Beittasta trúarræða sem ég hef séð lengi

Það er ekki oft sem ég hrífst af ræðum manna, en nú gerist það.

Anna Karen er með frábæra ræðu Pat Condell á blogginu sínu og ég má til með að vísa til hennar. Sannfærir mig enn og aftur hvers vegna það er ekki löngu búið að gera trúaróra og trúarbrögð að einkamáli í þessu landi. Skoðið þetta hjá Önnu hérna.

Hvers vegna eigum við endalaust að halda uppi þjóðkirkju með öllum þeim fjárútlátum úr sjóðum samfélagsins sem frekar mætti veita í heilbrigðismál og menntun?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að teljast guðlast að halda úti þjóðkirkju fyrir milljarða árlega á meðan aldraðir og sjúkir lepja dauðann úr skel, hér eru veglegar kirkjur á næstum hverju götuhorni, embættismenn guðs eru með launahæstu mönnum ríkisins okkar hér á jörðu samt eru þeir að þjóna allt öðru ríki.
En ef við spáum aðeins þá er guð alls ekki góður samkvæmt honum sjálfum ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já doktor, þeir þjóna ríki sem enginn núlifandi maður hefur komið til og ef þeir fara þangað þá þurfa þeir enga peninga þegar þangað er komið. Af hverju ættu þeir þá að þurfa dagpeninga í þessu ríki?

Ég hef ekkert á móti trú og trúariðkun fólks. Hún á bara að vera rekin á sama grunni og tónlistardellan mín, ekki á kostnað almennings í landinu. 

Haukur Nikulásson, 26.4.2008 kl. 11:26

3 identicon

Íþróttafélög, sundlaugar, elliheimili, bókasöfn, strætó, kirkjur. Allt saman ríkisstyrkt og/eða ríkisrekið og þjónar mismunandi stórum þjóðfélagshóp. Þú notar ekki allt af þessu, en sumt gerir þú og allt stendur þér til boða.

Andríki.is? 

Jakob (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Jakob, hefurðu heyrt talað um trúfrelsi? finnst þér ríkistrúarbrögð virkilaga ekki vera svolítið afkáralegur hlutur?

Íþróttafélög, sundlaugar, elliheimili, bókasöfn og strætó eru allt hlutir sem allir geta notað, sama hvaða lífsskoðanir það aðhyllist. Mig grunar að starfsmenn á þessum stöðum séu ekki með 500 til 700 þúsund kall á mánuði í tekjur. Þessar stofnanir þjóna ennfremur miklu stærri hluta þjóðarinnar heldur en tómar kirkjurnar. þú mátt halda áfram að reyna, en þú getur ekki réttlætt tilveru ríkiskirkjunnar eins og hún er núna.

Ari Björn Sigurðsson, 26.4.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ömurlegur ræðustúfur, fullur blekkinga, Haukur, og Önnu Karen til skammar að birta þetta.

Jón Valur Jensson, 26.4.2008 kl. 16:02

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, framlög til kirkjunnar verða að teljast frekar lág leiga fyrir allar jarðirnar sem ríkið fékk í byrjum síðustu aldar frá kirkjunni - gegn einmitt skuldbindingu um að greiða laun presta og einhverra annara starfsmanna kirkjunnar.

Ingvar Valgeirsson, 26.4.2008 kl. 19:56

7 identicon

Ég hef heyrt um rétt til að velja. Þú getur valið það sem þú villt. Kirkjan er einn armur félagsmála landsins, sér um gríðarlega mikið hjálparstarf auk almennrar samfélagsþjónustu, helgihald (fyrir þá sem það vilja sækja) og Díakoníu. Hafa einnig starfað sem félagsmiðstöðvar, tónleikahús og almenn menningarmiðstöð við sérstaka atburði. Ofan á góðan punkt Ingvars hér fyrir ofan er rétt að nefna að strætóbílstjórar og sundlaugaverðir eru ekki með 5 ára háskólanám að baki.

Kirkjan á allan rétt á sér og þeirri stöðu sem hún heldur í dag. 

Jakob (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:19

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég veit ekki betur en að ríkið hafi alltaf greitt laun presta. Hver greiddi þau áður?

Kirkjan tók einatt við jörðum með því að hræða skítinn úr fávísu deyjandi fólki sem var í einfeldni sinni látið trúa því að himnavist fengist fyrir jarðir, aura og aðrar eignir. Prestar víluðu ekki fyrir sér að ógna fólki með eilífri logandi vítisvist ef það léti ekki rausnarlega af hendi rakna til kirkjunnar.

Kirkjan var bara deild innan ríkisins sem ætti bara að leggja niður og segja starfsmönnunum upp. Í nútíma þjóðfélagi kallast þetta ýmist hagræðing eða niðurskurður og er mér slétt sama hvort orðfærið fólk kýs að nota. Það er kominn tími á að trúmálin séu látin fólkinu í landinu eftir... sem einkamál hvers og eins.

Haukur Nikulásson, 26.4.2008 kl. 22:20

9 identicon

Jakob (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:39

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jakob, ég hef áður verið sleginn út af laginu með þögninni.

Haukur Nikulásson, 26.4.2008 kl. 22:47

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er nú ekki hægt að fullyrða að þeir sem arfleiddu kirkjuna að eigum sínum hafi allir verið frávita af hræðslu um eilífa vítisvist ef þeir létu ekki veraldlegar eigur sínar renna þangað. Fullfrískt fólk gerir þetta enn þann dag í dag, lætur sitt renna til góðgerðarmála, trúfélaga eða eihvers annars.

Ég þekki ekki hlutfallið milli fávíss sveitafólks og menntamanna, en menntað og tiltölulega heilt fólk (náttúrulega ekki heilt eftir að það dó, en í lagi þegar það gerði erfðaskrána) lét stórar jarði renna til kirkjunnar. Það eru lönd sem í dag heita Garðabær, Breiðholt o.s.frv. Verðmæti þeirra skiptir tugum og aftur tugum milljarða.

Ingvar Valgeirsson, 28.4.2008 kl. 11:45

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband