John McCain ekki eins mikil hetja og af er látið

Mér hefur fundist skrýtið hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið afstöðu með og á móti frambjóðendum til forseta Bandaríkjanna, sem stundum er kallaður foringi hins frjálsa heims.

Sjálfstæðismenn upp til hópa virðast styðja repúblikanann John McCain á meðan Samfylkingarfólk og VG virðast frekar styðja demókratann Barack Obama. Þetta kemur engum svo sem á óvart.

Hamrað hefur verið á því í sífellu að John McCain sé stríðshetja og hafi mikla reynslu af utanríkismálum og hvað eina. Mest virðist mér trúin á reynslu hans tengjast frekar háum aldri hans en nokkru öðru. Ef þíð lesið í alvöru hvað Wikipedia hefur að segja um hann blasa við á köflum heldur nöturlegar staðreyndir:

Hann gekk í liðsforingjaskóla sjóhersins í Annapolis eins og faðir hans og afi á undan honum. Hann útskrifaðist fimmti neðstur úr skólanum af alls 899 foringjaefnum. Var því kennt um að hann hefði átt það til að óhlýðnast!?

Eftir að hann hóf störf sem flugmaður varð hann þekktur sem mikill djammari og einnig virðist sem hann hafi ekki verið mjög slyngur í fluginu því hann hrapaði a.m.k. tvisvar og var eitthvað að vefja sér utan í rafmagnslínur.

Stríðsreynslan hans er innan við hálft ár því hann var skotinn niður yfir Norður Víetnam stuttu eftir að hann bað sérstaklega um að fá að starfa á bardagasvæði. Eftir það var hann fangi í 5 og hálft ár til ársins 1972. Í mín eyru hljómar það sem undarleg “ómetanleg stríðsreynsla” að hafa verið fangi! Þetta er svona næsti bær við að fá sérstaka upphefð af því að hafa verið lokaður inni á einhvers konar hæli. Innilokun af þessu tagi þykir greinilega hið besta mál fyrir væntanlegan forseta. Manni sýnist að hér sé komin ný merking í orðið "stríðshetja".

Hann starfaði áfram í sjóhernum og hætti 1980 þegar honum varð ljóst að hann myndi ekki ná hærri stöðu en kafteins. Á friðartímum eru sjóliðsforingjar einatt iðjulitlir við skrifborðin sín.

Hann skyldi við bæklaða konu sína (eftir bílslys) eftir að hafa viðurkennt ítrekuð hjúskaparbrot. Hann giftist moldríkri dóttur eiganda stórs bjórdreifingarfyrirtækis og tengdapabbi hans studdi hann ríkulega til pólitísks framboðs.

John McCain nýtur dyggilegs stuðnings George W. Bush og hefur lofað að halda áfram stríðinu í Írak og ögrar írönum líkt og hann. Það má því öllum vera ljóst að McCain mun halda áfram sömu óhæfuverkunum í mið-austurlöndum.

Að þessu sögðu er ég ekki að lýsa yfir neinu sérstöku dálæti á Barack Obama. Mér finnst ég sjá merki um loddaraskap í kosningabaráttu hans t.a.m. öll þessi skrýtnu yfirlið kvenna á fundunum hans. Hann þræðir stefnulausan meðalveg til mestu mögulegra vinsælda og tekur loðna eða enga afstöðu til mála sem eru umdeild.

Af tveimur óljósum kostum tel ég þó Obama betri sem næsta forseta og þá bara vegna þess að hann virðist friðvænlegri þó ekki sé annað.


mbl.is Móðir Paris Hilton skammar John McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Takk, þetta er fróðleg lesning um McCain. Hann er bara gamall drullusokkur (á gamalli íslensku) sem ætti að snúa sér að öðru en stjórnmálum.

Marta Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég er á þeirri skoðun að báðir kostir séu vondir.

McCain verður eins og reiður tarfur í kristalsbúð alþjóðasamskipta, á meðan Obama verður tvístígandi í hurðinni og þorir ekki inn.

Það er rétt hjá þér að McCain verður auðþreyttari til ófriðar, en á móti er hætt við að Obama muni verða of veikur, sem veldur því að aðrir vitleysingar koma til með að vaða uppi. Sem svo kostar líka ófrið, bara seinna meir.

Það vantar forseta í Bandaríkjunum sem er klár í samskiptum við aðrar þjóðir. Ekki bara fauti sem slær til allra, heldur getur sett ofan í alla sem þurfa, án þess að slá til þeirra. Ég er hræddur um að Obama muni ekki vera nógu harður. Heldur muni sitja heima og fara of seint af stað í þeim málum sem þarf að hafa afskipti af.

Búss er svo maður sem stendur í miðri kristalsbúð og hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera þar.

En hvor kosturinn sé betri til lengri tíma.... ég get ekki gert upp á milli þeirra. Þó hallast ég örlítið til Obama því of hörð viðbrögð munu aldrei leysa vandann.

Júlíus Sigurþórsson, 4.8.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta var merkileg samantekt... einhvernveginn hefur Mogginn gleymt að segja okkur þetta allt saman... Mér sýnist á þessu að þetta sé ofurvenjulegur skíthæll.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta kemur manni dálitið á ávart/en samt er eg á sama máli og þú Haukur Obama er betri kostur,ekki síst ef Hillary verður varaforseti/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.8.2008 kl. 13:58

5 identicon

Ekki ætla ég að verja McCain á nokkurn hátt, frekar en að dásama Obama, þekki ekkert til þessara heiðursmanna annað en það sem fjölmiðlar á íslandi apa upp eftir erlendum fréttamiðlum. Hinsvegar leyfi ég mér að draga mjög í efa sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að Sjálfstæðismenn styðji McCain upp til hópa - ekki þekki ég nokkurn mann sem hefur lýst hefur yfir stuðningi við hann og þekki ég marga Sjálfstæðismenn. 

Svo er ágætt að hafa það á bakvið eyrað að Wikipedia er langt því frá áreiðanleg heimild og það er hvergi talið ásættanlegt í neinu fræðasamfélagi að vísa í þetta vefrit sér til stuðnings.

Stebbi (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sjálfstæðismenn hafa hingað til litið á Republikanaflokkinn sem sinn systurflokk í bandaríkjunum. Björn Bjarna og Sigurður Kári hafa sem dæmi lýst dálæti á gamla manninum svo ég muni í fljótheitum.

Í þessu tilviki er engin sérstök ástæða til að rengja Wikipediu með þessar staðreyndir. Ég geri ráð fyrir að aðstoðarmenn McCains myndu ekki sætta sig við eitthvert bull þarna.

Haukur Nikulásson, 4.8.2008 kl. 18:31

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eins og einhver sagði - Wikipedia er fyrir bíómyndasöguþræði og Pamelu Anderson-slúður. Sagan og pólítíkin er ekki alveg örugg þarna.

Ekki það að ég sé neitt sérlega hrifinn af McCain. Né Obama. Ég væri frekar til í John McClane úr Die Hard sem forseta. Hann kom hlutunum í verk!

:)

Ingvar Valgeirsson, 4.8.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, þér double-0 manninum getur ekki verið alvara. Næsti forseti er Bond... James Bond!

Haukur Nikulásson, 4.8.2008 kl. 21:19

9 Smámynd: Sigurjón

Já, James Blond...

Sigurjón, 5.8.2008 kl. 23:48

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 264910

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband