Líklegur spilalisti Eric Clapton í Egilshöll

Eric Clapton ("....... is God") er væntanlegur í Egilshöll n.k. föstudag 8. ágúst og þá verður það annar konsertinn hans eftir að hann tók sér mánaðarfrí eftir síðasta gigg í Leeds 29. júní s.l.

Hann spilar í Bergen á miðvikudaginn 6. ágúst áður en hann kemur hingað.

Þetta var spilalistinn hans og félaga í Leeds og þetta er nokkurn veginn það sem má búast við að hann spili í Egilshöllinni með einhverjum smávægilegum breytingum.

  • 01. Tell The Truth
    02. Key To The Highway
    03. Hoochie Coochie Man
    04. Isn't It A Pity
    05. Outside Woman Blues
    06. Here But I'm Gone
    07. Why Does Love Got To Be So Sad
    08. Driftin'
    09. Rockin' Chair
    10. Motherless Child
    11. Travellin' Riverside Blues
    12. Running On Faith
    13. Motherless Children
    14. Little Queen of Spades
    15. Before You Accuse Me
    16. Wonderful Tonight
    17. Layla
    18. Cocaine
  • Uppklappslag:
    19. I've Got My Mojo Working

Mér finnst þessi spilalisti ekki falla alveg að mínum smekk, finnst vanta rjómann úr Cream tímabilinu svo sem eins og Sunshine of your love, White Room, Crossroads, Badge auk nýrri flottra laga eins og Change the world og My fathers eyes.

Eins og með svo margt annað tjóir lítt að deila um smekksatriði eins og og það hvaða 20 lög maður vill fá á Clapton tónleikum.

Ég efast raunar ekkert um að gamla goðinu muni ekki takast að gleðja landann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér er eitthvað ekki alveg á hreinu, því búið var að boða að prógramið hér yrði nær því sem þú óskar þér en þessi mjög svo flotti lagalisti!Það kom nú eitthvert "Best of" safn með honum fyrir nokkru og ekki var annað vitað en tónleikarnir yrðu með því efni, m.a. af sólóplötum á borð við August. En þetta blúsprógram sem þarna hefur verið á ferðinni er auðvitað það sem hann hefur alltaf verið bestur í og það sem hann sjálfur hefur alltaf sagst vilja spila mest.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.8.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Magnús, ég byggi þetta á því sem tíðkast hjá svona köllum. Þeir breyta ekki listanum mikið frá einu giggi til annars. Spilalistinn í Bergen ætti að verða 95-98% sá sami og verður í Egilshöllinni þegar þar að kemur. Ekki veit ég hvort tónleikahaldarinn hér getur haft einhver áhrif á lagavalið, ég held reyndar að það sé lítið.

Skoðaðu spilalista á www.whereseric.com og svo t.d. www.johnfogerty.com til að sjá hvað þeir breytast lítið frá einum tónleikum til annars.

Haukur Nikulásson, 4.8.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er best að sá aðeins meiri efasemdum um spilalistann. EC á það til að breyta honum þegar hann tekur svona margra vikna frí á milli.

Giggið í Bergen 6. ágúst, sem verður það fyrsta eftir mánaðarhlé, verður þá skothelt nokkurn veginn það sama og í Egilshöll.

Haukur Nikulásson, 4.8.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nánast eina breytingin á spilalistanum í Bergen var að uppklappslagið var Crossroads.

Haukur Nikulásson, 6.8.2008 kl. 23:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264900

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband