsælda með því að klína sér utan í afreksfólkið.

Alveg er ég viss um að sjálfboðaliðar hjálparsamtaka á borð við ABC barnahjálp, Fjölskylduhjálpina og fleiri munu fylkja sér á Skólavörðustíginn til að brosa í gegnum regnið og tárin þegar handboltahetjurnar okkar taka við húrrahrópum, fálkaorðunni um leið og ferðaglaði handboltamálaráðherrann gefur handboltasamtökunum 50 milljónir úr vasa almennings.

Það hlýtur að vera auðvelt að neita fátæklingum og nauðstöddum um samfélagshjálp þegar forgangsröð ráðamanna er svona. Það þarf greinilega ekki mikið meira heldur pínulítið sjálfhverfa heilastarfsemi.


mbl.is Kínaferðir kostuðu 5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært að Morgunblaðið komi hreint fram og lýsi stuðningi við McCain

Ég er ekki í nokkrum vafa um að toppar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins vilja sjá John McCain kosinn næsta forseta bandaríkjanna. Með því er verið að lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi stríðsrekstur og afskiptasemi í Írak, Afganistan og víðar.

Morgunblaðið hefur að undanförnum vikum og dögum valið fréttir af framboði Baracks Obama sem fela í sér neikvæða umfjöllun í stíl við Fox fréttastöðina bandarísku. Á sinn misheppnaða hátt lætur Mogginn sem svo að hann sé með hlutlausa umfjöllun. Fólk ætti að vera farið að sjá í gegnum þetta.

Einnig ber á því að nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa ítrekað fjallað um Obama á neikvæðan hátt í greinum og bloggi. Hér á meðal eru bæði ráðherra og þingmenn.

Ég skil ekki hvernig hægt er að styðja stríðsrekstur með þeim hætti sem Morgunblaðið og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins sleikja upp stefnu George W. Bush sem byggð hefur verið á lygi, blekkingum og græðgi.

Hvar er mannúðin og kærleikurinn hjá þessu fólki? Á ég að trúa því að þeir góðu Sjálfstæðismenn sem ég þekki séu svona þenkjandi?


mbl.is Frambjóðandi X og frambjóðandi Y
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við rjúfum þessa dagskrá...

Skyndilega varð allt svart. Engin vitund.

Örskömmu síðar færðu vitund en enga skynjun. Þú ert á einhverju undarlegu floti í engu. Svo færðu skilaboðin:

"Okkur þykir leitt að rjúfa ferlið. Einhverjir hálfvitar í Sviss framkölluðu svarthol með öreindahraðli og við urðum að kippa öllum í nýja vídd. Við verðum að koma okkur fyrir annars staðar til að halda áfram með þetta jarðardæmi. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum."

Skyndilega varð allt svart. Engin vitund. 


Mótmælaþátttakan þá best hjá hollendingum og Moggabloggurum?

Skv. þessu eru hollendingar í vondum málum hjá kínverjunum. Þeirra íþróttabúningar hafa nefnilega verið appelsínugulir í talsvert langan tíma svo ég muni.

Og þá ekki síður Moggabloggarar sem eru með appelsínugulan lit á öllum fyrirsögnum á bloggforsíðunni!


mbl.is Mótmæltu í laumi á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tregða við að útrýma kjarnorkuvopnum verður mannkyninu dýrkeypt

Við sjáum af öllum viðbrögðum þjóðarleiðtoga að þeir eru yfirleitt með stuttan spotta. Marga þeirra beinlínis langar í átök til að viðra hertól og tæki. Þeir sem hafa völd hafa líka þá sérstöku og skiljanlegu náttúru að vilja sýna vald sitt.

Stórveldi eru sérstakt vandamál. Þrjú ríki geta í dag komið af stað heimsstyrjöld. Evrópusambandið gerir allt sem það getur til að verða fjórða aflið í heiminum.

Þrátt fyrir að margir trúi á mátt og megin stórra stjórneininga er gallinn sá að þeim er oft stjórnað af gölluðum toppum sbr. George W. Bush.

Þessi galli er einmitt sýnilegur í þeirri staðreynd að allt of mörg ríki eiga allt of mikið af kjarnavopnum og hefur mistekist að eyða þeim þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að enginn geti hagnast af notkun þeirra. Heimurinn á heimtingu að samfélagið, sem aldrei hefur verið upplýstara, losi sig við þessa ógn.

Kjarnavopnum verður bara beitt í fullkomnu dómgreindarleysi og hvers vegna er þá verið að viðhalda þeim?


mbl.is Samband við Rússa endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stumblin' in - Suzi Quatro og Chris Norman (Smokie)

Maður dettur reglulega um gullmola á Youtube. Þetta lag var vinsælt árið 1978. Leðurrokkdrottningin Suzi Quatro og Smokie söngvarinn Chris Norman að mæma hið rómantíska lag Stumblin' in í sjónvarpsþætti. Á þessum tíma var ekki mikið um lifandi upptökur. (Nei það var ekkert á milli þeirra annað en að þeim þótti greinilega fyndið að þykjast syngja lagið þarna!)


Fékk ekki Júdas silfurpeninga líka?

Þeir hafa greinilega ekki náð að selja sig eins dýrt. Fengu bara helming þess sem Júdas átti að hafa fengið á sínum tíma.

Eins og Júdas þá, eru íslendingarnir núna the first losers! Devil

Til hamingju Ísland!

 


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn var markvarslan

Eins og svo oft áður ráðast úrslit leiks á markvörslu. Frönsku markmennirnir tóku 21 skot á meðan við náðum að verja aðeins 12.

Athyglisvert er að íslendingar náðu 44 skotum á mark frakka á meðan þeir fengu aðeins 40.

í stöðunni 4-4 skildu leiðir og leikurinn varð aldrei spennandi sem er jákvætt af heilsuástæðum.


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með svona rökum McCains hefði Obama ekki geta valið neitt varaforsetaefni

Málflutningur í stjórnmálum er stundum ótrúlega skondinn þegar verið er að finna að andstæðingum sínum. Og það er ekki bara í borgarstjórn Reykjavíkur sem hálfvitarökin eru óspart notuð.

Forsetakosningar í bandaríkjunum eru í nóvember n.k. og ég spái því að umræðan verði aldrei geggjaðri og vitlausari en núna. Allt verður notað til að vekja á sér athygli og menn víla ekki fyrir sér að rugla í þeim tilgangi.

Það er bara óskandi að bandaríkjamenn velji sér ekki annan stríðsHauk.


mbl.is Segir Obama viðurkenna reynsluleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband