Gott að geta leikið sér á kostnað almennings!

Það skal ekki spilla gleðinni að íslendingar unnu til silfurverðlauna.

Það hins vegar spillir gleðinni þegar ráðamenn þessarar þjóðar baða sig í kynningarskyni á verulegan kostnað almennings í því skyni að afla sér óverðskuldaðra vinsælda með því að klína sér utan í afreksfólkið.

Alveg er ég viss um að sjálfboðaliðar hjálparsamtaka á borð við ABC barnahjálp, Fjölskylduhjálpina og fleiri munu fylkja sér á Skólavörðustíginn til að brosa í gegnum regnið og tárin þegar handboltahetjurnar okkar taka við húrrahrópum, fálkaorðunni um leið og ferðaglaði handboltamálaráðherrann gefur handboltasamtökunum 50 milljónir úr vasa almennings.

Það hlýtur að vera auðvelt að neita fátæklingum og nauðstöddum um samfélagshjálp þegar forgangsröð ráðamanna er svona. Það þarf greinilega ekki mikið meira heldur pínulítið sjálfhverfa heilastarfsemi.


mbl.is Kínaferðir kostuðu 5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skandall

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Rétt fyrir síðustu kosningar jók Þorgerður Katrín styrki til handbolta kvenna um 50 milljónir x2 í tveimur ráðgerðum áföngum.  Nú fara 5 milljónir í ferðir ráðuneytisins til Ól 08 sem eru 10% af fyrri styrknum til heils íþróttasambands.   Hvað mætti senda marga krakka til keppni í handbolta þvers og kruss yfir landið fyrir það?  Auðvitað er tilefnið stórt í Ól 08 en dugði ekki að fara einu sinni?  Eru makar ráðherra einnig í starfi  hjá ríkinu eða láðist að nefna það að Kristján Arason borgar sjálfur sínar ferðir x2?

Svanur Sigurbjörnsson, 27.8.2008 kl. 14:02

3 identicon

Þetta er vel sagt og rétt

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 16:05

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er algjörlega sammála ykkur. 

Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Halla Rut

Sammála.

Svo fór ráðuneytisstjórinn og maki hans út líka á kostnað ríkisins. Ég spyr; af hverju? Af hverju greiðir ríkið fyrir hann og hans maka?

Eru engar reglur um þetta eða er þetta fólk með "blanco" tékka frá ríkinu. 

Forgangsröðin hjá þessi fólki er vægast sagt brengluð.

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 08:38

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband