Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Ég held að sumir blaðamenn á Mogganum þurfi að fara í einhverja meðferð sbr. neðangreint í þessari frétt:
"Hann fór skömmu síðar í áfengismeðferð og er sem stendur að afplána þriggja ára skilorðsbundinn dóm, að því er fram kemur á fréttavef Reuters."
Ritstjórinn má gjarnan upplýsa blaðamanninn sinn að menn eru ekki mjög uppteknir við að afplána skilorðsbundna dóma. Afplánum óskilorðsbundinna dóma fer hins vegar fram í fangelsi, annars eru menn frjálsir ferða sinna og gjörða svo lengi sem þeir halda skilorð.
Gibson leikur í næstu mynd sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook
29.4.2008 | 20:18
Er Guðlaugur Þór að flæma alla burtu?
Ég er nokkuð viss um að Guðlaugur Þór hefði betur hlustað eitthvað á Magnús Pétursson í stað þess að flæma hann burtu.
Nú sýnist manni að Guðlaugi Þór sé að takast að setja íslenska heilbrigðiskerfið í heild sinni í þvílíkt uppnám að annað eins hefur varla sést. Þvílíkt örlagaklúður á ekki lengri ferli.
Mér sýnist samt borin von til þess að Geir H. Haarde reki Guðlaug Þór þar sem hann var nýbúinn að skenkja Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu forsætisráðherrans, feitasta nefndarbitlingi sem um getur á landinu í dag, formennsku í nefndinni um byggingu hátæknisjúkrahúss.
Það verður sniðugt að þegar loksins verður búið að byggja hátæknisjúkrahúsið verður það jafn vel mannað og pýramýdar Faraós. Ekkert starfsfólk verður eftir og eini sjúklingurinn á einkastofu verður Davíð Oddsson í árlegri læknisskoðun sem enginn getur framkvæmt.
Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 22:23
Eva Cassidy - Over the Rainbow
Eva Cassidy á stóran aðdáendahóp. Hún syngur af sérstakri innlifun og leyfir sér að svindla miskunnarlaust á bítinu til að gera lögin að sínum. Over the rainbow hefur verið sótt yfir milljón sinnum á netinu og það þarf engan að undra hvers vegna. Afar hugljúft og fallegt lag.
28.4.2008 | 10:14
Seðlabankinn og ríkisstjórn getulaus þrátt fyrir heimsmet í stýrivöxtum
Ég held að það sé fullreynt að Seðlabankinn ræður ekkert við þau meginmarkmið sín að halda verðbólgu í skefjum þ.e. innan 2.5% á ársgrundvelli.
Ég held að ef hér væri um að ræða stjórn í venjulegu fyrirtæki, að ég tala ekki um t.d. framkvæmdastjóra Huddersfield Town, þá væri búið að láta toppinn fjúka fyrir aulagang.
Geir H. Haarde: Hvernig væri að láta þá sem eru ábyrgir fyrir stjórn peningamála sæta einhverri ábyrgð? Hvernig væri að ríkisstjórnin sætti sjálf ábyrgð á því að halda stjórn Seðlabankans úti jafn lengi og með jafn lélegum árangri til langs tíma?
Frammistaða sem þessi í peningalegri stjórn landsins er vatn á myllu þeirra sem í aumingjahugsun vilja afsala sjálfstæði þessa lands í hendur ESB vegna þess að eigin ríkisstjórn hefur nákvæmlega engin tök á málunum. Núverandi stjórn er of upptekin í erlendum heimsóknum og sýndarmennsku til að aðhafast nokkurn skapaðan hlut af viti.
Á stundum sem þessari væri gott að vita af milljörðum í sjóði mögru áranna. En því miður er búið að eyða og ráðstafa þeim fjármunum t.d. í utanríkis- og varnarmálabrölt og ótal margt fleira sukk, bruðl og tímaskekkjur sem of langt er að telja.
Mesta verðbólga í tæp 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook
27.4.2008 | 02:57
Fann DKNY úr í Lækjargötu við leigubílastæðið
Við höfum ekki farið í miðbæinn í mörg ár. Eftir dans og viðkomu á Dubliner og Thorvaldsen Bar fórum við í leigubílaröðina við Lækjargötu kl. 02.30 og þá steig ég á úr sem er framleitt er af Donna Karan New York.
Þetta er nú í minni vörslu. Ef þú hefur týnt úrinu þá geturðu haft samband við mig í síma 6952524 (Haukur).
26.4.2008 | 11:11
Beittasta trúarræða sem ég hef séð lengi
Það er ekki oft sem ég hrífst af ræðum manna, en nú gerist það.
Anna Karen er með frábæra ræðu Pat Condell á blogginu sínu og ég má til með að vísa til hennar. Sannfærir mig enn og aftur hvers vegna það er ekki löngu búið að gera trúaróra og trúarbrögð að einkamáli í þessu landi. Skoðið þetta hjá Önnu hérna.
Hvers vegna eigum við endalaust að halda uppi þjóðkirkju með öllum þeim fjárútlátum úr sjóðum samfélagsins sem frekar mætti veita í heilbrigðismál og menntun?
25.4.2008 | 16:31
Málaði sig viljandi eða óviljandi í vonlausa stöðu
Það er alltaf leitt að fólk missi vinnuna. Og ég hef samúð með Láru Ómarsdóttur. Stundum fer þó þannig í tilverunni að mistök geta verið dýrkeypt hvort sem það er á þessu sviði eða einhverju öðru.
Það er líklegast að hún hafi ekki notið stuðnings fréttastofunnar úr því að hún lætur sjálfviljug af starfi fréttamanns. Hún hefði trúlega bara setið þetta af sér ef yfirmenn hennar hefðu stutt hana eindregið til þess. Fólki er leyft að halda sem mestu af andlitinu og óþarfi að gera fólki erfiðara fyrir en þarf í þessari stöðu.
Eins og henni kippir kyn til hef ég litlar áhyggjur af því að hún finni ekki annað starf sér til lifibrauðs. Hún hefur næga hæfileika til þess.
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2008 | 15:57
Happdrættisfyrirkomulag á þjónustu við sjúklinga
Ríkið er skv. þessu að gera þær kröfur til þegnanna að þeir ákveði að veikjast fremur yfir vetrarmánuðina en sumartímann.
Skv. fréttinni verður dregið úr starfsemi sjúkrahúsanna og sýnist manni þá muni brátt verða líka dregið um það hverjir fá þjónustu og hverjir ekki.
Á þessum síðustu og verstu tímum er farið að bera á því að sumt fólk hafi forgang í heilbrigðiskerfinu sem ég hélt lengi vel að ætti ekki að eiga sér stað. Fólk á Íslandi ætti jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu eins og skólagöngu. Um það væri þjóðarsátt.
Einkavæðing heilbrigðiskerfisins er mér ekki að skapi. Hún eykur frekar á mismunun þegnanna. Einnig er farið að bera á því að ráðamenn landsins njóti sérstaks forgangs. Fá sig t.d. sótta í þyrlu þegar þeir fá magakveisur úti á landi eins og nýlegt dæmi er um. Hér vil ég ekki að dregið sé úr þjónustuna við ráðamennina, vil heldur að almenningur njóti nákvæmlega þessarar sömu þjónustu líka ef aðstæður eru metnar þannig.
Það er ekki mjög margt sem ég vil láta greiða úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Heilbrigðisþjónustan held ég að flestir séu sammála um að eigi að vera eins góð og efni okkar leyfa hverju sinni og flest annað megi víkja úr útgjöldum ríkisins áður en dregið er saman í þessari deild.
Dregið úr starfsemi sjúkrahúsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook
24.4.2008 | 20:14
Allir gert sig að fíflum í þessu máli
Ég held að flestir, sem að komu, hafi gert sig að fíflum í þessu máli vörubílstjóranna. Við getum verið þakklát fyrir að ekkert af aðalpersónum þessa dæmalausa mótmælafarsa vörubílstjóranna er heimilislæknirinn okkar. Hann væri þá búin að kála okkur með dómgreindarskortinum einum.
Bílstjórarnir misstu sig í sorgleg lögbrot í formi franskra mótmæla. Tefja, stífla og vera til almennra leiðinda. Lögbrot eru ekki rétta leiðin. Þetta verður að vera pólitík þótt það sé leiðinleg leið. Hún er samt öllum ásættanleg. Forsvarsmenn bílstjóranna, aðallega Sturla, hafa komið fram fyrir alþjóð eins og börn sem búin eru að tapa sér. Málflutningurinn bæði barnalegur, samhengislaus og óskiljanlegur. Kóróna svo allt með því að afneita sínum dómgreindarsnauða barsmíðamanni.
Lögreglan fyrir að ákveða vandlega og fyrirfram að nú yrðu óeirðir. Þeir voru með galla, hjálma, skildi, kylfur, handjárn, piparúða, stáltær og tilbúna sjúkrabíla! Vel má vera að þeir áttu réttinn á að halda uppi lögum og reglu. Það er samt engin skynsemi í því að ráðast til atlögu með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeir áttu að halda sig til hlés og leyfa mönnum að blása, þetta myndi hvort eð er líða hjá. Lögreglan skapaði hættuna sem varð við handtökur og stympingar á staðnum. Í hálfgerðu vitfirringskasti réðust þeir að fólki með úðann gargandi "GAS!-GAS!-GAS!". Svo bættu þeir um betur með að skemma bíla að óþörfu og halda veginum lokuðum óþarflega lengi. Hverja voru þeir að passa? Bílstjórarnir hefðu ekki lamið hvern annan eða hvað?
Björn Bjarnason lætur eins og hann eigi engan þátt í þessu. Mætir í viðtöl og tjáir sig um flotta frammistöðu og skyldur lögreglunnar. Enda er hann að byggja upp alvöru löggubatterí og jafnvel her. Samt segist hann ekkert hafa séð, en ver sína menn óséða. Ekki finnst mér heldur mikið til koma að birta reiða tölvupósta frá einstaka fáráðlingum. Það upphefur hann ekkert í þessu máli.
Geir H. Haarde neitar að semja við menn sem eru með leiðindi og lögbrot. Finn sáttasemjari hér á ferð!
Lára Ómarsdóttir fær skammarverðlaun fyrir leikstjórn frétta (sjá annan pistil).
Stefán Eiríksson lögreglustjóri virðist vera undir rúmi. Sést hvergi. Er það vegna þess að hann vill ekki verja skipanir sem komu að ofan?
Menntskælingar að dimmittera vildu komast í fjörið. Þetta var ekki vel valið að sýna hversu klár þau væru eftir útskrift og það í nasistagöllunum. Smekklaust val á skemmtistað að mínum dómi.
Óviðkomandi fólk sem mætti bara til að taka þátt í hasarnum til að fá útrás fyrir alla aðra óánægju og kom þessu máli ekkert við.
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook
Það þarf ekki að hlusta neitt sérstaklega oft og mikið á upptökuna til að meta sem svo að fleiri samstarfsmenn hefðu talið hana mæla í alvöru þessi orð fremur en gríni. Það voru heldur engin kátínu- eða grínviðbrögð við þessari tillögu hennar um að leikstýra fréttunum.
Hún má eins og aðrir eflaust njóta vafans í þessu máli en fréttastjórinn hennar situr eftir með "vafasaman" fréttamann, hver vill það? Betri fréttamenn en Lára hafa verið látnir fjúka af mun minna tilefni. Nú kemur í ljós hvernig tengslanetið virkar. Ég mun eftir þetta taka hennar fréttamennsku með fyrirvara, það er erfitt að byggja upp hjá manni traust að nýju.
Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson